Fyrstu orð Eriksen eftir að hjartað stöðvaðist: „Hvað í fjandanum gerðist?“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 16:00 Það tóku við taugatrekkjandi mínútur hjá öllum þeim sem sáu Christian Eriksen hníga niður á EM í sumar, ekki síst liðsfélögum hans sem mynduðu hring um hann á vellinum. Getty/Friedemann Vogel Liðsfélagar Christians Eriksen í danska landsliðinu í fótbolta veittu góða innsýn inn í það sem á gekk á Evrópumótinu í sumar í nýrri heimildarmynd DR um danska landsliðið. Í myndinni er að sjálfsögðu talsvert fjallað um það þegar Eriksen hneig niður vegna hjartastopps, í leik gegn Finnlandi á Parken í riðlakeppninni. „Þegar Christian vaknar segir hann eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“,“ segir Joakim Mæhle sem er meðal þeirra sem tjá sig um atvikið. Mæhle sendi boltann á Eriksen úr innkasti, rétt áður en Eriksen hneig niður. „Ég stend þarna með boltann í höndunum og ætla að kasta á Christian og sé að hann fellur við, en þá hugsaði ég ekki meira um það því boltinn fór af hnénu hans. Þetta var undarleg sending frá honum en boltinn féll vel fyrir mig. Svo heyri ég fólkið á bakvið mig, því ég er alveg við áhorfendurna, hlæja smávegis því ég held að fólk hafi haldið að hann hafi dottið,“ sagði Mæhle sem af myndum að dæma var svo fljótur að átta sig á að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Ég lít aftur á Christian og sé í augunum að hann er alveg farinn, og hugsaði strax með mér að við þyrftum að fá hjálp,“ sagði Mæhle. Allt svart þegar sjúkraþjálfarinn sagði að Eriksen andaði ekki Hjálpin barst sem betur fer strax. Leikmenn mynduðu hring í kringum Eriksen en horfðu í aðra átt á meðan að læknar björguðu lífi hans. „Þegar Skjoldager [Morten Skjoldager, sjúkraþjálfari landsliðsins] segir að hann andi ekki, þá verður bara allt svart,“ sagði Mæhle hikandi. „Þegar Christian vaknar segir hann svo eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“ Ég fann fyrir stórkostlegum létti við að heyra hann tala og vera nánast bara eins og hann sjálfur, eftir að hafa verið nýbúinn að sjá að hann gæti ekki andað. Ég hafði samt líka heyrt að menn gætu farið aftur í hjartastopp eða fengið áfall, svo ég var enn ekki viss um að allt væri hundrað prósent í lagi,“ sagði Mæhle. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og mögulegt er að hann haldi áfram að spila fótbolta, þó að ekki verði það með Inter á Ítalíu en hann fékk samningi sínum við félagið rift fyrr í þessum mánuði. Reglur á Ítalíu banna að leikmenn spili með bjargráð. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira
Í myndinni er að sjálfsögðu talsvert fjallað um það þegar Eriksen hneig niður vegna hjartastopps, í leik gegn Finnlandi á Parken í riðlakeppninni. „Þegar Christian vaknar segir hann eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“,“ segir Joakim Mæhle sem er meðal þeirra sem tjá sig um atvikið. Mæhle sendi boltann á Eriksen úr innkasti, rétt áður en Eriksen hneig niður. „Ég stend þarna með boltann í höndunum og ætla að kasta á Christian og sé að hann fellur við, en þá hugsaði ég ekki meira um það því boltinn fór af hnénu hans. Þetta var undarleg sending frá honum en boltinn féll vel fyrir mig. Svo heyri ég fólkið á bakvið mig, því ég er alveg við áhorfendurna, hlæja smávegis því ég held að fólk hafi haldið að hann hafi dottið,“ sagði Mæhle sem af myndum að dæma var svo fljótur að átta sig á að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Ég lít aftur á Christian og sé í augunum að hann er alveg farinn, og hugsaði strax með mér að við þyrftum að fá hjálp,“ sagði Mæhle. Allt svart þegar sjúkraþjálfarinn sagði að Eriksen andaði ekki Hjálpin barst sem betur fer strax. Leikmenn mynduðu hring í kringum Eriksen en horfðu í aðra átt á meðan að læknar björguðu lífi hans. „Þegar Skjoldager [Morten Skjoldager, sjúkraþjálfari landsliðsins] segir að hann andi ekki, þá verður bara allt svart,“ sagði Mæhle hikandi. „Þegar Christian vaknar segir hann svo eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“ Ég fann fyrir stórkostlegum létti við að heyra hann tala og vera nánast bara eins og hann sjálfur, eftir að hafa verið nýbúinn að sjá að hann gæti ekki andað. Ég hafði samt líka heyrt að menn gætu farið aftur í hjartastopp eða fengið áfall, svo ég var enn ekki viss um að allt væri hundrað prósent í lagi,“ sagði Mæhle. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og mögulegt er að hann haldi áfram að spila fótbolta, þó að ekki verði það með Inter á Ítalíu en hann fékk samningi sínum við félagið rift fyrr í þessum mánuði. Reglur á Ítalíu banna að leikmenn spili með bjargráð.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Sjá meira