Eldurinn uppgötvaðist eftir að lögreglu var tilkynnt um mikinn reyk um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi sem lagði frá neðra svæði Kubbs á Nýja hrauni.
Í tilkynningu frá lögreglu er óskað eftir upplýsingum um mannaferðir á svæði Kubbs í gærkvöldi í þágu rannsóknar málsins. Fólk sem telur sig búa yfir upplýsingum sem varpað gæti ljósi á málið er hvatt til að hafa samband við lögreglu í síma 444 2090 eða í gegnum Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.