Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var mikill eldur í geymslunni þegar slökkvilið bar að garði. Nokkrir bílar loguðu og var mikill reykur og hiti í bílakjallaranum. Slökkvistarf mun þó hafa gengið nokkuð vel og eru slökkviliðsmenn byrjaðir að skila sér aftur í hús.
Engan sakaði í brunanum.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru 26 bílar í bílakjallaranum og er unnið að reykræstingu.
Eins og áður segir brunnu þrír bílar en eldurinn er talinn hafa kviknað í einum þeirra.
Hér að neðan má sjá myndband frá vettvangi.
Fréttin hefur verið uppfærð.