Fjölbreytt vistkerfi í ónotuðu landi Atli Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 10:31 Við Reykvíkingar búum svo sannarlega í fallegri borg þar sem við erum svo heppin að búa að fjölbreyttri menningu og náttúru. Samt sem áður eyðum við miklum tíma og pening í að viðhalda einhæfum vistkerfum á stórum landsvæðum án þess að fá út úr þeim þá virkni sem getur nýst okkur betur. Þessi svæði eru hljóðmanir, umferðareyjur og önnur græn svæði. Þessi gras svæði eru afar einhæf vistkerfi sem styðja ekki líffræðilegan fjölbreytileika ásamt því að kosta borgarbúa háar fjárhæðir ár hvert í slætti, eftirliti, losun úrgangs og svo framvegis. Jákvæðar afleiðingar þess að gróðursetja trjágróður á þessum gras svæðum eru margþættar. Trjágróður stuðlar að betri hljóðvist þar sem svæðin liggja að umferðaræðum ásamt því að draga úr mengun með bindingu kolefnis og dreifingu ryks frá vegum. Líffræðilegur fjölbreytileiki eykst og styður betur við fugla og skordýra flóru. Þéttur trjágróður á þessum svæðum getur líka dregið úr vindi í hverfum borgarinnar og stuðlað að fleiri, fjölbreyttari og skjólsamari útivistarsvæðum borgarbúa. Jákvæð aukaverkun trjágróðurs á þessum grassvæðum felst líka í lægri viðhalds- og rekstrarkostnaði fyrir Reykjavíkurborg. Sláttur á landsvæði sem nemur mörgum tugum ferkílómetra gæti fallið niður að miklu leiti. Þar að auki þarf ekki lengur að ferja gras í flutningabíla förmum til meðhöndlunar sem eitt og sér dregur úr mengun og kostnaði en afleiddar áhrif væru meðal annar minna álag á sorphirðustöðvar. Nýtum landið okkar betur og búum til vistfræðilega fjölbreytt græn svæði innan Reykjavíkur sem hafa víðtæk jákvæð áhrif og stuðla að betra umhverfi bæði fyrir okkur íbúana og umhverfið okkar allt í heild. Höfundur er landfræðingur og Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Skipulag Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við Reykvíkingar búum svo sannarlega í fallegri borg þar sem við erum svo heppin að búa að fjölbreyttri menningu og náttúru. Samt sem áður eyðum við miklum tíma og pening í að viðhalda einhæfum vistkerfum á stórum landsvæðum án þess að fá út úr þeim þá virkni sem getur nýst okkur betur. Þessi svæði eru hljóðmanir, umferðareyjur og önnur græn svæði. Þessi gras svæði eru afar einhæf vistkerfi sem styðja ekki líffræðilegan fjölbreytileika ásamt því að kosta borgarbúa háar fjárhæðir ár hvert í slætti, eftirliti, losun úrgangs og svo framvegis. Jákvæðar afleiðingar þess að gróðursetja trjágróður á þessum gras svæðum eru margþættar. Trjágróður stuðlar að betri hljóðvist þar sem svæðin liggja að umferðaræðum ásamt því að draga úr mengun með bindingu kolefnis og dreifingu ryks frá vegum. Líffræðilegur fjölbreytileiki eykst og styður betur við fugla og skordýra flóru. Þéttur trjágróður á þessum svæðum getur líka dregið úr vindi í hverfum borgarinnar og stuðlað að fleiri, fjölbreyttari og skjólsamari útivistarsvæðum borgarbúa. Jákvæð aukaverkun trjágróðurs á þessum grassvæðum felst líka í lægri viðhalds- og rekstrarkostnaði fyrir Reykjavíkurborg. Sláttur á landsvæði sem nemur mörgum tugum ferkílómetra gæti fallið niður að miklu leiti. Þar að auki þarf ekki lengur að ferja gras í flutningabíla förmum til meðhöndlunar sem eitt og sér dregur úr mengun og kostnaði en afleiddar áhrif væru meðal annar minna álag á sorphirðustöðvar. Nýtum landið okkar betur og búum til vistfræðilega fjölbreytt græn svæði innan Reykjavíkur sem hafa víðtæk jákvæð áhrif og stuðla að betra umhverfi bæði fyrir okkur íbúana og umhverfið okkar allt í heild. Höfundur er landfræðingur og Reykvíkingur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar