Viðskiptasiðferði N1 sturtað niður í holræsið Vilhjálmur Birgisson skrifar 20. janúar 2022 11:01 Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. Í þessu tilfelli er um að ræða fyrirtækið N1 sem er í eigu Festi, en N1 er sakað réttilega um ógeðfelldar blekkingar þar sem fyrirtækið hefur selt viðskipta“vinum“ rafmagn í gegnum svokallaða þrautavaraleið á 73% hærra verði en því sem auglýst er. Grandalausir neytendur sem eru að flytja sig á milli heimila átta sig ekki á þeim blekkingum sem N1 hefur tekist að ástunda vegna glufu í regluverkinu. Í gegnum þessa glufu hefur N1 tekist að soga til sín um þúsund „viðskiptavini“ í hverjum mánuði á grundvelli þess að þeir séu með lægsta verðið þegar raunin er sú að þeir eru með hæsta verðið, ef neytandinn skráir sig ekki formlega í viðskipti hjá þeim. Formaður Neytendasamtakanna segir að þeir sem festast í þessu blekkingarneti hjá N1 greiði að meðaltali 24 þúsund krónum meira á ári vegna þessa. En sú upphæð er um 10% af þeirri launahækkun sem verkafólk fékk í fyrra! Það er rétt að upplýsa fyrir þá sem ekki vita að N1 tilheyrir Festi sem á og rekur Krónuna, Elko og N1 og hverjir skyldu vera meirihlutaeigendur í Festi, jú það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga uppundir 70% í Festi. Hugsið ykkur að það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga um 70% í N1 sem sakað er réttilega um að blekkja neytendur með svívirðilegum hætti. Og því spyr maður sig eðlilega: Hvað ætla stjórnendur lífeyrissjóða launamanna að gera með þessar ásakanir sem hafa kostað þá sem hafa lent í þessu blekkingarneti um 10% af launahækkun sem kom til framkvæmda í fyrra? Ætla stjórnendur lífeyrissjóðanna að brosa breitt því arðsemisgræðgi lífeyrissjóðanna skiptir þá öllu máli, algjörlega óháð því að verið sé að arðræna neytendur og launafólk með grófum blekkingum? Hvað ætla fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sem sitja inni í stjórnum þessara lífeyrissjóða sem eiga um 70% í þessu fyrirtæki sem hefur með blekkingum haft fé af launafólki, að gera? Mitt mat er að hér hefur siðleysi þeirra sem stjórna þessu fyrirtæki gagnvart neytendum verið afhjúpað með afgerandi hætti sem kallar á hörð viðbrögð lífeyrissjóðanna sem eiga eins og áður sagði 70% í þessu umrædda fyrirtæki. Eigendur lífeyrissjóðanna eiga og verða að gera skýlausa kröfu um að þeir stjórnendur hjá Festi sem bera ábyrgð á þessum blekkingum verði látnir gjalda fyrir það. Neytendur hljóta að spyrja sig þegar stjórnendur Festi víla ekki fyrir sér að notfæra sér svona glufu í regluverkinu til að hafa fé af neytendum með blekkingum á raforkumarkaði hvort blekkingum sé ekki einnig beitt á öðrum sviðum fyrirtækisins eins og í gegnum Krónuna og Elko. Munum að lífeyrissjóðirnir eiga 70% í matvæta- og eldneytismarkaði, 50% í trygginga-og fjarskiptamarkaði og sem eigendur í þessum geirum er aðalmarkmiðið arðsemi og aftur arðsemi og virðist það vera að afhjúpast enn og aftur að til að fullnægja arðsemisgræðginni að fullu þá séu þessir stjórnendur tilbúnir til að beita neytendur öllum siðlausum brögðum til að hámarka arðsemina. En munum að það eru neytendur sem þurfa að greiða fyrir þessa arðsemisgræðgi sem virðist vera í sumum tilfellum verið náð fram með því að svíkja og blekkja neytendur enda sýnir þetta mál að viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni. Það er algerlega mitt mat að stjórnendur lífeyrissjóðanna og sérstaklega fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar geta ekki og mega ekki láta þessar blekkingar átölulausar og því verða þeir að knýja í gegn að þeir sem bera ábyrgð á þessum blekkingum víki ella komi lífeyrissjóðirnir sér í burtu frá fyrirtæki sem hefur sturtað öllu siðferði gagnvart neytendum í holræsið. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Neytendur Orkumál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum í gær var afhjúpað enn og aftur hvernig neytendur á Íslandi eru svívirðilega blekktir, allt til þess eins að fullnægja arðsemisgræðginni sem skekur fjölmörg stór fyrirtæki á Íslandi. Í þessu tilfelli er um að ræða fyrirtækið N1 sem er í eigu Festi, en N1 er sakað réttilega um ógeðfelldar blekkingar þar sem fyrirtækið hefur selt viðskipta“vinum“ rafmagn í gegnum svokallaða þrautavaraleið á 73% hærra verði en því sem auglýst er. Grandalausir neytendur sem eru að flytja sig á milli heimila átta sig ekki á þeim blekkingum sem N1 hefur tekist að ástunda vegna glufu í regluverkinu. Í gegnum þessa glufu hefur N1 tekist að soga til sín um þúsund „viðskiptavini“ í hverjum mánuði á grundvelli þess að þeir séu með lægsta verðið þegar raunin er sú að þeir eru með hæsta verðið, ef neytandinn skráir sig ekki formlega í viðskipti hjá þeim. Formaður Neytendasamtakanna segir að þeir sem festast í þessu blekkingarneti hjá N1 greiði að meðaltali 24 þúsund krónum meira á ári vegna þessa. En sú upphæð er um 10% af þeirri launahækkun sem verkafólk fékk í fyrra! Það er rétt að upplýsa fyrir þá sem ekki vita að N1 tilheyrir Festi sem á og rekur Krónuna, Elko og N1 og hverjir skyldu vera meirihlutaeigendur í Festi, jú það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga uppundir 70% í Festi. Hugsið ykkur að það eru lífeyrissjóðir launafólks sem eiga um 70% í N1 sem sakað er réttilega um að blekkja neytendur með svívirðilegum hætti. Og því spyr maður sig eðlilega: Hvað ætla stjórnendur lífeyrissjóða launamanna að gera með þessar ásakanir sem hafa kostað þá sem hafa lent í þessu blekkingarneti um 10% af launahækkun sem kom til framkvæmda í fyrra? Ætla stjórnendur lífeyrissjóðanna að brosa breitt því arðsemisgræðgi lífeyrissjóðanna skiptir þá öllu máli, algjörlega óháð því að verið sé að arðræna neytendur og launafólk með grófum blekkingum? Hvað ætla fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sem sitja inni í stjórnum þessara lífeyrissjóða sem eiga um 70% í þessu fyrirtæki sem hefur með blekkingum haft fé af launafólki, að gera? Mitt mat er að hér hefur siðleysi þeirra sem stjórna þessu fyrirtæki gagnvart neytendum verið afhjúpað með afgerandi hætti sem kallar á hörð viðbrögð lífeyrissjóðanna sem eiga eins og áður sagði 70% í þessu umrædda fyrirtæki. Eigendur lífeyrissjóðanna eiga og verða að gera skýlausa kröfu um að þeir stjórnendur hjá Festi sem bera ábyrgð á þessum blekkingum verði látnir gjalda fyrir það. Neytendur hljóta að spyrja sig þegar stjórnendur Festi víla ekki fyrir sér að notfæra sér svona glufu í regluverkinu til að hafa fé af neytendum með blekkingum á raforkumarkaði hvort blekkingum sé ekki einnig beitt á öðrum sviðum fyrirtækisins eins og í gegnum Krónuna og Elko. Munum að lífeyrissjóðirnir eiga 70% í matvæta- og eldneytismarkaði, 50% í trygginga-og fjarskiptamarkaði og sem eigendur í þessum geirum er aðalmarkmiðið arðsemi og aftur arðsemi og virðist það vera að afhjúpast enn og aftur að til að fullnægja arðsemisgræðginni að fullu þá séu þessir stjórnendur tilbúnir til að beita neytendur öllum siðlausum brögðum til að hámarka arðsemina. En munum að það eru neytendur sem þurfa að greiða fyrir þessa arðsemisgræðgi sem virðist vera í sumum tilfellum verið náð fram með því að svíkja og blekkja neytendur enda sýnir þetta mál að viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni. Það er algerlega mitt mat að stjórnendur lífeyrissjóðanna og sérstaklega fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar geta ekki og mega ekki láta þessar blekkingar átölulausar og því verða þeir að knýja í gegn að þeir sem bera ábyrgð á þessum blekkingum víki ella komi lífeyrissjóðirnir sér í burtu frá fyrirtæki sem hefur sturtað öllu siðferði gagnvart neytendum í holræsið. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun