Sóttvarnareglubrjótar og heimilisátök á Suðurlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2022 12:38 Það var af nógum verkefnum að taka í umferðinni á Suðurlandi síðustu viku. Vísir/Vilhelm Tvö mál komu upp í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi þar sem aðilar sem áttu að vera í einangrun vegna Covid-19 eru grunaðir um að hafa virt þá skyldu að vettugi. Málin eru bæði komin á borð ákærusviðs. Þá eru til rannsóknar tvö mál er varða ágreining milli skyldra eða tengdra aðila. Annað varðar „minniháttar“ líkamsárás milli feðga en bæði mál virðast snerta börn undir lögaldri þar sem unnið er með barnaverndaryfirvöldum. Í tilkynningu lögreglunnar um verkefni vikunnar segir að tveir einstaklingar hafi verið handteknir á Selfossi um helgina grunaðir um að standa að dreifingu fíkniefna. Leitað var í bifreið þeirra og á heimili annars og fannst nokkuð af fíkniefnum og fjármunum. Annar játaði að um væri að ræða afrakstur fíkniefnasölu. Tólf umferðarslys voru tilkynnt lögreglu og þrjú slys þar sem fólk féll og slasaðist. Einn ökumaður var kærður fyrir að flytja beltagröfu sem var breiðari en heimilt er í almennri umferð á palli bifreiðar, án þess að hafa aflað sér undanþágu. Annar ökumaður var sektaður um 40 þúsund krónur fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar. Nítján voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Einn sem grunaður var um akstur undir áhrifum reyndi að koma sér undan sök með því að færa sig í aftursæti bifreiðar sinnar en hann játaði þegar runnið var af honum. Annar missti stjórn á bifreið sinni í Hveradalabrekku og lenti utan í vegriði. Þá velti ökumaður bifreið á Suðurlandsvegi skammt frá Landvegamótum en sá er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja. Árborg Lögreglumál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þá eru til rannsóknar tvö mál er varða ágreining milli skyldra eða tengdra aðila. Annað varðar „minniháttar“ líkamsárás milli feðga en bæði mál virðast snerta börn undir lögaldri þar sem unnið er með barnaverndaryfirvöldum. Í tilkynningu lögreglunnar um verkefni vikunnar segir að tveir einstaklingar hafi verið handteknir á Selfossi um helgina grunaðir um að standa að dreifingu fíkniefna. Leitað var í bifreið þeirra og á heimili annars og fannst nokkuð af fíkniefnum og fjármunum. Annar játaði að um væri að ræða afrakstur fíkniefnasölu. Tólf umferðarslys voru tilkynnt lögreglu og þrjú slys þar sem fólk féll og slasaðist. Einn ökumaður var kærður fyrir að flytja beltagröfu sem var breiðari en heimilt er í almennri umferð á palli bifreiðar, án þess að hafa aflað sér undanþágu. Annar ökumaður var sektaður um 40 þúsund krónur fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar. Nítján voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Einn sem grunaður var um akstur undir áhrifum reyndi að koma sér undan sök með því að færa sig í aftursæti bifreiðar sinnar en hann játaði þegar runnið var af honum. Annar missti stjórn á bifreið sinni í Hveradalabrekku og lenti utan í vegriði. Þá velti ökumaður bifreið á Suðurlandsvegi skammt frá Landvegamótum en sá er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja.
Árborg Lögreglumál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir