Riftu samningi við fyrrverandi leikmann FH og Fylkis vegna tengsla við nauðgunarmál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2022 10:49 Jerv bauð Sonna Ragnar Nattested velkominn en rifti samningnum við hann skömmu síðar. getty/LARS RONBOG/heimasíða jerv Jerv, nýliðar í norsku úrvalsdeildinni, riftu samningi sínum við færeyska varnarmanninn Sonni Ragnar Nattested, fyrrverandi leikmann FH og Fylkis, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann samdi við félagið. Ástæðan er tengsl hans við nauðgunarmál gegn Babacar Sarr, fyrrverandi leikmanns Selfoss. Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Sarr fyrir tveimur árum en mætti ekki fyrir rétt. Sömu sögu er að segja af Sarr sem flúði Noreg. Ekki liggur fyrir hvar Sarr heldur sig en hann er eftirlýstur af Interpol. Eftir að Jerv tilkynnti að félagið hefði samið við Sonna mótmæltu stuðningsmenn liðsins félagaskiptunum. Og eftir mikla pressu ákvað Jerv að rifta samningnum við þann færeyska, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann skrifaði undir hann. Jerv sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið baðst afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur. „Ástæðan fyrir þessu er mál sem leikmaðurinn er tengdur og við hefðum átt að vita um. Málið er þess eðlis að félagið getur ekki tengst því. Jerv biður alla hlutaðeigandi afsökunar á að hafa ekki unnið heimavinnuna nægilega vel áður en samið var við leikmanninn,“ segir í yfirlýsingunni. FK Jerv og Sonni Nattestad har i dag besluttet å avbryte den annonserte kontraktsinngåelsen. Dere kan lese mer på hjemmesiden: https://t.co/FJ8BCNYPuK— FK Jerv (@FKJerv) January 2, 2022 Sonni gekk í raðir FH 2016. Honum tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór eftir það til Noregs. Hann lék síðast í Sádí-Arabíu en sem fyrr segir er ekkert vitað hvar hann er niðurkominn. Sarr er eftirlýstur í öllum þeim löndum sem eru aðilar að Interpol. Alþjóðalögreglan biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Ekkert hefur til hans spurst í um tvö ár og Interpol leitar logandi ljósi að honum eins og áður sagði. Norski boltinn Noregur Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Sarr fyrir tveimur árum en mætti ekki fyrir rétt. Sömu sögu er að segja af Sarr sem flúði Noreg. Ekki liggur fyrir hvar Sarr heldur sig en hann er eftirlýstur af Interpol. Eftir að Jerv tilkynnti að félagið hefði samið við Sonna mótmæltu stuðningsmenn liðsins félagaskiptunum. Og eftir mikla pressu ákvað Jerv að rifta samningnum við þann færeyska, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann skrifaði undir hann. Jerv sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið baðst afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur. „Ástæðan fyrir þessu er mál sem leikmaðurinn er tengdur og við hefðum átt að vita um. Málið er þess eðlis að félagið getur ekki tengst því. Jerv biður alla hlutaðeigandi afsökunar á að hafa ekki unnið heimavinnuna nægilega vel áður en samið var við leikmanninn,“ segir í yfirlýsingunni. FK Jerv og Sonni Nattestad har i dag besluttet å avbryte den annonserte kontraktsinngåelsen. Dere kan lese mer på hjemmesiden: https://t.co/FJ8BCNYPuK— FK Jerv (@FKJerv) January 2, 2022 Sonni gekk í raðir FH 2016. Honum tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór eftir það til Noregs. Hann lék síðast í Sádí-Arabíu en sem fyrr segir er ekkert vitað hvar hann er niðurkominn. Sarr er eftirlýstur í öllum þeim löndum sem eru aðilar að Interpol. Alþjóðalögreglan biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Ekkert hefur til hans spurst í um tvö ár og Interpol leitar logandi ljósi að honum eins og áður sagði.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira