Aðstoðar fólk að nálgast ormalyf ólöglega Óttar Kolbeinsson Proppé og Árni Sæberg skrifa 10. janúar 2022 20:41 Margrét Friðriksdóttir er mikill talsmaður lyfsins Ivermektín. Getty Images/Stöð 2 Einn helsti andstæðingur sóttvarnaaðgerða á Íslandi hefur aðstoðað fólk við að nálgast lyfið Ivermektín til meðferðar við Covid-19. Lyfið er lyfseðilskylt og ekki ætlað til meðferðar við Covid-19. Það vakti athygli í dag þegar Margrét Friðriksdóttir tilkynnti það í pistli sínum að hún hefði undanfarið aðstoðað fólk í kring um sig við að næla sér í lyfið Ivermektín. Lyfið hefur markaðsleyfi og var markaðssett á töfluformi í október á síðasta ári. Einnig er það fáanlegt sem krem sem er einungis ætlað til notkunar útvortis á húð til meðferðar við bólum og þrymlum sem fylgja húðsjúkdómnum rósroða. Ávísun kremsins er bundin við sérfræðinga í húðsjúkdómum. Fréttastofa ræddi lyfið við Margréti og Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Margrét segir það ekki þannig að hún sjálf sé að selja lyfið innanlands. „Þú getur beðið vissa lækna um þetta og fengið uppáskrift. En eins og ég segi það er svolítið dýrt. En þú getur fengið þetta bara í gegn um apótek. En það er eins og ég segi... þú verður að tala við réttu læknana því það eru margir ennþá eitthvað skeptískir og eru að reyna að loka á þetta,“ segir hún. Lyfjastofnun kærði heimilislækni til lögreglu vegna dreifingar á lyfinu í byrjun síðasta árs. Þá áréttuðu Lyfjastofnun og embætti landlæknis, í ágúst síðastliðnum, að lyfið Soolantra (ivermektín) væri einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar höfðu fengið áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Gengur kaupum og sölum á svörtum markaði Margrét segir einnig að svartur markaður á lyfinu sé til staðar á landinu. „Já, já. Það eru líka einhverjir sem hafa bara náð að koma með þetta með sér erlendis frá og panta þetta í sumum tilvikum. Það sleppur svona stundum í gegn um tollinn,“ segir hún. Engar rannsóknir sem bendi til að lyfið virki Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, bendir á að Lyfjastofnun Evrópu, Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segi öll að engar niðurstöður rannsókna bendi til þess að Ivermektín gagnist á fyrirbyggjandi hátt við Covid-19. Þá segir hún eitt lyf hafa markaðsleyfi hér á landi sem innihaldi Ivermektín. Það sé notað við ormum og kláðamaur. „Læknum er að sjálfsögðu heimilt að ávísa utan ábendinga, og gera það þá á sína ábyrgð. Fólk verður bara að vita það að lyfið er ekki ætlað til meðhöndlunar á Covid eða fyrirbyggingjandi,“ segir hún. Þá segir hún að einungis megi afhenda umrætt lyf gegn lyfseðli og að fólk megi flytja það inn hafi það lyfseðil sem gildir innan EES-svæðisins. Aðrar leiðir til að útvega lyfið séu ólöglegar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Það vakti athygli í dag þegar Margrét Friðriksdóttir tilkynnti það í pistli sínum að hún hefði undanfarið aðstoðað fólk í kring um sig við að næla sér í lyfið Ivermektín. Lyfið hefur markaðsleyfi og var markaðssett á töfluformi í október á síðasta ári. Einnig er það fáanlegt sem krem sem er einungis ætlað til notkunar útvortis á húð til meðferðar við bólum og þrymlum sem fylgja húðsjúkdómnum rósroða. Ávísun kremsins er bundin við sérfræðinga í húðsjúkdómum. Fréttastofa ræddi lyfið við Margréti og Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Margrét segir það ekki þannig að hún sjálf sé að selja lyfið innanlands. „Þú getur beðið vissa lækna um þetta og fengið uppáskrift. En eins og ég segi það er svolítið dýrt. En þú getur fengið þetta bara í gegn um apótek. En það er eins og ég segi... þú verður að tala við réttu læknana því það eru margir ennþá eitthvað skeptískir og eru að reyna að loka á þetta,“ segir hún. Lyfjastofnun kærði heimilislækni til lögreglu vegna dreifingar á lyfinu í byrjun síðasta árs. Þá áréttuðu Lyfjastofnun og embætti landlæknis, í ágúst síðastliðnum, að lyfið Soolantra (ivermektín) væri einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar höfðu fengið áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Gengur kaupum og sölum á svörtum markaði Margrét segir einnig að svartur markaður á lyfinu sé til staðar á landinu. „Já, já. Það eru líka einhverjir sem hafa bara náð að koma með þetta með sér erlendis frá og panta þetta í sumum tilvikum. Það sleppur svona stundum í gegn um tollinn,“ segir hún. Engar rannsóknir sem bendi til að lyfið virki Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, bendir á að Lyfjastofnun Evrópu, Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segi öll að engar niðurstöður rannsókna bendi til þess að Ivermektín gagnist á fyrirbyggjandi hátt við Covid-19. Þá segir hún eitt lyf hafa markaðsleyfi hér á landi sem innihaldi Ivermektín. Það sé notað við ormum og kláðamaur. „Læknum er að sjálfsögðu heimilt að ávísa utan ábendinga, og gera það þá á sína ábyrgð. Fólk verður bara að vita það að lyfið er ekki ætlað til meðhöndlunar á Covid eða fyrirbyggingjandi,“ segir hún. Þá segir hún að einungis megi afhenda umrætt lyf gegn lyfseðli og að fólk megi flytja það inn hafi það lyfseðil sem gildir innan EES-svæðisins. Aðrar leiðir til að útvega lyfið séu ólöglegar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira