Watford neitar að hleypa Dennis á Afríkumótið Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. janúar 2022 11:01 Dennis efur verið einn besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. EPA-EFE/VICKIE FLORES Skærasta stjarna enska úrvalsdeildarliðsins Watford, Emmanuel Dennis, mun ekki taka þátt í Afríkumótinu með Nígeríu þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir hans kröftum. Þetta varð niðurstaðan eftir langar viðræður enska úrvalsdeildarfélagsins og knattspyrnusambands Nígeríu en Watford, sem er í harðri fallbaráttu, nýtti sér óviðráðanlegar aðstæður Nígeríumanna til að meina Dennis þátttöku á mótinu. Þannig er mál með vexti að Nígeríumenn skiptu óvænt um landsliðsþjálfara í desember en Dennis var ekki í 30 manna hópi fyrrum þjálfara þegar skila þurfti inn 30 manna lista með ákveðnum fyrirvara. Nýr þjálfari, Augustine Eguavoen, tók við þann 12.desember síðastliðinn og hann ætlaði að bæta Dennis við þegar hann tilkynnti um 28 manna lokahóp sinn fyrir mótið. Þar sem Dennis var ekki í upphaflegum hópi Nígeríumanna, sem fyrrum þjálfari valdi, gat Watford komið í veg fyrir að hleypa kappanum á mótið. "He wanted to go and play." Claudio Ranieri insists Watford have not disrespected the Africa Cup of Nations by not allowing Emmanuel Dennis to be part of Nigeria's squad at the tournament... pic.twitter.com/M4dYuMlnzT— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2021 Fát kom á Claudio Ranieri, stjóra Watford, þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi á Gamlársdag eins og sjá mér að ofan en þar staðfestir hann einnig að Dennis vilji taka þátt í mótinu líkt og Eguavoen, þjálfari Nígeríumanna fullyrðir. „Hann sagðist hafa reynt sitt besta og ég veit að hann gerði það. Við reyndum að ná samkomulagi við klúbbinn en þeir neita að hleypa honum í burtu. Dennis sagði mér að klúbburinn væri að gera allt til að koma í veg fyrir að hann kæmist á mótið,“ sagði Eguavoen. „Dennis vill fara á mótið en klúbburinn hans er að hóta honum, svo hvað getum við gert?“ segir Eguavoen og augljóst að Nígeríumenn eru afar ósáttir við vinnubrögð Watford. Nígeríumenn verða einnig án Victor Oshimen sem er frá vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera án þeirra tveggja eru öflugir sóknarmenn í hópnum á borð við Kelechi Iheanacho, Samuel Chukwueze og Odion Ighalo. Fyrir Watford þýðir þetta að Dennis getur tekið þátt í mikilvægum leikjum liðsins í fallbaráttunni þar sem þeir mæta Newcastle og Norwich á meðan Afríkumótið stendur yfir. Eftir sem áður verða þeir án Ismaila Sarr en hann er í hópi Senegal. Samkvæmt afrískum fjölmiðlum gerðu forráðamenn Watford einnig allt sem þeir gátu til að reyna að koma í veg fyrir að Sarr tæki þátt í mótinu með Senegal en höfðu ekki erindi sem erfiði. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þetta varð niðurstaðan eftir langar viðræður enska úrvalsdeildarfélagsins og knattspyrnusambands Nígeríu en Watford, sem er í harðri fallbaráttu, nýtti sér óviðráðanlegar aðstæður Nígeríumanna til að meina Dennis þátttöku á mótinu. Þannig er mál með vexti að Nígeríumenn skiptu óvænt um landsliðsþjálfara í desember en Dennis var ekki í 30 manna hópi fyrrum þjálfara þegar skila þurfti inn 30 manna lista með ákveðnum fyrirvara. Nýr þjálfari, Augustine Eguavoen, tók við þann 12.desember síðastliðinn og hann ætlaði að bæta Dennis við þegar hann tilkynnti um 28 manna lokahóp sinn fyrir mótið. Þar sem Dennis var ekki í upphaflegum hópi Nígeríumanna, sem fyrrum þjálfari valdi, gat Watford komið í veg fyrir að hleypa kappanum á mótið. "He wanted to go and play." Claudio Ranieri insists Watford have not disrespected the Africa Cup of Nations by not allowing Emmanuel Dennis to be part of Nigeria's squad at the tournament... pic.twitter.com/M4dYuMlnzT— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2021 Fát kom á Claudio Ranieri, stjóra Watford, þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi á Gamlársdag eins og sjá mér að ofan en þar staðfestir hann einnig að Dennis vilji taka þátt í mótinu líkt og Eguavoen, þjálfari Nígeríumanna fullyrðir. „Hann sagðist hafa reynt sitt besta og ég veit að hann gerði það. Við reyndum að ná samkomulagi við klúbbinn en þeir neita að hleypa honum í burtu. Dennis sagði mér að klúbburinn væri að gera allt til að koma í veg fyrir að hann kæmist á mótið,“ sagði Eguavoen. „Dennis vill fara á mótið en klúbburinn hans er að hóta honum, svo hvað getum við gert?“ segir Eguavoen og augljóst að Nígeríumenn eru afar ósáttir við vinnubrögð Watford. Nígeríumenn verða einnig án Victor Oshimen sem er frá vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera án þeirra tveggja eru öflugir sóknarmenn í hópnum á borð við Kelechi Iheanacho, Samuel Chukwueze og Odion Ighalo. Fyrir Watford þýðir þetta að Dennis getur tekið þátt í mikilvægum leikjum liðsins í fallbaráttunni þar sem þeir mæta Newcastle og Norwich á meðan Afríkumótið stendur yfir. Eftir sem áður verða þeir án Ismaila Sarr en hann er í hópi Senegal. Samkvæmt afrískum fjölmiðlum gerðu forráðamenn Watford einnig allt sem þeir gátu til að reyna að koma í veg fyrir að Sarr tæki þátt í mótinu með Senegal en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn