Lögregla sökuð um að hygla valdamönnum vegna teitisins í ráðuneytinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 22:14 Lögreglan í Lundúnum hefur verið sökuð um að hygla valdamönnum fyrir að hafa ekki rannsakað meint sóttvarnabrot í teiti sem haldið var í forsætisráðuneyti Englands í maí 2020 þegar aðeins tveir máttu koma saman utandyra. Getty/Leon Neal Lögregluembætti Lundúna hefur verið sakað um að hygla valdamönnum með því að hafa ekki rannsakað teiti sem haldin voru í forsætisráðuneytinu þvert á samkomutakmarkanir. Greint var frá því í gær að um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneyti Englands hafi verið boðið í garðpartí 20. maí 2020 þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. Samkvæmt heimildum fjölmiðla austanhafs mættu um fjörutíu starfsmenn í partýið, þar á meðal Boris Johnson forsætisráðherra og eiginkona hans Carrie. Lögregluembættið sagði í yfirlýsingu í morgun að það sé í sambandi við ráðuneytið vegna fréttaflutnings um meint brot á samgöngutakmörkunum í forsætisráðuneytinu þann 20. maí 2020. Málið var til mikillar umfjöllunar hjá fjölmiðlum í Bretlandi í gær eftir að ITV birti tölvupóst sem aðstoðarmaður forsætisráðherrans hafði sent á starfsmenn. Tölvupósturinn var sendur á meira en hundrað starfsmenn og var yfirskrift hans: „Fjarlægðartakmarkaðir drykkir! (FORMLEGT-VIÐKVÆMT-NR. 10 EINGÖNGU).“ Fram kom í póstinum að eftir þann annasama tíma sem að baki væri hafi þeim (óvíst hverjir þeir eru) dottið í hug að nýta veðurblíðuna og hittast í fjarlægðartakmarkaða drykki í garðinum á Nr. 10, sem er viðurnefni forsætisráðuneytisins sem er við Downingstræti 10. Þá voru starfsmenn hvattir til að mæta með eigið áfengi. Jane Connors, sem fer fyrir rannsókn sótthvíarbrota hjá lögreglu Lundúna, sagði í dag að lögregluembættið væri að endurskoða þá reglu embættisins að rannsaka eldri sóttvarnabrot ekki aftur í tímann. Þá hafi lögregluembættið verið varað við því að traust almennings á því færi dvínandi. Embættið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki rannsakað teiti sem á að hafa átt sér stað í forsætisráðuneytinu 18. desember 2020. Við rannsókn þess máls sagði lögreglan að hún treysti á að embættið hafi sagt satt og rétt frá um að engar sóttvarnareglur hafi verið brotnar í tetinu. Þá hafi ekki verið nein ástæða til að yfirheyra starfsmenn ráðuneytisins um þessi meintu partý þar sem þeir hefðu neitað að svara spurningum embættisins. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Greint var frá því í gær að um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneyti Englands hafi verið boðið í garðpartí 20. maí 2020 þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. Samkvæmt heimildum fjölmiðla austanhafs mættu um fjörutíu starfsmenn í partýið, þar á meðal Boris Johnson forsætisráðherra og eiginkona hans Carrie. Lögregluembættið sagði í yfirlýsingu í morgun að það sé í sambandi við ráðuneytið vegna fréttaflutnings um meint brot á samgöngutakmörkunum í forsætisráðuneytinu þann 20. maí 2020. Málið var til mikillar umfjöllunar hjá fjölmiðlum í Bretlandi í gær eftir að ITV birti tölvupóst sem aðstoðarmaður forsætisráðherrans hafði sent á starfsmenn. Tölvupósturinn var sendur á meira en hundrað starfsmenn og var yfirskrift hans: „Fjarlægðartakmarkaðir drykkir! (FORMLEGT-VIÐKVÆMT-NR. 10 EINGÖNGU).“ Fram kom í póstinum að eftir þann annasama tíma sem að baki væri hafi þeim (óvíst hverjir þeir eru) dottið í hug að nýta veðurblíðuna og hittast í fjarlægðartakmarkaða drykki í garðinum á Nr. 10, sem er viðurnefni forsætisráðuneytisins sem er við Downingstræti 10. Þá voru starfsmenn hvattir til að mæta með eigið áfengi. Jane Connors, sem fer fyrir rannsókn sótthvíarbrota hjá lögreglu Lundúna, sagði í dag að lögregluembættið væri að endurskoða þá reglu embættisins að rannsaka eldri sóttvarnabrot ekki aftur í tímann. Þá hafi lögregluembættið verið varað við því að traust almennings á því færi dvínandi. Embættið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki rannsakað teiti sem á að hafa átt sér stað í forsætisráðuneytinu 18. desember 2020. Við rannsókn þess máls sagði lögreglan að hún treysti á að embættið hafi sagt satt og rétt frá um að engar sóttvarnareglur hafi verið brotnar í tetinu. Þá hafi ekki verið nein ástæða til að yfirheyra starfsmenn ráðuneytisins um þessi meintu partý þar sem þeir hefðu neitað að svara spurningum embættisins.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira