Heimsleikarnir 2022 í hættu hjá Söru: Síðustu 72 tímar brjálæðislega stressandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir á meðferðaborðinu hjá sjúkraþjálfara. Hún þarf nú aftur að glíma við hnémeiðsli. Youtube/WIT Meiðsladraugurinn heldur áfram að elta eina allra bestu CrossFit konu Íslands og nú er næsta heimsleika tímabil í hættu. Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina vegna meiðsla á hné. Hún hefur nú staðfest meiðslin sem margir óttuðust um að væri ástæðan fyrir því að hún hélt ekki áfram eftir þriðju greinina. Sara meiddi sig á hné og þurfti að fara í myndatöku í Flórída. Hún var að keppa á sínu öðru stóru móti á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðferð. Það er að heyra á færslu Söru að hún óttaðist hið versta en það lítur út fyrir að hún eigi enn möguleika á að taka þátt þegar The Open byrjar undir lok næsta mánaðar. „Ég fékk stóran skrekk á Wodapalooza á föstudaginn og af þeim sökum hafa síðustu 72 tímar verið brjálæðislega stressandi,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég þurfti að komast í myndatöku á hnénu og ég þurfti líka á hjálpa að halda frá stórkostlegu fólki á mörgum stöðum í heiminum til að skoða myndirnar og dæma um það í hvaða stöðu ég væri,“ skrifaði Sara. „Til allrar hamingju þá á enn smá möguleika á því að vera með á CrossFit tímabilinu 2022. Ég mun gera allt sem sem ég get til að svo verði,“ skrifaði Sara. Fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit hefst 24. febrúar næstkomandi eða eftir aðeins 36 daga. Það mun reyna mikið á Söru á þessum rúma mánuði að ná sér góðri að meiðslunum en um leið halda sér í nógu góðu formi til að tryggja sér farseðil í næstu umferð undankeppninnar. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðningin og vinaleg skilaboð. Ég vil líka þakka Dani Speegle sérstaklega fyrir að koma til mín eftir greinina og segja mér að halda höfðinu hátt,“ skrifaði Sara. Dani Speegle endaði í fimmta sætinu á mótinu en var bara tíu stigum frá verðlaunapallinum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina vegna meiðsla á hné. Hún hefur nú staðfest meiðslin sem margir óttuðust um að væri ástæðan fyrir því að hún hélt ekki áfram eftir þriðju greinina. Sara meiddi sig á hné og þurfti að fara í myndatöku í Flórída. Hún var að keppa á sínu öðru stóru móti á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðferð. Það er að heyra á færslu Söru að hún óttaðist hið versta en það lítur út fyrir að hún eigi enn möguleika á að taka þátt þegar The Open byrjar undir lok næsta mánaðar. „Ég fékk stóran skrekk á Wodapalooza á föstudaginn og af þeim sökum hafa síðustu 72 tímar verið brjálæðislega stressandi,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég þurfti að komast í myndatöku á hnénu og ég þurfti líka á hjálpa að halda frá stórkostlegu fólki á mörgum stöðum í heiminum til að skoða myndirnar og dæma um það í hvaða stöðu ég væri,“ skrifaði Sara. „Til allrar hamingju þá á enn smá möguleika á því að vera með á CrossFit tímabilinu 2022. Ég mun gera allt sem sem ég get til að svo verði,“ skrifaði Sara. Fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit hefst 24. febrúar næstkomandi eða eftir aðeins 36 daga. Það mun reyna mikið á Söru á þessum rúma mánuði að ná sér góðri að meiðslunum en um leið halda sér í nógu góðu formi til að tryggja sér farseðil í næstu umferð undankeppninnar. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðningin og vinaleg skilaboð. Ég vil líka þakka Dani Speegle sérstaklega fyrir að koma til mín eftir greinina og segja mér að halda höfðinu hátt,“ skrifaði Sara. Dani Speegle endaði í fimmta sætinu á mótinu en var bara tíu stigum frá verðlaunapallinum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira