Norwich lyftir sér úr botnsætinu með öflugum sigri á Everton Atli Arason skrifar 15. janúar 2022 17:20 vísir/Getty Norwich vann bráð nauðsynlegan 2-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn lyftir liðinu upp úr botnsæti deildarinnar og upp í 18. sætið. Norwich byrjaði leikinn á flugi gegn lánlausum Everton mönnum. Michael Keane varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 16. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var Adam Idah búinn að tvöfalda forystu heimamanna. Á 60. mínútu minnkar Richarlison muninn með stórglæsilegu marki er hann skorar úr bakfallsspyrnu inn í vítateig Norwich. Nær komust gestirnir þó ekki og stigin þrjú fara til Norwich. Newcastle áfram í fallsæti Nýir eigendur Newcastle.vísir/Getty Á St. James' Park var voru Kieran Trippier og Chris Wood báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrstu úrvalsdeildarleikjum fyrir Newcastle í 1-1 jafntefli gegn Watford. Allan Saint-Maximin gerði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks þegar hann rænir boltanum af Jeremy Ngkia, bakverði Watford, og kemst inn í vítateig gestanna þar sem hann á skot á nærstöng sem Ben Foster, markvörður Watford, ræður ekki við. Á 88. mínútu jafnar Joao Pedro leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf varamannsins Kiko Femenia af hægri kanti og þar við sat. Newcastle dettur niður í 19. sætið eftir jafnteflið á meðan Watford er áfram í 17. sæti. Adama Traore skorar fyrsta markið sitt á tímabilinu Í Wolverhampton var Southampton í heimsókn í leik þar sem heimamenn unnu 3-1. Wolves komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar Jan Bednarek, varnarmaður Southampton, brýtur á Rayan Aït-Nouri inn í vítateig. Eftir að hafa skoðað atvikið betur í VAR skjánum dæmir Michael Sailsbury, dómari leiksins, vítaspyrnu sem Raúl Jiminéz skorar örugglega úr. Conor Coady skoraði annað mark leiksins á 59. mínútu þegar hann skallar boltann í autt netið eftir að kollspyrna Max Kilman hafði endað í stönginni. James Ward Prowse skoraði frábært mark úr aukaspyrnu á 84. mínútu þegar hann skaut utanfótar snuddu sem endaði í marki Wovles. Gestirnir sóttu af krafti eftir mark Ward Prowse sem varð til þess að þeir urðu fáliðaðir í vörninni. Heimamenn nýttu sér það og Adama Traore gulltryggði 3-1 sigur Wolves með marki úr skyndisókn á 91. mínútu. Með sigrinum er Wolves komið upp í 8. sæti á meðan Southampton er í því 12. Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Sjá meira
Norwich byrjaði leikinn á flugi gegn lánlausum Everton mönnum. Michael Keane varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 16. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var Adam Idah búinn að tvöfalda forystu heimamanna. Á 60. mínútu minnkar Richarlison muninn með stórglæsilegu marki er hann skorar úr bakfallsspyrnu inn í vítateig Norwich. Nær komust gestirnir þó ekki og stigin þrjú fara til Norwich. Newcastle áfram í fallsæti Nýir eigendur Newcastle.vísir/Getty Á St. James' Park var voru Kieran Trippier og Chris Wood báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrstu úrvalsdeildarleikjum fyrir Newcastle í 1-1 jafntefli gegn Watford. Allan Saint-Maximin gerði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks þegar hann rænir boltanum af Jeremy Ngkia, bakverði Watford, og kemst inn í vítateig gestanna þar sem hann á skot á nærstöng sem Ben Foster, markvörður Watford, ræður ekki við. Á 88. mínútu jafnar Joao Pedro leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf varamannsins Kiko Femenia af hægri kanti og þar við sat. Newcastle dettur niður í 19. sætið eftir jafnteflið á meðan Watford er áfram í 17. sæti. Adama Traore skorar fyrsta markið sitt á tímabilinu Í Wolverhampton var Southampton í heimsókn í leik þar sem heimamenn unnu 3-1. Wolves komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar Jan Bednarek, varnarmaður Southampton, brýtur á Rayan Aït-Nouri inn í vítateig. Eftir að hafa skoðað atvikið betur í VAR skjánum dæmir Michael Sailsbury, dómari leiksins, vítaspyrnu sem Raúl Jiminéz skorar örugglega úr. Conor Coady skoraði annað mark leiksins á 59. mínútu þegar hann skallar boltann í autt netið eftir að kollspyrna Max Kilman hafði endað í stönginni. James Ward Prowse skoraði frábært mark úr aukaspyrnu á 84. mínútu þegar hann skaut utanfótar snuddu sem endaði í marki Wovles. Gestirnir sóttu af krafti eftir mark Ward Prowse sem varð til þess að þeir urðu fáliðaðir í vörninni. Heimamenn nýttu sér það og Adama Traore gulltryggði 3-1 sigur Wolves með marki úr skyndisókn á 91. mínútu. Með sigrinum er Wolves komið upp í 8. sæti á meðan Southampton er í því 12.
Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Sjá meira