Milljarða tjón vegna saknæmrar háttsemi dómara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2021 13:31 TF-GPA var kyrrsett vegna skuldar WOW við Isavia Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið og bandaríska flugvélaleigan ALC hafa verið dæmt til að greiða Isavia 2,5 milljarða króna í tengslum við deilu Isavia og ALC um yfirráð yfir flugvél flugfélagsins sáluga Wow air. Héraðsdómur Reykjavíkur telur að dómari við Héraðsdóm Reykjanes hafi komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni. Málið má rekja til deilna Isavia og ALC um yfirráð yfir Airbus þotu Wow Air. Isavia hafði kyrrsett þotuna árið 2019 vegna skulda flugfélagsins Wow air sem varð gjaldþrota sama ár. ALC, sem eigandi flugvélarinnar, taldi hins vegar að Isavia mætti ekki halda vélinni sem tryggingu vegna gjaldþrots annars félags, Wow air. Þotunni var flogið burt eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness Málið kom til kasta dómstóla hér á landi en endaði á því að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja umrædda vél vegna greiðslna sem tengdust vélinni sjálfri, ekki heildarskuldar Wow air við Isavia. Tekið var fram í úrskurði Héraðsdóms að réttaaráhrif úrskurðarins frestuðust ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar og síðar Hæstaréttar, sem Isavia gerði. Það gerði það að verkum að ALC greiddi gjöldin sem tengdust vélinni og var henni að lokum snarlega flogið af landi brott. Isavia sætti sig ekki við þessa niðurstöðu og stefndi íslenska ríkinu og ALC til greiðslu 2,2 milljarða skaðabóta vegna málsins. Taldi Isavia að úrskurði sínum hafi dómari við Héraðsdóm Reykjaness sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við úrlausn málsins. Félagið hafi verið svipt tryggingu fyrir umræddri skuld. Dómarinn hafi sýnt af sér saknæma háttsemi Niðurstaða fékkst í málið í gær og komst Héraðsdómur Reykjavíkur af því að dómur Héraðsdóms Reykjaness hafi verið rangur og byggður á röngum forsendum vegna saknæmra mistaka dómara málsins. Vinnuvélum var komið fyrir svo vélin gæti ekki farið af landi brott.Visir/Vilhelm Segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að dómarinn í Héraðsdómi Reykjaness hafi litið framhjá rökstuðningi Landsréttar, æðri réttar, í sama máli og haldið sig við túlkun á lagaákvæði sem gengi í berhögg við túlkun Landsréttar. Telur Héraðsdómur Reykjavíkur einnig að umræddur héraðsdómari hafi sýnt af sér saknæma háttsemi er hann féllst ekki á kröfu um að málskot myndi fresta aðfarargerð á grundvelli úrskurðarins. Segir að dómarinn hafi mátt vita að rétta væri að fresta aðfararaðgerðinni þar til niðurstaða æðri dómstóls lægi fyrir. Með þessu hafi íslenska ríkið og ALC bakað Isavia tjón upp á rúma 2,5 milljarða króna. Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða Isavia 15 milljónir vegna málskostnaðar. Fréttir af flugi Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2019 09:38 Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar sem hafnaði kröfu Isavia um að fá úrskurð Héraðsdóms Reykjaness felldan úr gildi þess efnis Isavia yrði að afhenda bandaríska leigufélaginu ALC Airbus-þotu sem Isavia hafði kyrrsett gegn öllum skuldum flugfélagsins WOW air. 23. september 2019 17:23 Landsréttur taldi Isavia ekki hafa lögvarða kröfu því ALC hafði fengið þotuna Landsréttur hafnaði kröfu Isavia um að úrskurður Héraðsdóms Reykjaness yrði felldur úr gildi. 31. ágúst 2019 22:25 Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Málið má rekja til deilna Isavia og ALC um yfirráð yfir Airbus þotu Wow Air. Isavia hafði kyrrsett þotuna árið 2019 vegna skulda flugfélagsins Wow air sem varð gjaldþrota sama ár. ALC, sem eigandi flugvélarinnar, taldi hins vegar að Isavia mætti ekki halda vélinni sem tryggingu vegna gjaldþrots annars félags, Wow air. Þotunni var flogið burt eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness Málið kom til kasta dómstóla hér á landi en endaði á því að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja umrædda vél vegna greiðslna sem tengdust vélinni sjálfri, ekki heildarskuldar Wow air við Isavia. Tekið var fram í úrskurði Héraðsdóms að réttaaráhrif úrskurðarins frestuðust ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar og síðar Hæstaréttar, sem Isavia gerði. Það gerði það að verkum að ALC greiddi gjöldin sem tengdust vélinni og var henni að lokum snarlega flogið af landi brott. Isavia sætti sig ekki við þessa niðurstöðu og stefndi íslenska ríkinu og ALC til greiðslu 2,2 milljarða skaðabóta vegna málsins. Taldi Isavia að úrskurði sínum hafi dómari við Héraðsdóm Reykjaness sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við úrlausn málsins. Félagið hafi verið svipt tryggingu fyrir umræddri skuld. Dómarinn hafi sýnt af sér saknæma háttsemi Niðurstaða fékkst í málið í gær og komst Héraðsdómur Reykjavíkur af því að dómur Héraðsdóms Reykjaness hafi verið rangur og byggður á röngum forsendum vegna saknæmra mistaka dómara málsins. Vinnuvélum var komið fyrir svo vélin gæti ekki farið af landi brott.Visir/Vilhelm Segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að dómarinn í Héraðsdómi Reykjaness hafi litið framhjá rökstuðningi Landsréttar, æðri réttar, í sama máli og haldið sig við túlkun á lagaákvæði sem gengi í berhögg við túlkun Landsréttar. Telur Héraðsdómur Reykjavíkur einnig að umræddur héraðsdómari hafi sýnt af sér saknæma háttsemi er hann féllst ekki á kröfu um að málskot myndi fresta aðfarargerð á grundvelli úrskurðarins. Segir að dómarinn hafi mátt vita að rétta væri að fresta aðfararaðgerðinni þar til niðurstaða æðri dómstóls lægi fyrir. Með þessu hafi íslenska ríkið og ALC bakað Isavia tjón upp á rúma 2,5 milljarða króna. Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða Isavia 15 milljónir vegna málskostnaðar.
Fréttir af flugi Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2019 09:38 Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar sem hafnaði kröfu Isavia um að fá úrskurð Héraðsdóms Reykjaness felldan úr gildi þess efnis Isavia yrði að afhenda bandaríska leigufélaginu ALC Airbus-þotu sem Isavia hafði kyrrsett gegn öllum skuldum flugfélagsins WOW air. 23. september 2019 17:23 Landsréttur taldi Isavia ekki hafa lögvarða kröfu því ALC hafði fengið þotuna Landsréttur hafnaði kröfu Isavia um að úrskurður Héraðsdóms Reykjaness yrði felldur úr gildi. 31. ágúst 2019 22:25 Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2019 09:38
Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar sem hafnaði kröfu Isavia um að fá úrskurð Héraðsdóms Reykjaness felldan úr gildi þess efnis Isavia yrði að afhenda bandaríska leigufélaginu ALC Airbus-þotu sem Isavia hafði kyrrsett gegn öllum skuldum flugfélagsins WOW air. 23. september 2019 17:23
Landsréttur taldi Isavia ekki hafa lögvarða kröfu því ALC hafði fengið þotuna Landsréttur hafnaði kröfu Isavia um að úrskurður Héraðsdóms Reykjaness yrði felldur úr gildi. 31. ágúst 2019 22:25
Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00
Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54