Segir Covid-færslu LeBron James flekka mannorð hans Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 15:31 Kareem Abdul-Jabbar og LeBron James eiga gott pláss í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta. Samsett/Getty LeBron James hefur verið harðlega gagnrýndur af annarri körfuboltagoðsögn, Kareem Abdul-Jabbar, eftir færslu tengda kórónuveirufaraldrinum sem James setti inn á Instagram. James birti þekkta „meme-mynd“ af þremur Köngulóarmönnum sem benda hver á annan, og skrifaði „kvef“ við einn þeirra, „flensa“ við annan og „Covid“ við þann þriðja, og bað fólk um að hjálpa sér. View this post on Instagram A post shared by (@kingjames) James virtist þannig orðinn þreyttur á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins sem haft hafa til að mynda mikil áhrif á NBA-deildina sem hann spilar í, þrátt fyrir að flestir leikmenn sem undanfarið greinast með veiruna hafi samkvæmt fréttum verið einkennalausir eða fundið fyrir litlum einkennum. Abdul-Jabbar er á meðal þeirra sem finnst James með þessu gera of lítið úr Covid-19 sem Sports Illustrated segir hafa dregið 800.000 Bandaríkjamenn til dauða. Abdul-Jabbar segir að til að svara vangaveltum James þá sé það afskaplega sjaldgæft sé að fólk deyi úr kvefi og dánartíðni vegna flensu sé mun lægri en vegna Covid-19. Þurfi að vera eins kraftmikill talsmaður bólusetninga James er sjálfur bólusettur gegn veirunni en Abdul-Jabbar óttast að færsla hans leiði til þess að færri fari í bólusetningu en ella. Abdul-Jabbar gekk svo langt að segja færslu James „dælda verðuga arfleifð hans“. James hafi með færslunni gefið í skyn að enginn munur sé á kvefi og Covid-19, þrátt fyrir allar þær upplýsingar um annað sem birst hafi í fjölmiðlum. Abdul-Jabbar benti á gögn frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem segja að óbólusettir séu fimm sinnum líklegri til að enda á sjúkrahúsi vegna Covid-19, og fjórtán sinnum líklegri til að deyja en bólusettir sjúklingar. „Á sama tíma og LeBron er nauðsynleg og kraftmikil gagnrýnisrödd gegn lögregluofbeldi í garð svarts fólks, þá þarf hann að vera sami nauðsynlegi og kraftmikli talsmaður bólusetninga, sem gætu bjargað lífi þúsunda svartra núna strax,“ skrifaði Abdul-Jabbar. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
James birti þekkta „meme-mynd“ af þremur Köngulóarmönnum sem benda hver á annan, og skrifaði „kvef“ við einn þeirra, „flensa“ við annan og „Covid“ við þann þriðja, og bað fólk um að hjálpa sér. View this post on Instagram A post shared by (@kingjames) James virtist þannig orðinn þreyttur á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins sem haft hafa til að mynda mikil áhrif á NBA-deildina sem hann spilar í, þrátt fyrir að flestir leikmenn sem undanfarið greinast með veiruna hafi samkvæmt fréttum verið einkennalausir eða fundið fyrir litlum einkennum. Abdul-Jabbar er á meðal þeirra sem finnst James með þessu gera of lítið úr Covid-19 sem Sports Illustrated segir hafa dregið 800.000 Bandaríkjamenn til dauða. Abdul-Jabbar segir að til að svara vangaveltum James þá sé það afskaplega sjaldgæft sé að fólk deyi úr kvefi og dánartíðni vegna flensu sé mun lægri en vegna Covid-19. Þurfi að vera eins kraftmikill talsmaður bólusetninga James er sjálfur bólusettur gegn veirunni en Abdul-Jabbar óttast að færsla hans leiði til þess að færri fari í bólusetningu en ella. Abdul-Jabbar gekk svo langt að segja færslu James „dælda verðuga arfleifð hans“. James hafi með færslunni gefið í skyn að enginn munur sé á kvefi og Covid-19, þrátt fyrir allar þær upplýsingar um annað sem birst hafi í fjölmiðlum. Abdul-Jabbar benti á gögn frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem segja að óbólusettir séu fimm sinnum líklegri til að enda á sjúkrahúsi vegna Covid-19, og fjórtán sinnum líklegri til að deyja en bólusettir sjúklingar. „Á sama tíma og LeBron er nauðsynleg og kraftmikil gagnrýnisrödd gegn lögregluofbeldi í garð svarts fólks, þá þarf hann að vera sami nauðsynlegi og kraftmikli talsmaður bólusetninga, sem gætu bjargað lífi þúsunda svartra núna strax,“ skrifaði Abdul-Jabbar.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira