Björgólfur Thor krefst þess að fá tugi tölvupósta frá Halldóri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2022 13:27 Björgólfur Thor Björgólfsson vill komast í gögn sem tengast máli Alvogens gegn Halldóri Kristmannssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá félaginu. Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir krefst þess að Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen, afhendi greinargerð og tugi tölvupósta og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Krafa Björgólfs er gerð í tengslum við skaðabótamál vegna falls Landsbankans í hruninu. Halldór telur að ef hann afhendi gögnin verði því beitt gegn honum. Málið kom til kasta Landsréttar í síðustu viku en kröfu Björgólfs hafði verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. Landsréttur ómerkti þann úrskurð og sendi málið aftur heim í hérað. Raunar er um að ræða tvö mál sem eiga rætur sínar að rekja til 600 milljóna króna skaðabótakröfu Vogunar hf. og fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. á hendur Björgólfi Thor vegna falls Landsbankans árið 2008. Í úrskurði héraðsdóms í málunum, sem fylgja með úrskurði Landsréttar kemur fram að Björgólfur Thor hafi lagt fram ljósrit af frétt Ríkisútvarpsins í júní 2021 um yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér í tengslum við dómsmál Alvogens gegn Halldóri. Bendir Björgólfur Thor á að í yfirlýsingunni sé vísað til greinargerðar Halldórs í dómsmálinu gegn Alvogen, þar sem því er meðal annars haldið fram að Róbert Wessman hafi falið lykilstjórnendum fyrirtækanna Alvogen og Alvotech, þar á meðal Árna Harðarsyni aðstoðarforstjóra, Þór Kristjánssyni framkvæmdastjóra og fyrrum bankaráðsmanni hjá Landsbankanum og Straumi, ásamt Halldóri að undirbúa og leiða hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Telur fullvíst að það verði notað gegn honum, afhendi hann gögnin Vill Björgólfur Thor að Halldór afhendi umrædda greinargerð auk tugi tölvupósta og annarra dómskjala. Telur Björgólfur Thor að umrædd gögn skipti máli í ljósi skaðabótakröfu Venusar og Vogunar. Hann telur að gögnin sýni hvernig Róbert og lykilstjórnendur Alvogen og Alvotech hafi haft fulla stjórn á hópmálsókn gegn Björgólfi Thor vegna falls Landsbankans. Þá vill hann jafnframt að Halldór verði kvaddur fyrir dóminn. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að Halldór leggist gegn því að verða við beiðninni um afhendingu gagnanna. Hann geri sér ekki fyrir því hvaða þýðingu gögnin hafi í umræddu skaðabótamáli gegn Björgólfi Thor. Þá kveðst hann „fullviss um að ef hann afhendi sóknaraðila gögnin, þá verði reynt að nota það gegn honum, almennt og í framangreindu máli Alvogen gegn honum. Honum sé mikið í mun að tryggja að hann brjóti ekki hugsanlegar trúnaðarskyldur sínar gagnvart fyrrum vinnuveitanda. Hann geti því ekki látið gögnin af hendi, þar sem trúnaður kunni að gilda um þau, líkt og segir í úrskurði Héraðsdóms. Aftur í hérað Svo virðist sem að formsatriði hafi ráðið því að Landsréttur ákvað að senda málið aftur heim í hérað. Meira en fjórar vikur liðu frá því úrskurður var kveðinn upp eftir að málflutningi lauk. Samkvæmt lögum bar að flytja málið á ný nema dómari og aðilar teldu það óþarft. Málið var ekki flutt að nýju en við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar var bókað í þingbók að sótt væri þing af hálfu beggja aðila. Hvorki var bókað að aðilar væru sammála um að flutningur málsins á ný væri óþarfur né lágu fyrir skriflegar yfirlýsingar frá lögmönnum aðila um að þeir teldu ekki þörf á endurflutningi málsins. „Vegna þessa verður ekki hjá því komist að ómerkja hinn kærða úrskurð og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar á ný,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Dómsmál Tengdar fréttir Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi. 16. nóvember 2021 07:57 Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. 7. apríl 2021 11:08 Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra. 7. apríl 2021 07:10 Skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor aftur í hérað Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. 4. júní 2019 10:54 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Málið kom til kasta Landsréttar í síðustu viku en kröfu Björgólfs hafði verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. Landsréttur ómerkti þann úrskurð og sendi málið aftur heim í hérað. Raunar er um að ræða tvö mál sem eiga rætur sínar að rekja til 600 milljóna króna skaðabótakröfu Vogunar hf. og fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. á hendur Björgólfi Thor vegna falls Landsbankans árið 2008. Í úrskurði héraðsdóms í málunum, sem fylgja með úrskurði Landsréttar kemur fram að Björgólfur Thor hafi lagt fram ljósrit af frétt Ríkisútvarpsins í júní 2021 um yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér í tengslum við dómsmál Alvogens gegn Halldóri. Bendir Björgólfur Thor á að í yfirlýsingunni sé vísað til greinargerðar Halldórs í dómsmálinu gegn Alvogen, þar sem því er meðal annars haldið fram að Róbert Wessman hafi falið lykilstjórnendum fyrirtækanna Alvogen og Alvotech, þar á meðal Árna Harðarsyni aðstoðarforstjóra, Þór Kristjánssyni framkvæmdastjóra og fyrrum bankaráðsmanni hjá Landsbankanum og Straumi, ásamt Halldóri að undirbúa og leiða hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Telur fullvíst að það verði notað gegn honum, afhendi hann gögnin Vill Björgólfur Thor að Halldór afhendi umrædda greinargerð auk tugi tölvupósta og annarra dómskjala. Telur Björgólfur Thor að umrædd gögn skipti máli í ljósi skaðabótakröfu Venusar og Vogunar. Hann telur að gögnin sýni hvernig Róbert og lykilstjórnendur Alvogen og Alvotech hafi haft fulla stjórn á hópmálsókn gegn Björgólfi Thor vegna falls Landsbankans. Þá vill hann jafnframt að Halldór verði kvaddur fyrir dóminn. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að Halldór leggist gegn því að verða við beiðninni um afhendingu gagnanna. Hann geri sér ekki fyrir því hvaða þýðingu gögnin hafi í umræddu skaðabótamáli gegn Björgólfi Thor. Þá kveðst hann „fullviss um að ef hann afhendi sóknaraðila gögnin, þá verði reynt að nota það gegn honum, almennt og í framangreindu máli Alvogen gegn honum. Honum sé mikið í mun að tryggja að hann brjóti ekki hugsanlegar trúnaðarskyldur sínar gagnvart fyrrum vinnuveitanda. Hann geti því ekki látið gögnin af hendi, þar sem trúnaður kunni að gilda um þau, líkt og segir í úrskurði Héraðsdóms. Aftur í hérað Svo virðist sem að formsatriði hafi ráðið því að Landsréttur ákvað að senda málið aftur heim í hérað. Meira en fjórar vikur liðu frá því úrskurður var kveðinn upp eftir að málflutningi lauk. Samkvæmt lögum bar að flytja málið á ný nema dómari og aðilar teldu það óþarft. Málið var ekki flutt að nýju en við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar var bókað í þingbók að sótt væri þing af hálfu beggja aðila. Hvorki var bókað að aðilar væru sammála um að flutningur málsins á ný væri óþarfur né lágu fyrir skriflegar yfirlýsingar frá lögmönnum aðila um að þeir teldu ekki þörf á endurflutningi málsins. „Vegna þessa verður ekki hjá því komist að ómerkja hinn kærða úrskurð og vísa málinu heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar á ný,“ segir í niðurstöðu Landsréttar.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Dómsmál Tengdar fréttir Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi. 16. nóvember 2021 07:57 Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. 7. apríl 2021 11:08 Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra. 7. apríl 2021 07:10 Skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor aftur í hérað Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. 4. júní 2019 10:54 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi. 16. nóvember 2021 07:57
Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. 7. apríl 2021 11:08
Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra. 7. apríl 2021 07:10
Skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor aftur í hérað Hæstiréttur hefur vísað rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. og Vogunar hf. á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni aftur heim í hérað. Málin snúast um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. 4. júní 2019 10:54