Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Íþróttadeild Vísis skrifar 20. janúar 2022 22:00 Ómar Ingi Magnússon fékk bestu einkunn íslensku strákanna á móti Dönum í kvöld. EPA-EFE/Tibor Illyes Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. Mikið breytt íslenskt handboltalandslið tapaði með fjórum mörkum á móti heimsmeisturum Dana, 28-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari fékk það virkilega krefjandi verkefni fyrir leik á móti einu besta liði heims, að missa út sex lykilmenn í aðdraganda leiksins. Fullt af reynslulitlum strákum komu inn og tveir í byrjunarliðinu höfðu aldrei byrjað inn á í landsleik, hvað þá leik á stórmóti. Það var margt jákvætt í leik íslenska liðsins og Danir hafa farið mun verr með hina mótherja sína á mótinu til þessa enda með rosalega öflugt lið. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Ómar Ingi Magnússon fór fyrir íslenska liðinu í fjarveru hinna í útilínunni og skoraði mörg frábær mörk. Leikmaður í heimsklassa þar á ferðinni. Ungir strákar eins og Daníel Þór Ingason og Elvar Ásgeirsson gerðu margt gott og reynslumeiri menn eins og þeir Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson nýttu fleiri mínútur vel. Markvarslan brást okkur lengstum í þessum leik og þá sérstaklega réði hinn efnilegi Viktor Gísli Hallgrímsson ekki við meiri ábyrgð. Vörnin var slök framan af en batnaði til mikilla muna í seinni. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Danmörku: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (3 varin skot- 29:56 mín.) Afleit frammistaða hjá þessum unga markverði. Skorti alla einbeitingu, virkar ekki í nægilega góðu standi til að vera í marki íslenska landsliðsins. Talinn vera einn efnilegasti markvörður Evrópu en það sést langar leiðir að Viktor Gísli er rúinn sjálfstrausti. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - 2 (2 mörk - 59:26 mín.) Það er ekkert grín að fá leik eins og þennan á móti Dönum á stóra sviðinu í sínum fyrsta alvöru landsleik. Orri skilaði sínu en hefði með smá heppni getað verið með betri skotnýtingu. Klárlega framtíðarmaður. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta -3 (3 mörk - 40:49 mín.) Frábær frammistaða hjá Mosfellingnum í sínum fyrsta landsleik á móti besta liði heims. Skoraði þrjú frábær mörk í fyrri hálfleik en var í vandræðum ekki síst í varnarleiknum í fyrri hálfleik. Skal engan undra á móti einu mesta efni sem sést hefur í handboltaheiminum í háa herrans tíð. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (4 mörk - 44:54 mín.) Stýrði leik íslenska liðsins af snilld. Á það til að missa einbeitingu þegar líður á leikina og var farinn að glotta í spjalli við leikmenn danska liðsins. Væri betra ef Janus léti það algjörlega eiga sig. Langskotin gengu ekki upp hjá honum á móti öflugum markverði. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (8 mörk - 41:39 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Þvílíkir hæfileikar. Spilaði félaga sína listilega vel uppi og það er ljóst að Danir höfðu miklar áhyggjur af Ómari og voru skíthræddir við hann. Ber nafnbótina Íþróttamaður ársins með rentu. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 2 (1 mark - 48:23 mín.) Átti afleitan dag í Búdapest. Fann engan takt í sinn leik eftir frábæra frammistöðu á mótinu til þessa. Þarf að girða sig í brók fyrir komandi átök. Ekki boðleg frammistaða fyrir leikmann í hans gæðaflokki. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (0 mörk, 5 stopp - 38:57 mín.) Fyrirliðinn var í vandræðum í varnarleiknum í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var allt annað að sjá til hans. Þar sýndi Ýmir varnarleik eins og menn vilja sjá. Var á köflum frábær í leiknum en hann bar fyrirliðabandið vel, var hvetjandi fyrir liðsfélaga sína og það geislaði af honum. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 4 (2 mörk, 4 stopp - 40:45 mín.) Var besti varnarmaður íslenska liðsins í leiknum. Átti afar sterka innkomu og skilaði líka tveimur frábærum mörkum. Þarna sáum við þann Arnar sem menn hafa verið að bíða eftir á Evrópumótinu í Ungverjalandi. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3 (7/2 varin skot- 24:17 mín.) Varði tvö vítaskot frá einni bestu skyttu heims. Náði að klukka fimm bolta til viðbótar en í íslenska landsliðinu í handbolta, sem getur komist í fremstu röð, þurfa þeir sem standa á milli stanganna einfaldlega að gera betur. Daníel Þór Ingason, vörn - 4 (1 mark, 1 stopp - 22:04 mín.) Frábær innkoma í fyrsta leik hans á mótinu. Með tilkomu hans í íslensku vörnina þéttist varnarleikurinn til mikilla muna. Skoraði gott mark úr gegnumbroti og það verður gaman að fylgjast með honum í næstu leikjum. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (1 mark - 14:53 mín.) Stóð sig í raun mjög vel og átti það samnefnt með kollegum sínum í íslensku vörninni að eiga erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Hafa ber í huga að Elliði er ungur að árum og með meiri reynslu og fleiri leikjum er ljóst að hann á bara eftir að verða betri. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 6:53 mín.) Átti frábæra innkomu í lokin. Hraðinn og krafturinn þegar hann skoraði mörkin sín tvö úr hraðaupphlaupunum, sem hann fékk, sýnir okkur að það er vilji til staðar. Verður gaman að sjá hvort hann fái ekki fleiri tækifæri í sóknarleiknum í næstu leikjum. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítið (0 mörk - 5:25 mín.) Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítið (0 mörk - 1:39 mín.) Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Átti frábær svör við varnarleik Dana sem skilaði oftar en ekki frábærum mörkum. Varnarleikurinn var hins vegar ekki nægilega góður í fyrri hálfleik en Guðmundur fann lausnir í þeim síðari sem hafði mikið að segja. Ekkert lið á Evrópumótinu til þessa hefur tapað fyrir Dönum með minni mun en Ísland sem verður að teljast býsna jákvætt með vængbrotið lið. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir strákanna á móti Ungverjum: Bjarki og Björgvin bestir en þrír fá sexu Það voru margir að spila vel í sigrinum á Ungverjum í kvöld enda þurfti mikið til að vinna heimamenn fyrir framan troðfulla og blóðheita tuttugu þúsund manna höll. 18. janúar 2022 19:39 Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. 16. janúar 2022 22:16 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Mikið breytt íslenskt handboltalandslið tapaði með fjórum mörkum á móti heimsmeisturum Dana, 28-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari fékk það virkilega krefjandi verkefni fyrir leik á móti einu besta liði heims, að missa út sex lykilmenn í aðdraganda leiksins. Fullt af reynslulitlum strákum komu inn og tveir í byrjunarliðinu höfðu aldrei byrjað inn á í landsleik, hvað þá leik á stórmóti. Það var margt jákvætt í leik íslenska liðsins og Danir hafa farið mun verr með hina mótherja sína á mótinu til þessa enda með rosalega öflugt lið. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Ómar Ingi Magnússon fór fyrir íslenska liðinu í fjarveru hinna í útilínunni og skoraði mörg frábær mörk. Leikmaður í heimsklassa þar á ferðinni. Ungir strákar eins og Daníel Þór Ingason og Elvar Ásgeirsson gerðu margt gott og reynslumeiri menn eins og þeir Janus Daði Smárason og Arnar Freyr Arnarsson nýttu fleiri mínútur vel. Markvarslan brást okkur lengstum í þessum leik og þá sérstaklega réði hinn efnilegi Viktor Gísli Hallgrímsson ekki við meiri ábyrgð. Vörnin var slök framan af en batnaði til mikilla muna í seinni. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Danmörku: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (3 varin skot- 29:56 mín.) Afleit frammistaða hjá þessum unga markverði. Skorti alla einbeitingu, virkar ekki í nægilega góðu standi til að vera í marki íslenska landsliðsins. Talinn vera einn efnilegasti markvörður Evrópu en það sést langar leiðir að Viktor Gísli er rúinn sjálfstrausti. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - 2 (2 mörk - 59:26 mín.) Það er ekkert grín að fá leik eins og þennan á móti Dönum á stóra sviðinu í sínum fyrsta alvöru landsleik. Orri skilaði sínu en hefði með smá heppni getað verið með betri skotnýtingu. Klárlega framtíðarmaður. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta -3 (3 mörk - 40:49 mín.) Frábær frammistaða hjá Mosfellingnum í sínum fyrsta landsleik á móti besta liði heims. Skoraði þrjú frábær mörk í fyrri hálfleik en var í vandræðum ekki síst í varnarleiknum í fyrri hálfleik. Skal engan undra á móti einu mesta efni sem sést hefur í handboltaheiminum í háa herrans tíð. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (4 mörk - 44:54 mín.) Stýrði leik íslenska liðsins af snilld. Á það til að missa einbeitingu þegar líður á leikina og var farinn að glotta í spjalli við leikmenn danska liðsins. Væri betra ef Janus léti það algjörlega eiga sig. Langskotin gengu ekki upp hjá honum á móti öflugum markverði. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (8 mörk - 41:39 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Þvílíkir hæfileikar. Spilaði félaga sína listilega vel uppi og það er ljóst að Danir höfðu miklar áhyggjur af Ómari og voru skíthræddir við hann. Ber nafnbótina Íþróttamaður ársins með rentu. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 2 (1 mark - 48:23 mín.) Átti afleitan dag í Búdapest. Fann engan takt í sinn leik eftir frábæra frammistöðu á mótinu til þessa. Þarf að girða sig í brók fyrir komandi átök. Ekki boðleg frammistaða fyrir leikmann í hans gæðaflokki. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (0 mörk, 5 stopp - 38:57 mín.) Fyrirliðinn var í vandræðum í varnarleiknum í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var allt annað að sjá til hans. Þar sýndi Ýmir varnarleik eins og menn vilja sjá. Var á köflum frábær í leiknum en hann bar fyrirliðabandið vel, var hvetjandi fyrir liðsfélaga sína og það geislaði af honum. Arnar Freyr Arnarsson, vörn - 4 (2 mörk, 4 stopp - 40:45 mín.) Var besti varnarmaður íslenska liðsins í leiknum. Átti afar sterka innkomu og skilaði líka tveimur frábærum mörkum. Þarna sáum við þann Arnar sem menn hafa verið að bíða eftir á Evrópumótinu í Ungverjalandi. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3 (7/2 varin skot- 24:17 mín.) Varði tvö vítaskot frá einni bestu skyttu heims. Náði að klukka fimm bolta til viðbótar en í íslenska landsliðinu í handbolta, sem getur komist í fremstu röð, þurfa þeir sem standa á milli stanganna einfaldlega að gera betur. Daníel Þór Ingason, vörn - 4 (1 mark, 1 stopp - 22:04 mín.) Frábær innkoma í fyrsta leik hans á mótinu. Með tilkomu hans í íslensku vörnina þéttist varnarleikurinn til mikilla muna. Skoraði gott mark úr gegnumbroti og það verður gaman að fylgjast með honum í næstu leikjum. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (1 mark - 14:53 mín.) Stóð sig í raun mjög vel og átti það samnefnt með kollegum sínum í íslensku vörninni að eiga erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Hafa ber í huga að Elliði er ungur að árum og með meiri reynslu og fleiri leikjum er ljóst að hann á bara eftir að verða betri. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 6:53 mín.) Átti frábæra innkomu í lokin. Hraðinn og krafturinn þegar hann skoraði mörkin sín tvö úr hraðaupphlaupunum, sem hann fékk, sýnir okkur að það er vilji til staðar. Verður gaman að sjá hvort hann fái ekki fleiri tækifæri í sóknarleiknum í næstu leikjum. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítið (0 mörk - 5:25 mín.) Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítið (0 mörk - 1:39 mín.) Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Átti frábær svör við varnarleik Dana sem skilaði oftar en ekki frábærum mörkum. Varnarleikurinn var hins vegar ekki nægilega góður í fyrri hálfleik en Guðmundur fann lausnir í þeim síðari sem hafði mikið að segja. Ekkert lið á Evrópumótinu til þessa hefur tapað fyrir Dönum með minni mun en Ísland sem verður að teljast býsna jákvætt með vængbrotið lið. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir strákanna á móti Ungverjum: Bjarki og Björgvin bestir en þrír fá sexu Það voru margir að spila vel í sigrinum á Ungverjum í kvöld enda þurfti mikið til að vinna heimamenn fyrir framan troðfulla og blóðheita tuttugu þúsund manna höll. 18. janúar 2022 19:39 Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. 16. janúar 2022 22:16 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Einkunnir strákanna á móti Ungverjum: Bjarki og Björgvin bestir en þrír fá sexu Það voru margir að spila vel í sigrinum á Ungverjum í kvöld enda þurfti mikið til að vinna heimamenn fyrir framan troðfulla og blóðheita tuttugu þúsund manna höll. 18. janúar 2022 19:39
Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. 16. janúar 2022 22:16
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00