Frá þessu greinir lögreglan á Vesturlandi í færslu á Facebook. Telst málið upplýst og er það unnið í samvinnu með barnavernd.
Ennfremur segir að rannsókn málsins hafi lögreglan á Vesturlandi notið liðsinnis tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út eftir að tilkynnt var um eldinn að kvöldi fimmtudagsins fyrir viku. Slökkviliðsstjóri slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar sagði í samtali við Vísi að um tíu til fimmtán mínútur hafi tekið að slökkva eldinn sem kom upp í herbergi í skólanum.