Sóttvarnabrot og ofbeldi gegn lögreglu á Þorláksmessu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 07:21 Nóttin virðist hafa verið annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í að minnsta kosti tvö útköll í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur lék á um sóttvarnabrot. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna við umferðareftirlit lögreglu. Afskipti voru höfð af veitingastað klukkan hálf tólf í miðborginni í gærkvöldi vegna brota á sóttvarnarlögum. Átján gestir voru á staðnum með drykk í hönd þegar lögreglu bar að garði en samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum ber öllum gestum að yfirgefa veitingastaði klukkan 22. Ekið var aftan á bifreið skömmu fyrir klukkan 18 í gær en ökumaðurinn reyndi að stinga af í kjölfarið. Sá sem ekið var aftan á slasaðist lítillega en honum tókst að elta ökumanninn og gera lögreglu viðvart. Lögregla komst fljótlega á sporið og tókst að hafa uppi á ökumanninum. Málið er í rannsókn. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbænum rétt eftir miðnætti í nótt en hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn er grunaður um sóttvarnabrot og í dagbók lögreglu segir að maðurinn liggi einnig undir grun fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Annar var handtekinn fyrir sambærilegt athæfi í Vesturbænum rétt eftir miðnætti en sá neitaði að hlíta fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Lögregla var með umferðareftirlit á Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur en þrjátíu og fimm bifreiðar voru stöðvaðar við eftirlitið. Tveimur ökumönnum var gert að hætta akstri, grunaðir um ölvun undir stýri. Lögregla stöðvaði þar að auki nokkra ökumenn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu sem ýmist voru sviptir ökuréttindum, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og í einhverjum tilfellum hvort tveggja. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Sjá meira
Afskipti voru höfð af veitingastað klukkan hálf tólf í miðborginni í gærkvöldi vegna brota á sóttvarnarlögum. Átján gestir voru á staðnum með drykk í hönd þegar lögreglu bar að garði en samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum ber öllum gestum að yfirgefa veitingastaði klukkan 22. Ekið var aftan á bifreið skömmu fyrir klukkan 18 í gær en ökumaðurinn reyndi að stinga af í kjölfarið. Sá sem ekið var aftan á slasaðist lítillega en honum tókst að elta ökumanninn og gera lögreglu viðvart. Lögregla komst fljótlega á sporið og tókst að hafa uppi á ökumanninum. Málið er í rannsókn. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbænum rétt eftir miðnætti í nótt en hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn er grunaður um sóttvarnabrot og í dagbók lögreglu segir að maðurinn liggi einnig undir grun fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Annar var handtekinn fyrir sambærilegt athæfi í Vesturbænum rétt eftir miðnætti en sá neitaði að hlíta fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Lögregla var með umferðareftirlit á Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur en þrjátíu og fimm bifreiðar voru stöðvaðar við eftirlitið. Tveimur ökumönnum var gert að hætta akstri, grunaðir um ölvun undir stýri. Lögregla stöðvaði þar að auki nokkra ökumenn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu sem ýmist voru sviptir ökuréttindum, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og í einhverjum tilfellum hvort tveggja.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Sjá meira