Ef það er eitt sem við getum verið án ... Ragnar Þór Pétursson skrifar 7. janúar 2022 13:00 Á dimmasta degi ársins hér á norðurhveli birtu Alþjóðasamtök kennara ákall vegna stöðu skólamála á suðurhveli Jarðar á tímum heimsfaraldurs. Randi Weingarten og Mugwena Malulekehófu grein sína á vef kennarasamtakanna á orðunum: „Ef það er eitt sem sem við getum alveg verið án eftirleiðis þá eru það biðlistar í líkbrennsluofna.“ Í greininni er bent hve veruleiki fólks í heimsfaraldri sé gríðarlega ólíkur eftir heimshlutum. Bjargir gegn vánni séu allt aðrar í ríkum og meðalríkum löndum en í fátækum löndum. Nú, þegar börn efnameira fólks í heiminum snúa til baka í skólana sína, finnast svæði í Suður-Afríku þar sem börn geta mest mætt í skólann fjórum sinnum í mánuði. Innviðir menntakerfa fátækra landa koma víða í veg fyrir að hægt sé að starfrækja skóla og vandinn verður dýpri vegna þess hve lítill hluti bóluefna ratar í hendur heilbrigðisstarfsfólks í hinum fátækari heimshlutum. Kórónuveirufaraldurinn er hvorki fyrsta né síðasta heilsufarsváin sem alþjóðasamfélagið glímir við. Bólusótt var útrýmt og lömunarveiki er á sömu leið. Veirur, gerlar og aðrar sóttkveikjur eru yfirleitt þess eðlis að þær gera ekki mannamun. Raunhæfar og langvarandi varnir gegn sjúkdómum gera það ekki heldur. Á Íslandi hefur heilmikið verið rætt um mikilvægi þess að halda uppi eðlilegu skólastarfi og verja börn fyrir skaðlegum áhrifum heimsfaraldurs. Það eru forréttindi að vera barn í íslensku samfélagi á tímum sem þessum. Skólastarf hefur hér einkennst af minni röskunum en nokkurs staðar á byggðu bóli síðustu tvö ár. Alþjóðlegar áskoranir krefjast alþjóðlegar samstöðu og stuðnings. Alvöru vandamál gera kröfu um alvöru lausnir. Mannkynssagan er á öllum tímum stráð dæmum um samfélög sem tekið hafa á raunverulegum áskorunum með dýpkuðum hugmyndafræðilegum ágreiningi, ofsóknum, ofbeldi og kúgun. Í samfélagi okkar, og um allan heim, er fólk á lífi sem þekkir af eigin raun hvað það er að tilheyra samfélagi sem sundrar sjálfum sér í heift og hatri. Án mannúðar og menntunar eru framfarir útilokaðar. Framfarir eru grundvallarforsenda friðar. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur þegar aukið bilið milli ríkra og fátækra í heiminum. Þar er einna alvarlegast að heil kynslóð barna hefur þegar farið á mis við tækifæri menntunarinnar. Án menntunar stendur þessi kynslóð berskjölduð gagnvart harðnandi áskorunum heimsins. Á þrengingartímum er eðlilegt að líta sér nær og huga að því sem stendur manni næst. Til lengri tíma er víðsýnin þó eina vörnin gegn þrengingum. Við erum að skrifa okkar kafla í mannkynssögunni nú. Við ættum að reyna að skilja þannig við þá sögu að við getum leyft okkur að vera dálítið stolt. Til þess eigum við töluvert af skrifunum eftir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á dimmasta degi ársins hér á norðurhveli birtu Alþjóðasamtök kennara ákall vegna stöðu skólamála á suðurhveli Jarðar á tímum heimsfaraldurs. Randi Weingarten og Mugwena Malulekehófu grein sína á vef kennarasamtakanna á orðunum: „Ef það er eitt sem sem við getum alveg verið án eftirleiðis þá eru það biðlistar í líkbrennsluofna.“ Í greininni er bent hve veruleiki fólks í heimsfaraldri sé gríðarlega ólíkur eftir heimshlutum. Bjargir gegn vánni séu allt aðrar í ríkum og meðalríkum löndum en í fátækum löndum. Nú, þegar börn efnameira fólks í heiminum snúa til baka í skólana sína, finnast svæði í Suður-Afríku þar sem börn geta mest mætt í skólann fjórum sinnum í mánuði. Innviðir menntakerfa fátækra landa koma víða í veg fyrir að hægt sé að starfrækja skóla og vandinn verður dýpri vegna þess hve lítill hluti bóluefna ratar í hendur heilbrigðisstarfsfólks í hinum fátækari heimshlutum. Kórónuveirufaraldurinn er hvorki fyrsta né síðasta heilsufarsváin sem alþjóðasamfélagið glímir við. Bólusótt var útrýmt og lömunarveiki er á sömu leið. Veirur, gerlar og aðrar sóttkveikjur eru yfirleitt þess eðlis að þær gera ekki mannamun. Raunhæfar og langvarandi varnir gegn sjúkdómum gera það ekki heldur. Á Íslandi hefur heilmikið verið rætt um mikilvægi þess að halda uppi eðlilegu skólastarfi og verja börn fyrir skaðlegum áhrifum heimsfaraldurs. Það eru forréttindi að vera barn í íslensku samfélagi á tímum sem þessum. Skólastarf hefur hér einkennst af minni röskunum en nokkurs staðar á byggðu bóli síðustu tvö ár. Alþjóðlegar áskoranir krefjast alþjóðlegar samstöðu og stuðnings. Alvöru vandamál gera kröfu um alvöru lausnir. Mannkynssagan er á öllum tímum stráð dæmum um samfélög sem tekið hafa á raunverulegum áskorunum með dýpkuðum hugmyndafræðilegum ágreiningi, ofsóknum, ofbeldi og kúgun. Í samfélagi okkar, og um allan heim, er fólk á lífi sem þekkir af eigin raun hvað það er að tilheyra samfélagi sem sundrar sjálfum sér í heift og hatri. Án mannúðar og menntunar eru framfarir útilokaðar. Framfarir eru grundvallarforsenda friðar. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur þegar aukið bilið milli ríkra og fátækra í heiminum. Þar er einna alvarlegast að heil kynslóð barna hefur þegar farið á mis við tækifæri menntunarinnar. Án menntunar stendur þessi kynslóð berskjölduð gagnvart harðnandi áskorunum heimsins. Á þrengingartímum er eðlilegt að líta sér nær og huga að því sem stendur manni næst. Til lengri tíma er víðsýnin þó eina vörnin gegn þrengingum. Við erum að skrifa okkar kafla í mannkynssögunni nú. Við ættum að reyna að skilja þannig við þá sögu að við getum leyft okkur að vera dálítið stolt. Til þess eigum við töluvert af skrifunum eftir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun