Tveggja ára stríðsrekstur Kristrún Frostadóttir skrifar 15. janúar 2022 11:01 Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Þegar fjárlög ársins 2022 voru rædd í fjárlaganefnd fyrir jól kom fram að miðað við fyrstu drög frumvarpsins vantaði hátt í 2 milljarða í undirliggjandi rekstur spítalaþjónustu. Snýr það að mestu að Landspítalanum en einnig Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessa 2 milljarða vantar upp á fjárheimild fyrir 2022 til að sjúkrahússtigið geti sinnt óbreyttri þjónustu. Ekki nýrri þjónustu. Ráðamenn eru duglegir að telja til fjárhæðirnar sem renna til spítalastigsins í tengslum við COVID. Ný farsóttardeild kostar nokkur hundruð milljónir, kostnaður er vegna skimunar o.s.frv. Þetta er stríðskostnaður. Þetta er sjálfsagður, fullkomlega sjálfsagður kostnaður. Höfum það á hreinu. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun. Að fullfjármagna COVID kostnað? Það er ekki hægt að hrósa sér fyrir að standa undir stríðskostnaði. Við í minnihlutanum í fjárlaganefnd lögðum fram breytingartillögu við fjárlögin sem var rædd í þinginu fyrir jól þar sem m.a. var lagt til að umræddu 2 milljarða gati í spítalaþjónustu fyrir þetta ár yrði lokað. Því var hafnað af ríkisstjórnarflokkunum. Það eru margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á álag núna á spítalanum. Stór hluti er undirliggjandi vanfjármögnun sem hefur undið upp á sig, og toppar svo þegar stríð skellur á. Það gefur augaleið að ætla bara að rétt fjármagna þennan stríðstopp og kalla það gott er ekki til þess fallið að bæta mönnun á spítalanum. Mönnun tekur vissulega tíma. En við hljótum að spyrja okkur hvernig á því stendur að eftir 2 ár er þessi vandi enn til staðar. Það er svo hámark kaldhæðninnar að ástæðan fyrir umræddu 2 milljarða króna gati er að ríkisstjórnin ákvað að nýta fjármagn sem hefði átt að renna til spítalans til að halda óbreyttri þjónustu, samhliða öldrun og fólksfjölgun, til að borga fyrir Betri vaktavinnutíma starfsfólks. Sem sagt, úrræði til að bæta mönnun er fjármagnað með því að taka fjármagn af almennum rekstri spítalans. Álagið fært úr einum vasa í annan. Ef þetta snýst um forgangsröðun fjármagns þarf að svara fyrir það hvers vegna stjórnarmeirihlutinn ýtti í gegn aðgerðum sem kosta ríkissjóð 7 milljarða króna í tengslum við úrræðið „Allir vinna“ rétt fyrir áramót – úrræði sem ráðuneyti fjármálaráðherra varaði við að væri hagstjórnarmistök að framlengja miðað við spennu í þessum hluta hagkerfisins. En sjúkrahúsþjónusta, sem er í dag viðmiðið í sóttvarnaraðgerðum, situr enn eftir. Hvert er eiginlega planið og hvernig rímar þessi forgangsröðun við það? Í stríði þarf að fara óhefðbundnar leiðir og hugsa stórt. Rausnarlegt álag á laun fólks hefur ekki komið til umræðu í úrræðum stjórnvalda. Og eftir einhvern tíma er fólk einfaldlega orðið svo þreytt, og margir hverjir móðgaðir, að peningar geta ekki einu sinni lokkað það til baka. Þá ábyrgð bera þau sem stýra fjárheimildum til spítalans. Peningar leysa vissulega ekki allt og vafalaust er ýmislegt á spítalanum sem má bæta með öðrum aðgerðum, stjórnun og skipulagi. En í stríði gengur þú í málið, ferð í akút aðgerð. Í svona ástandi á að forgangsraða til framlínunnar. Enda tekur allt samfélagið í dag mið af ástandinu þar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samfylkingin Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs. Þegar fjárlög ársins 2022 voru rædd í fjárlaganefnd fyrir jól kom fram að miðað við fyrstu drög frumvarpsins vantaði hátt í 2 milljarða í undirliggjandi rekstur spítalaþjónustu. Snýr það að mestu að Landspítalanum en einnig Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessa 2 milljarða vantar upp á fjárheimild fyrir 2022 til að sjúkrahússtigið geti sinnt óbreyttri þjónustu. Ekki nýrri þjónustu. Ráðamenn eru duglegir að telja til fjárhæðirnar sem renna til spítalastigsins í tengslum við COVID. Ný farsóttardeild kostar nokkur hundruð milljónir, kostnaður er vegna skimunar o.s.frv. Þetta er stríðskostnaður. Þetta er sjálfsagður, fullkomlega sjálfsagður kostnaður. Höfum það á hreinu. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun. Að fullfjármagna COVID kostnað? Það er ekki hægt að hrósa sér fyrir að standa undir stríðskostnaði. Við í minnihlutanum í fjárlaganefnd lögðum fram breytingartillögu við fjárlögin sem var rædd í þinginu fyrir jól þar sem m.a. var lagt til að umræddu 2 milljarða gati í spítalaþjónustu fyrir þetta ár yrði lokað. Því var hafnað af ríkisstjórnarflokkunum. Það eru margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á álag núna á spítalanum. Stór hluti er undirliggjandi vanfjármögnun sem hefur undið upp á sig, og toppar svo þegar stríð skellur á. Það gefur augaleið að ætla bara að rétt fjármagna þennan stríðstopp og kalla það gott er ekki til þess fallið að bæta mönnun á spítalanum. Mönnun tekur vissulega tíma. En við hljótum að spyrja okkur hvernig á því stendur að eftir 2 ár er þessi vandi enn til staðar. Það er svo hámark kaldhæðninnar að ástæðan fyrir umræddu 2 milljarða króna gati er að ríkisstjórnin ákvað að nýta fjármagn sem hefði átt að renna til spítalans til að halda óbreyttri þjónustu, samhliða öldrun og fólksfjölgun, til að borga fyrir Betri vaktavinnutíma starfsfólks. Sem sagt, úrræði til að bæta mönnun er fjármagnað með því að taka fjármagn af almennum rekstri spítalans. Álagið fært úr einum vasa í annan. Ef þetta snýst um forgangsröðun fjármagns þarf að svara fyrir það hvers vegna stjórnarmeirihlutinn ýtti í gegn aðgerðum sem kosta ríkissjóð 7 milljarða króna í tengslum við úrræðið „Allir vinna“ rétt fyrir áramót – úrræði sem ráðuneyti fjármálaráðherra varaði við að væri hagstjórnarmistök að framlengja miðað við spennu í þessum hluta hagkerfisins. En sjúkrahúsþjónusta, sem er í dag viðmiðið í sóttvarnaraðgerðum, situr enn eftir. Hvert er eiginlega planið og hvernig rímar þessi forgangsröðun við það? Í stríði þarf að fara óhefðbundnar leiðir og hugsa stórt. Rausnarlegt álag á laun fólks hefur ekki komið til umræðu í úrræðum stjórnvalda. Og eftir einhvern tíma er fólk einfaldlega orðið svo þreytt, og margir hverjir móðgaðir, að peningar geta ekki einu sinni lokkað það til baka. Þá ábyrgð bera þau sem stýra fjárheimildum til spítalans. Peningar leysa vissulega ekki allt og vafalaust er ýmislegt á spítalanum sem má bæta með öðrum aðgerðum, stjórnun og skipulagi. En í stríði gengur þú í málið, ferð í akút aðgerð. Í svona ástandi á að forgangsraða til framlínunnar. Enda tekur allt samfélagið í dag mið af ástandinu þar. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og aðalmaður í fjárlaganefnd Alþingis.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun