Best í heimi en ekki í liði ársins Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2022 16:31 Alexia Putellas fylgist með af skjá þegar Gianni Infantino, forseti FIFA, tilkynnir að hún hafi verið valin sú besta á síðasta ári. EPA-EFE/Harold Cunningham Besta knattspyrnukona ársins 2021 að mati FIFA er ekki í úrvalsliði ársins að mati FIFA, eins einkennilega og það kann að hljóma. Alexia Putellas, fyrirliði Evrópumeistara Barcelona, var kjörin besta knattspyrnukonan og hlaut 48 stig. Sam Kerr úr Chelsea varð í 2. sæti með 44 stig og Jennifer Hermoso úr Barcelona þriðja með 39 stig. Engu að síður var Putellas ekki valin í ellefu manna úrvalslið ársins. Raunar var engin af þeim þremur bestu í úrvalsliðinu. The Women's World XI, as voted by the players But no room for The Best winner Alexia Putellas or finalists Jenni Hermoso and Sam Kerr pic.twitter.com/FPDHLqzmgK— B/R Football (@brfootball) January 17, 2022 Sænski blaðamaðurinn Mia Eriksson, sem sérhæfir sig í umfjöllun um knattspyrnu kvenna, er ein þeirra sem benda á þessa undarlegu staðreynd. Hún stingur upp á að breytt verði um aðferðir við valið, til að gera það fagmannlegra. Því tengt harmar hún það enn að hin danska Pernille Harder skyldi ekki kjörin best í fyrra. Alexia Putellas wins FIFA Best player of the year, but she did not make it into the best team. If there's one gala with awards we might have to re-do and evaluate to make it more - professional?Gives me flashbacks from last year when a certain Dane should have won THE BEST.— Mia Eriksson (@mia_eriksson) January 17, 2022 Í kjörinu á leikmanni ársins hafa aðeins þjálfarar og fyrirliðar landsliða heimsins, og sérvalinn blaðamaður frá hverju landi, atkvæðisrétt. Fulltrúar Íslands, þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Þorsteinn Halldórsson og Víðir Sigurðsson, völdu öll Putellas í efsta sæti. Í valinu á liði ársins fá hins vegar allir leikmenn sem eru atvinnumenn í fótbolta að kjósa. Samkvæmt heimasíðu leikmannasamtakanna FIFPro, sem sjá um kjörið, taka vanalega um 25.000 manns þátt og kjósa leikmenn í fjórar stöður; mark, vörn, miðju og sókn. Og það er ekki svo að það bitni á leikmönnum ef þeir eru kosnir sem miðjumenn af sumum en sóknarmenn af öðrum. Tekið er tillit til þess og atkvæði lögð saman. Putellas fékk einfaldlega ekki nógu mörg atkvæði til að vera í liði ársins hjá þeim atvinnumönnum sem kusu. Fótbolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Alexia Putellas, fyrirliði Evrópumeistara Barcelona, var kjörin besta knattspyrnukonan og hlaut 48 stig. Sam Kerr úr Chelsea varð í 2. sæti með 44 stig og Jennifer Hermoso úr Barcelona þriðja með 39 stig. Engu að síður var Putellas ekki valin í ellefu manna úrvalslið ársins. Raunar var engin af þeim þremur bestu í úrvalsliðinu. The Women's World XI, as voted by the players But no room for The Best winner Alexia Putellas or finalists Jenni Hermoso and Sam Kerr pic.twitter.com/FPDHLqzmgK— B/R Football (@brfootball) January 17, 2022 Sænski blaðamaðurinn Mia Eriksson, sem sérhæfir sig í umfjöllun um knattspyrnu kvenna, er ein þeirra sem benda á þessa undarlegu staðreynd. Hún stingur upp á að breytt verði um aðferðir við valið, til að gera það fagmannlegra. Því tengt harmar hún það enn að hin danska Pernille Harder skyldi ekki kjörin best í fyrra. Alexia Putellas wins FIFA Best player of the year, but she did not make it into the best team. If there's one gala with awards we might have to re-do and evaluate to make it more - professional?Gives me flashbacks from last year when a certain Dane should have won THE BEST.— Mia Eriksson (@mia_eriksson) January 17, 2022 Í kjörinu á leikmanni ársins hafa aðeins þjálfarar og fyrirliðar landsliða heimsins, og sérvalinn blaðamaður frá hverju landi, atkvæðisrétt. Fulltrúar Íslands, þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Þorsteinn Halldórsson og Víðir Sigurðsson, völdu öll Putellas í efsta sæti. Í valinu á liði ársins fá hins vegar allir leikmenn sem eru atvinnumenn í fótbolta að kjósa. Samkvæmt heimasíðu leikmannasamtakanna FIFPro, sem sjá um kjörið, taka vanalega um 25.000 manns þátt og kjósa leikmenn í fjórar stöður; mark, vörn, miðju og sókn. Og það er ekki svo að það bitni á leikmönnum ef þeir eru kosnir sem miðjumenn af sumum en sóknarmenn af öðrum. Tekið er tillit til þess og atkvæði lögð saman. Putellas fékk einfaldlega ekki nógu mörg atkvæði til að vera í liði ársins hjá þeim atvinnumönnum sem kusu.
Fótbolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira