Umdeild launahækkun Björns Zoëga í kastljósi sænskra fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 14:29 Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Hann var nýverið kynntur sem sérlegur ráðgjafi Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðisráðherra. Karolinska Mánaðarlaun Björns Zoëga, forstjóra Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, hækkuðu á síðasta ári um nærri 30 þúsund sænskar krónur, jafnvirði um 430 þúsund íslenska króna. Laun hans eftir hækkunina nema rúmlega 270 þúsund sænskum krónum eða 3,9 milljónum íslenskra króna. Úttekt Dagens Nyheter sýnir að laun Björns hafi hækkað nokkuð umfram það sem gengur og gerist meðal annarra sambærilegra stjórnenda og er formaður Læknafélagsins í Stokkhólmi í hópi þeirra sem sett hafa spurningamerki við launahækkun forstjórans. DN segir laun Björns vera há í samanburði við aðra sjúkrahúsforstjóra og hafi þessi tólf prósenta launahækkun á síðasta ári verið mun hærri en hjá öðrum. Þannig hafi forstjóri Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, Ann-Marie Wennberg Larkö, til dæmis verið með rúmelga 170 þúsund sænskra króna í mánaðarlaun. Í greininni eru upphæðirnar sömuleiðis bornar saman við mánaðarlaun sænska forsætisráðherrans sem eru 180 þúsund, um 2,6 milljónir íslenskra króna. Björn Zoëga tók við sem forstjóri Karolinska árið 2019, en dagana fyrir síðustu jól var tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafarhlutverki fyrir nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Karolinska skorar jafnan hátt á listum yfir bestu sjúkrahús heims.Getty Hafi tekist að snúa við miklum hallarekstri Carina Lundberg Uudelepp, forstjóri Region Stockholm sem er ábyrg fyrir að halda úti heilbrigðisþjónustu í Stokkhólmi og nágrenni, segir að laun æðstu stjórnenda séu ákvörðuð úr frá hæfni, rekstrarniðurstöðu og stöðunni á markaði. Hún segir að þegar kemur að Birni þá hafi spítalanum – undir hans stjórn – tekist að snúa við miklum hallarekstri, á sama tíma og tekist hafi að fjölga sjúkrarýmum og stytt biðlista hjá þeim sem bíða meðferðar við krabbameini. Hafi rekstrarniðurstaðan raunar verið talsvert umfram þess sem var krafist. Läkartidningen, Læknablaðið sænska, segir frá því að á síðasta ári hafi laun sænskra lækna hækkað um tvö prósent að jafnaði að síðasta ári. Johan Styrud er formaður Læknafélags Stokkhólms.Slf Setur spurningar við launahækkunina Johan Styrud, formaður Læknafélags Stokkhólms, telur að læknum hafi hins vegar ekki verið umbunað nægilega vegna þeirrar miklu vinnu sem þeir hafi skilað af hendi í heimsfaraldrinum og sömuleiðis nú í fjórðu bylgjunni. Hann setur spurningar við þessa miklu launahækkun sjúkrahúsforstjóra Karolinska. „Tólf prósent er mjög mikið. Að Karolinska hafi snúið við hallarekstri tengist því að maður hafi hægt á flæði bráðasjúklinga þangað. Í ástandi þar sem allir hafi slitið sig út er gott að fara varlega í allar svona launahækkanir.“ Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi.Vårdförbundet Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi, er sömuleiðis gagnrýnin á launahækkun Björns þar sem sérstök umbun til fjölda heilbrigðisstarfsmanna, sem rætt hafi verið um í tengslum við auka álag í faraldrinum, hafi ekki skilað sér. „Ég hugsa um hvernig meðlimir okkar hafa slitið, einnig fyrir faraldur og nú síðast um hátíðarnar, með því að taka aukavaktir, tvöfaldar vaktir og yfirvinnu. Þetta stingur í augun,“ segir Jonsson um launahækkun Björns. Í frétt DN segir að þegar Björn tók við forstjórastöðunni árið 2019 hafi mánaðarlaun hans verið 234 þúsund sænskar krónur, tæpar 3,4 milljónir íslenskra króna. Þegar Björn hafi tekið við hafi hann farið fram á að fá sömu laun og forverinn, 247 þúsund sænskar, en ekki fengið. Nú séu þau hins vegar 270.600 sænskar krónur á mánuði. Svíþjóð Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Úttekt Dagens Nyheter sýnir að laun Björns hafi hækkað nokkuð umfram það sem gengur og gerist meðal annarra sambærilegra stjórnenda og er formaður Læknafélagsins í Stokkhólmi í hópi þeirra sem sett hafa spurningamerki við launahækkun forstjórans. DN segir laun Björns vera há í samanburði við aðra sjúkrahúsforstjóra og hafi þessi tólf prósenta launahækkun á síðasta ári verið mun hærri en hjá öðrum. Þannig hafi forstjóri Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, Ann-Marie Wennberg Larkö, til dæmis verið með rúmelga 170 þúsund sænskra króna í mánaðarlaun. Í greininni eru upphæðirnar sömuleiðis bornar saman við mánaðarlaun sænska forsætisráðherrans sem eru 180 þúsund, um 2,6 milljónir íslenskra króna. Björn Zoëga tók við sem forstjóri Karolinska árið 2019, en dagana fyrir síðustu jól var tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafarhlutverki fyrir nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Karolinska skorar jafnan hátt á listum yfir bestu sjúkrahús heims.Getty Hafi tekist að snúa við miklum hallarekstri Carina Lundberg Uudelepp, forstjóri Region Stockholm sem er ábyrg fyrir að halda úti heilbrigðisþjónustu í Stokkhólmi og nágrenni, segir að laun æðstu stjórnenda séu ákvörðuð úr frá hæfni, rekstrarniðurstöðu og stöðunni á markaði. Hún segir að þegar kemur að Birni þá hafi spítalanum – undir hans stjórn – tekist að snúa við miklum hallarekstri, á sama tíma og tekist hafi að fjölga sjúkrarýmum og stytt biðlista hjá þeim sem bíða meðferðar við krabbameini. Hafi rekstrarniðurstaðan raunar verið talsvert umfram þess sem var krafist. Läkartidningen, Læknablaðið sænska, segir frá því að á síðasta ári hafi laun sænskra lækna hækkað um tvö prósent að jafnaði að síðasta ári. Johan Styrud er formaður Læknafélags Stokkhólms.Slf Setur spurningar við launahækkunina Johan Styrud, formaður Læknafélags Stokkhólms, telur að læknum hafi hins vegar ekki verið umbunað nægilega vegna þeirrar miklu vinnu sem þeir hafi skilað af hendi í heimsfaraldrinum og sömuleiðis nú í fjórðu bylgjunni. Hann setur spurningar við þessa miklu launahækkun sjúkrahúsforstjóra Karolinska. „Tólf prósent er mjög mikið. Að Karolinska hafi snúið við hallarekstri tengist því að maður hafi hægt á flæði bráðasjúklinga þangað. Í ástandi þar sem allir hafi slitið sig út er gott að fara varlega í allar svona launahækkanir.“ Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi.Vårdförbundet Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi, er sömuleiðis gagnrýnin á launahækkun Björns þar sem sérstök umbun til fjölda heilbrigðisstarfsmanna, sem rætt hafi verið um í tengslum við auka álag í faraldrinum, hafi ekki skilað sér. „Ég hugsa um hvernig meðlimir okkar hafa slitið, einnig fyrir faraldur og nú síðast um hátíðarnar, með því að taka aukavaktir, tvöfaldar vaktir og yfirvinnu. Þetta stingur í augun,“ segir Jonsson um launahækkun Björns. Í frétt DN segir að þegar Björn tók við forstjórastöðunni árið 2019 hafi mánaðarlaun hans verið 234 þúsund sænskar krónur, tæpar 3,4 milljónir íslenskra króna. Þegar Björn hafi tekið við hafi hann farið fram á að fá sömu laun og forverinn, 247 þúsund sænskar, en ekki fengið. Nú séu þau hins vegar 270.600 sænskar krónur á mánuði.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27
Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent