Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 19:00 Allir vinna er heiti stjórnvalda á fullri endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Fyrir úrræðið var endurgreiðslan upp á 60 prósent af virðisaukaskatti. vísir/vilhelm Fjármálaráðuneytið telur að úrræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við hallarekstur sinn og veiki skattkerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úrræðið framlengt út næsta ár. Verkefnið sem hefur verið kallað Allir vinna felur í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Endurgreiðslan var í 60 prósentum en með Allir vinna er hún komin upp í 100 prósent. Því var komið á sem viðspyrnuaðgerð í heimsfaraldrinum. Úrræðið átti að renna út um áramót en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt það til í hinum svokallaða bandormi vegna fjárlaga að framlengja úrræðið um ár. Endurgreiðsla 100 prósent virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða fellur þó niður. Bandormurinn verður að öllum líkindum samþykktur á morgun. Þetta er gert þrátt fyrir athugasemdir sem fjármálaráðuneytið kom fram með í minnisblaði sínu um verkefnið fyrr í mánuðinum. Þar segir að aðgerð sem þessi sé til þess fallin að grafa undan skattkerfinu og skilvirkni þess. Auk þess torveldi það það verkefni að rétta við hallarekstur ríkissjóðs. „Svo bendir ráðuneytið líka á að það hefur ekki verið sýnt fram á að úrræðið dragi úr svartri atvinnustarfsemi eða stuðli að endilega að betri skattskilum. Það liggja ekki fyrir neinar greiningar á þessu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í andsvari sínu við ræðu formanns nefndarinnar um málið á þingi í dag. Jóhann Páll er fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd.vísir/vilhelm „Mig langar að spyrja hvers vegna meirihluti nefndarinnar bregst ekki við þessum þungu og alvarlegu viðvörunarorðum. Vegna þess að við sjáum ekki oft þar sem ráðuneytið er beinlínis að vara alþingi við hagstjórnarmistökum?“ Reiknað er með að verkefnið kosti ríkissjóð á áttunda milljarð króna. Formaður nefndarinnar bendir hins vegar á að með því að gefa ekki upp vinnu til skatts geti kaupandi komið sér hjá því að greiða virðisaukaskatt og seljandi vinnunnar sloppið við tekjuskatt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar.vísir/vilhelm „Þannig ég held að það sé óyggjandi að þessi vinna sé gefin upp og sé uppi á borðum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Verkefnið sem hefur verið kallað Allir vinna felur í sér hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af ákveðinni byggingarvinnu. Endurgreiðslan var í 60 prósentum en með Allir vinna er hún komin upp í 100 prósent. Því var komið á sem viðspyrnuaðgerð í heimsfaraldrinum. Úrræðið átti að renna út um áramót en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lagt það til í hinum svokallaða bandormi vegna fjárlaga að framlengja úrræðið um ár. Endurgreiðsla 100 prósent virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða fellur þó niður. Bandormurinn verður að öllum líkindum samþykktur á morgun. Þetta er gert þrátt fyrir athugasemdir sem fjármálaráðuneytið kom fram með í minnisblaði sínu um verkefnið fyrr í mánuðinum. Þar segir að aðgerð sem þessi sé til þess fallin að grafa undan skattkerfinu og skilvirkni þess. Auk þess torveldi það það verkefni að rétta við hallarekstur ríkissjóðs. „Svo bendir ráðuneytið líka á að það hefur ekki verið sýnt fram á að úrræðið dragi úr svartri atvinnustarfsemi eða stuðli að endilega að betri skattskilum. Það liggja ekki fyrir neinar greiningar á þessu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í andsvari sínu við ræðu formanns nefndarinnar um málið á þingi í dag. Jóhann Páll er fulltrúi Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd.vísir/vilhelm „Mig langar að spyrja hvers vegna meirihluti nefndarinnar bregst ekki við þessum þungu og alvarlegu viðvörunarorðum. Vegna þess að við sjáum ekki oft þar sem ráðuneytið er beinlínis að vara alþingi við hagstjórnarmistökum?“ Reiknað er með að verkefnið kosti ríkissjóð á áttunda milljarð króna. Formaður nefndarinnar bendir hins vegar á að með því að gefa ekki upp vinnu til skatts geti kaupandi komið sér hjá því að greiða virðisaukaskatt og seljandi vinnunnar sloppið við tekjuskatt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar.vísir/vilhelm „Þannig ég held að það sé óyggjandi að þessi vinna sé gefin upp og sé uppi á borðum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira