Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 11:21 Gylfi Þór Sigurðsson er með tæplega tvær milljónir króna í laun á dag, fyrir skatt. EPA-EFE/PETER POWELL Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. Þetta kemur fram í árlegri úttekt Viðskiptablaðsins. Þar segir að Gylfi sé með um 750 milljónir króna í áætluð árslaun fyrir skatt hjá Everton, eða um 2 milljónir króna á dag, þrátt fyrir að hann sé ekki í leikmannahópi liðsins í vetur vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi kom til Everton frá Swansea fyrir metupphæð í sögu Everton árið 2017, eða 45 milljónir punda, og skrifaði þá undir samning sem gildir fram til næsta sumars. Þó að hann fái engar bónusgreiðslur á þessari leiktíð duga föst laun Gylfa vel til þess að hann sé langlaunahæsti atvinnumaður Íslands, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta Jóhann, sem leikið hefur með Burnley frá því eftir EM-ævintýrið 2016, er næstur á listanum með 500 milljónir króna í áætluð árslaun, fyrir skatt. Aron Einar Gunnarsson er þriðji með um 290 milljónir króna, sem leikmaður Al Arabi í Katar. Táningarnir í Köben með 100 milljónir hvor Rúnar Alex Rúnarsson, sem hóf árið sem einn af markvörðum Arsenal en var svo lánaður til OH Leuven í Belgíu, er í 4. sæti með um 250 milljónir króna í árslaun og þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru allir með að minnsta kosti 200 milljónir í árslaun. Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Jón Daði Böðvarsson eru með á bilinu 120-180 milljónir króna í árslaun, en fararsnið er á Jóni Daða hjá Millwall þar sem hann hefur ekkert fengið að spila á þessari leiktíð. Táningarnir Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem nú eru báðir hjá FC Kaupmannahöfn, eru sagðir vera með 100 milljónir króna hvor í árslaun. Aron og Martin einu sem ekki spila fótbolta Á lista Viðskiptablaðsins yfir 42 launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum eru aðeins tveir menn sem ekki eru fótboltamenn. Annar er Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem sagður er með um 100 milljónir króna í árslaun. Aron varð Evrópumeistari með Barcelona í sumar en gekk svo í raðir Álaborgar í Danmörku. Hinn er Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Valencia, sem í Viðskiptablaðinu er sagður vera með um 35 milljónir króna í laun á ári. Samkvæmt upplýsingum Vísis virðast þær tölur þó frá því að Martin var leikmaður Alba Berlín í Þýskalandi. Martin gekk í raðir Valencia sumarið 2020 og nú þegar hann leikur í bestu landsdeild Evrópu munu árslaun hans vera á bilinu 130-140 milljónir króna. Engin kona er á listanum. Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Þetta kemur fram í árlegri úttekt Viðskiptablaðsins. Þar segir að Gylfi sé með um 750 milljónir króna í áætluð árslaun fyrir skatt hjá Everton, eða um 2 milljónir króna á dag, þrátt fyrir að hann sé ekki í leikmannahópi liðsins í vetur vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi kom til Everton frá Swansea fyrir metupphæð í sögu Everton árið 2017, eða 45 milljónir punda, og skrifaði þá undir samning sem gildir fram til næsta sumars. Þó að hann fái engar bónusgreiðslur á þessari leiktíð duga föst laun Gylfa vel til þess að hann sé langlaunahæsti atvinnumaður Íslands, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta Jóhann, sem leikið hefur með Burnley frá því eftir EM-ævintýrið 2016, er næstur á listanum með 500 milljónir króna í áætluð árslaun, fyrir skatt. Aron Einar Gunnarsson er þriðji með um 290 milljónir króna, sem leikmaður Al Arabi í Katar. Táningarnir í Köben með 100 milljónir hvor Rúnar Alex Rúnarsson, sem hóf árið sem einn af markvörðum Arsenal en var svo lánaður til OH Leuven í Belgíu, er í 4. sæti með um 250 milljónir króna í árslaun og þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru allir með að minnsta kosti 200 milljónir í árslaun. Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Jón Daði Böðvarsson eru með á bilinu 120-180 milljónir króna í árslaun, en fararsnið er á Jóni Daða hjá Millwall þar sem hann hefur ekkert fengið að spila á þessari leiktíð. Táningarnir Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem nú eru báðir hjá FC Kaupmannahöfn, eru sagðir vera með 100 milljónir króna hvor í árslaun. Aron og Martin einu sem ekki spila fótbolta Á lista Viðskiptablaðsins yfir 42 launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum eru aðeins tveir menn sem ekki eru fótboltamenn. Annar er Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem sagður er með um 100 milljónir króna í árslaun. Aron varð Evrópumeistari með Barcelona í sumar en gekk svo í raðir Álaborgar í Danmörku. Hinn er Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Valencia, sem í Viðskiptablaðinu er sagður vera með um 35 milljónir króna í laun á ári. Samkvæmt upplýsingum Vísis virðast þær tölur þó frá því að Martin var leikmaður Alba Berlín í Þýskalandi. Martin gekk í raðir Valencia sumarið 2020 og nú þegar hann leikur í bestu landsdeild Evrópu munu árslaun hans vera á bilinu 130-140 milljónir króna. Engin kona er á listanum.
Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta
Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira