Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 12:08 Arnar Þór Jónsson er lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Sigurjón Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum hafa aðeins einu sinni verið dæmdar ólögmætar en það var þegar allir Íslendingar sem komu til landsins voru skikkaðir til að dvelja í sóttkví á farsóttahúsum. Allir fimm sem kæra hafa nú setið einkennalausir í einangrun í viku. Það er Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem er lögmaður fólksins. Hann segir ljóst að ætli sóttvarnalæknir sér að svipta fólk frelsi verði mjög sterk vísindaleg gögn að liggja að baki þeirri ákvörðun. „Og það eru mörg vísindaleg gögn sem benda í aðra átt. Til dæmis það að PCR-próf séu ekki áreiðanleg. Og annað að það er risastór rannsókn á milljónum manna sem bendir til þess að einkennalausir smiti ekki,“ segir Arnar Þór. Hann segir undarlegt að sóttvarnalæknir leggi ómíkron-afbrigðið að jöfnu við fyrri afbrigði veirunnar þegar kemur að frelsissviptandi aðgerðum. Það sé auðvitað meira smitandi en allt bendi til þess að það valdi vægari veikindum. Skrýtið að sömu reglur gildi um alla „Það sem er náttúrulega svo óþægilegt við þessar aðgerðir er að það er bara verið að beita breiðvirkum aðgerðum á alla. Það er ekkert horft á það sko að við erum öll höfum mismunandi sterkt ónæmi gegn þessum veirum. Það er þúsundfaldur munur, til dæmis, á börnum og gamalmennum,“ segir Arnar Þór. Hann segir mikilvægt að ræða þessi mál og að dómstólar veðri að sinna aðhaldshlutverki sínu þegar stjórnvöld svipti borgara sína frelsi. Það sé borgaraleg skylda fólksins sem kærir að koma málinu til meðferðar hjá dómsvaldinu. Honum þykir fólk hafa látið of lítið í sér heyra í gegn um faraldurinn. „Já, en það er mín persónulega skoðun og hefur verið frá upphafi. Ég veit að meirihluti Íslendinga er alls ekki á þeirri skoðun og hefur viljað dansa kónga á eftir sóttvarnalækni og vill ekkert hætta því. En það verður auðvitað, eins og ég hef margsagt, að veita öllu valdi aðhald,“ segir Arnar Þór. Uppfært klukkan 16:30: Í upprunalegu fréttinni stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem reynt sé á lögmæti einangrunar fyrir dómi. Það hefur tvisvar gerst áður og var ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun dæmd lögleg í bæði skiptin, fyrst með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 2020 og svo 13. apríl 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Aðgerðir stjórnvalda í faraldrinum hafa aðeins einu sinni verið dæmdar ólögmætar en það var þegar allir Íslendingar sem komu til landsins voru skikkaðir til að dvelja í sóttkví á farsóttahúsum. Allir fimm sem kæra hafa nú setið einkennalausir í einangrun í viku. Það er Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sem er lögmaður fólksins. Hann segir ljóst að ætli sóttvarnalæknir sér að svipta fólk frelsi verði mjög sterk vísindaleg gögn að liggja að baki þeirri ákvörðun. „Og það eru mörg vísindaleg gögn sem benda í aðra átt. Til dæmis það að PCR-próf séu ekki áreiðanleg. Og annað að það er risastór rannsókn á milljónum manna sem bendir til þess að einkennalausir smiti ekki,“ segir Arnar Þór. Hann segir undarlegt að sóttvarnalæknir leggi ómíkron-afbrigðið að jöfnu við fyrri afbrigði veirunnar þegar kemur að frelsissviptandi aðgerðum. Það sé auðvitað meira smitandi en allt bendi til þess að það valdi vægari veikindum. Skrýtið að sömu reglur gildi um alla „Það sem er náttúrulega svo óþægilegt við þessar aðgerðir er að það er bara verið að beita breiðvirkum aðgerðum á alla. Það er ekkert horft á það sko að við erum öll höfum mismunandi sterkt ónæmi gegn þessum veirum. Það er þúsundfaldur munur, til dæmis, á börnum og gamalmennum,“ segir Arnar Þór. Hann segir mikilvægt að ræða þessi mál og að dómstólar veðri að sinna aðhaldshlutverki sínu þegar stjórnvöld svipti borgara sína frelsi. Það sé borgaraleg skylda fólksins sem kærir að koma málinu til meðferðar hjá dómsvaldinu. Honum þykir fólk hafa látið of lítið í sér heyra í gegn um faraldurinn. „Já, en það er mín persónulega skoðun og hefur verið frá upphafi. Ég veit að meirihluti Íslendinga er alls ekki á þeirri skoðun og hefur viljað dansa kónga á eftir sóttvarnalækni og vill ekkert hætta því. En það verður auðvitað, eins og ég hef margsagt, að veita öllu valdi aðhald,“ segir Arnar Þór. Uppfært klukkan 16:30: Í upprunalegu fréttinni stóð að þetta væri í fyrsta skipti sem reynt sé á lögmæti einangrunar fyrir dómi. Það hefur tvisvar gerst áður og var ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun dæmd lögleg í bæði skiptin, fyrst með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. október 2020 og svo 13. apríl 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira