Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2021 12:54 Jakob E. Jakobsson óskaði eftir svörum fyrir klukkan 14 í dag. Vísir/Vilhelm Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. Dæmi eru um að tónleikahaldarar hafi fengið undanþágu frá samkomutakmörkunum á Þorláksmessu. Bubbi Morthens fékk leyfi fyrir tónleikum í Hörpu og Emmsjé Gauti fyrir þrennum tónleikum í Háskólabíó. Var vísað til þess að tónleikahaldarar hefðu ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. Jakob ávarpar viðskiptavini Jómfrúarinnar á Facebook, fastagesti á Þorláksmessu. „Ég fæ að ávarpa ykkur hér þar sem við, sökum anna, höfum ekki tækifæri á að vera í beinu sambandi. Vegna morgundagsins og yfirvofandi þyngdra takmarkanna, sem koma sér afar illa fyrir okkar fallega dag, þá hefur Jómfrúin óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna morgundagsins 23. desember til Heilbrigðisráðuneytis,“ segir Jakob. „Að mati okkar er beiðni sú fullkomlega sambærileg þeim undanþágum sem þegar hafa verið veittar og við því vongóð um jákvæð svör.“ Óskað hafi verið eftir því að ráðuneytið afgreiddi málið fyrir klukkan tvö í dag til að hægt sé að gera ráðstafanir í samræmi við niðurstöðuna. „Við vitum því meira seinnipartinn,“ segir Jakob. 200 skötuskammtar á leið í ruslið Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sendu í morgun bréf á heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir undanþágu frá hertum sóttvarnareglum fyrir hönd 130 veitingahúsa víðs vegar af landinu. Blik Bistro & Grill í Mosfellsbæ hefur sóst eftir undanþágu á Þorláksmessu í skötuveisluna. „Um 500 manns voru skráðir yfir daginn og vegna hertra sóttvarnaraðgerða hefur þessi fjöldi fallið í 300 manns. Við munum að sjálfsögðu fylgja öllum sóttvörnum í 20 manns í hólfi en vildum svo sannarlega halda því í 50 fram að jólum. Við höfum pantað inn hráefni fyrir 500 manns og er við því búist að 200 skammtar lendi í ruslinu með tilheyrandi kostnaði,“ segir Ólafur Björn Guðmundsson eigandi Blik Bistro & Grill. Veitingastaðir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Dæmi eru um að tónleikahaldarar hafi fengið undanþágu frá samkomutakmörkunum á Þorláksmessu. Bubbi Morthens fékk leyfi fyrir tónleikum í Hörpu og Emmsjé Gauti fyrir þrennum tónleikum í Háskólabíó. Var vísað til þess að tónleikahaldarar hefðu ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. Jakob ávarpar viðskiptavini Jómfrúarinnar á Facebook, fastagesti á Þorláksmessu. „Ég fæ að ávarpa ykkur hér þar sem við, sökum anna, höfum ekki tækifæri á að vera í beinu sambandi. Vegna morgundagsins og yfirvofandi þyngdra takmarkanna, sem koma sér afar illa fyrir okkar fallega dag, þá hefur Jómfrúin óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna morgundagsins 23. desember til Heilbrigðisráðuneytis,“ segir Jakob. „Að mati okkar er beiðni sú fullkomlega sambærileg þeim undanþágum sem þegar hafa verið veittar og við því vongóð um jákvæð svör.“ Óskað hafi verið eftir því að ráðuneytið afgreiddi málið fyrir klukkan tvö í dag til að hægt sé að gera ráðstafanir í samræmi við niðurstöðuna. „Við vitum því meira seinnipartinn,“ segir Jakob. 200 skötuskammtar á leið í ruslið Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sendu í morgun bréf á heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir undanþágu frá hertum sóttvarnareglum fyrir hönd 130 veitingahúsa víðs vegar af landinu. Blik Bistro & Grill í Mosfellsbæ hefur sóst eftir undanþágu á Þorláksmessu í skötuveisluna. „Um 500 manns voru skráðir yfir daginn og vegna hertra sóttvarnaraðgerða hefur þessi fjöldi fallið í 300 manns. Við munum að sjálfsögðu fylgja öllum sóttvörnum í 20 manns í hólfi en vildum svo sannarlega halda því í 50 fram að jólum. Við höfum pantað inn hráefni fyrir 500 manns og er við því búist að 200 skammtar lendi í ruslinu með tilheyrandi kostnaði,“ segir Ólafur Björn Guðmundsson eigandi Blik Bistro & Grill.
Veitingastaðir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57