Innlent

Brotist inn hjá Simma Vill

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigmar segir engar skemmdir hafa verið unnar á veitingastaðnum og innbrotsþjófurinn hafi lítið haft upp úr krafsinu.
Sigmar segir engar skemmdir hafa verið unnar á veitingastaðnum og innbrotsþjófurinn hafi lítið haft upp úr krafsinu. Instagram

Brotist var inn í veitingastaðinn Barion Bryggjan í nótt en hann rekur Sigmar Vilhjálmsson, sem kallast jafnan Simmi Vill. Innbrotsþjófurinn komst í sjóðsvélar en engar skemmdir urðu á veitingastaðnum.

Í samtali við Vísi segir Sigmar að innbrotsþjófurinn hafi spennt upp glugga til að komast inn. Þá hafi hann farið í sjóðsvélar og tekið þar smámynt áður en hann þurfti frá að hverfa.

Sigmar segir engar skemmdir hafa verið unnar á veitingastaðnum og innbrotsþjófurinn hafi lítið haft upp úr krafsinu.

Sigmar tilkynnti í gær að Barion yrði lokaður á dögunum vegna veikinda starfsmanna.

„Ég hef nú látið hafa eftir mér að það sé margir betri staðir til þess fallnir að brjótast inn í en veitingastaðir á tímum Covid-19,“ sagði Simmi í samtali við Vísi. Hann segir málið á höndum lögreglu sem hafi kallað eftir upptökum úr öryggismyndavélum. Þar sjáist innbrotsþjófurinn fara um veitingastaðinn.

Sigmar sagði frá innbrotinu á Instagram í morgun en þar sagði hann einnig að innbrotsþjófar væru ekki líklegir til að græða mikið á því að brjótast inn á veitingastaði á þessum tímum en það væri líklegast ekkert gáfaðasta fólkið sem gerði slíkt.

Þá sagði hann ljóst að enginn gerði svona nema í einhverskonar neyð og hann vonaðist til þess að viðkomandi gæti notað klinkið sem hann hafi fengið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×