Handbolti

Guðmundur: Erum með fleiri vopn en áður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur er með spennandi lið í höndunum í Búdapest.
Guðmundur er með spennandi lið í höndunum í Búdapest.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur fengið mikinn tíma til að æfa fyrir EM og nú er komið að stóru stundinni.

„Það er kominn fiðringur og það er hluti af pakkanum. Ef maður gær ekki fiðring þá á maður bara að hætta þessu,“ sagði þjálfarinn léttur skömmu fyrir æfingu liðsins í MVM Dome sem er stærsta handboltahöll Evrópu.

„Ég gef ekki upp leikplanið gegn Portúgal en við erum búnir að greina þá vel og teljum okkur vita hvað við erum að fara út í. Vonandi kemur fátt okkur á óvart. Við erum með nokkur nú vopn í sókninni til að reyna að ná vörninni þeirra í sundur. Þetta lið er líkamlega sterkt en við teljum okkur hafa svörin og mér líður vel með leikplanið okkar.“

Varnarleikurinn hefur verið í brennidepli í undirbúningnum en þó ekki á kostnað annarra þátta.

„Við erum búnir að taka sóknarleikinn vel fyrir því hann gekk erfiðlega á síðasta móti. Þá vantaði auðvitað marga menn. Nú erum við með fleiri vopn og menn í betra formi.“

Guðmundur segist helst hafa áhyggjur af því að liðið hafi ekki spilað saman síðan í maí.

„Svona er þetta bara en maður spyr sig sem þjálfari hvernig verður þetta þegar út í leikinn er komið.“

Guðmundur er í vandræðum með að velja sextán manna leikmannahóp. Fyrir æfinguna í gær var hann kominn niður í sautján.

„Ég tek ákvörðun eftir æfinguna. Það er ekki auðvelt að velja þennan hóp og það er jákvætt.“

Klippa: Guðmundur er til með liðið

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×