Slökkviliðið biður fólk um að hætta að kveikja í ruslagámum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 07:31 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Höfuðborgarbúar virðast hafa vakið lengi fram eftir í gærnótt ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal verkefna lögreglunnar voru gróðureldar á Seltjarnarnesi, sem tilkynnt var um rétt eftir miðnætti í nótt. Eldurinn var minniháttar og tókst lögreglu fljótlega að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið telur að flugeldar hafi komið við sögu. Slökkviliðið varaði við notkun flugelda á gróðurmiklum svæðum fyrr í vikunni en þurrt hefur verið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Oft þarf ekki nema litla glóð úr flugeld, til að kveikja mikinn eld. Slökkviliðið kvatt á vettvang í Kópavoginum skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi vegna elds í gámi. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að kveikt hafi verið í gáminum með flugeldum. Slökkviliðið biður landsmenn um að „hætta að kveikja í gámum,“ enda hafi slökkviliðsmenn í nægu að snúast þessa dagana. Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys í Mosfellsbæ skömmu fyrir eitt í gærnótt en ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Hann var fluttur til aðhlynningar á bráðamóttöku og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Fleiri virðast hafa drukkið of mikið í gærkvöldi en lögreglu var tilkynnt um „ofurölvaða“ konu í miðborginni í gærnótt. Konan fékk að leita skýlis í fangageymslu. Skömmu síðar fór lögregla í sambærilegt útkall en þar kvaðst ölvaður maður ekki hafa í nein hús að vernda. Hann bað um að fá að gista í fangageymslu, sem hann fékk. Þá barst lögreglu tilkynning um minniháttar eignaspjöll í Breiðholtinu og um tveimur tímum síðar fór lögregla í annað útkall í sama hverfi vegna líkamsárásar. Meiðsli eru sögð hafa verið minniháttar. Í miðborginni var tilkynnt um rúðubrot klukkan hálf níu í gærkvöldi en sökudólgurinn er enn ófundinn. Tilkynnt var um innbrot í verslun í sama hverfi skömmu eftir klukkan fjögur í nótt, en ekki er vitað hverju var stolið. Þetta segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30. desember 2021 00:48 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Slökkviliðið varaði við notkun flugelda á gróðurmiklum svæðum fyrr í vikunni en þurrt hefur verið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Oft þarf ekki nema litla glóð úr flugeld, til að kveikja mikinn eld. Slökkviliðið kvatt á vettvang í Kópavoginum skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi vegna elds í gámi. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að kveikt hafi verið í gáminum með flugeldum. Slökkviliðið biður landsmenn um að „hætta að kveikja í gámum,“ enda hafi slökkviliðsmenn í nægu að snúast þessa dagana. Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys í Mosfellsbæ skömmu fyrir eitt í gærnótt en ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Hann var fluttur til aðhlynningar á bráðamóttöku og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Fleiri virðast hafa drukkið of mikið í gærkvöldi en lögreglu var tilkynnt um „ofurölvaða“ konu í miðborginni í gærnótt. Konan fékk að leita skýlis í fangageymslu. Skömmu síðar fór lögregla í sambærilegt útkall en þar kvaðst ölvaður maður ekki hafa í nein hús að vernda. Hann bað um að fá að gista í fangageymslu, sem hann fékk. Þá barst lögreglu tilkynning um minniháttar eignaspjöll í Breiðholtinu og um tveimur tímum síðar fór lögregla í annað útkall í sama hverfi vegna líkamsárásar. Meiðsli eru sögð hafa verið minniháttar. Í miðborginni var tilkynnt um rúðubrot klukkan hálf níu í gærkvöldi en sökudólgurinn er enn ófundinn. Tilkynnt var um innbrot í verslun í sama hverfi skömmu eftir klukkan fjögur í nótt, en ekki er vitað hverju var stolið. Þetta segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30. desember 2021 00:48 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Sinubruni vegna flugelda: „Það mátti litlu muna“ Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 30. desember 2021 00:48