Fjarðabyggð góður fjárfestingarkostur Ragnar Sigurðsson skrifar 21. janúar 2022 14:30 Áform um Grænan Orkugarð í Reyðarfirði hafa verið á dagskrá undanfarið með það fyrir augum að framleiða rafeldsneyti til orkuskipta í fraktflutningum en þar á hröð þróun sér stað í. Tækifæri til rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi eru mjög mikil um allt land. Rafeldsneytisframleiðsla gæti orðið mikilvægt framlag Íslendinga til orkuskipta og dýrmæt útflutningsafurð Samhliða áformum um að reisa rafeldsneytisverksmiðju skapast ýmis önnur tækifæri í framleiðsluferlinu sem leiða til aukinnar atvinnu- og verðmætasköpunar s.s. hitaveita fyrir Reyðarfjörð, áburðarverksmiðja, seiðaeldi svo eitthvað sé nefnt. Gangi áform eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár. Verkefnið er hugsað við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Orkugarðurinn er fyrirhugaður á um 20-30 hektara svæði í nálægð við höfnina. Magnús Bjarnason hjá MAR ráðgjöfum, sem er tengiliður danska fjárfestingafélagsins Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), og stendur að hagkvæmnisathugun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun og Fjarðabyggð, er bjartsýnn á áformin. Fjarðabyggð þekkir vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og að taka á móti stórum fjárfestingum. Stórir fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Við höfum sýnt það sem sveitarfélag að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Fyrir því eru tvær meginforsendur. Í fyrsta lagi höfum við styrkt sveitarfélagið mjög með skynsamlegri sameiningu stjórnsýslu ólíkra bæjarfélaga. Sameinuð höfum við fundið styrk hvert í öðru. Í annan stað er mikilvæg forsenda þess að geta tekið á móti stórum uppbyggingarverkefnum sterkur fjárhagur sveitarfélagsins. Þrátt fyrir markmið um hófsama gjaldheimtu höfum við svigrúm til fjárfestinga í hugmyndum framtíðarinnar og getum veitt þjónustu eins og best verður á kosið til lengri tíma. Uppbyggingaráform á Reyðarfirði kalla á sterka forystu og sóknarhug sveitarstjórnar. Þar getur Fjarðabyggð mætt áskorunum framtíðarinnar og við sem samfélag höfum alla burði til að vaxa enn frekar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Ragnar Sigurðsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Áform um Grænan Orkugarð í Reyðarfirði hafa verið á dagskrá undanfarið með það fyrir augum að framleiða rafeldsneyti til orkuskipta í fraktflutningum en þar á hröð þróun sér stað í. Tækifæri til rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi eru mjög mikil um allt land. Rafeldsneytisframleiðsla gæti orðið mikilvægt framlag Íslendinga til orkuskipta og dýrmæt útflutningsafurð Samhliða áformum um að reisa rafeldsneytisverksmiðju skapast ýmis önnur tækifæri í framleiðsluferlinu sem leiða til aukinnar atvinnu- og verðmætasköpunar s.s. hitaveita fyrir Reyðarfjörð, áburðarverksmiðja, seiðaeldi svo eitthvað sé nefnt. Gangi áform eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár. Verkefnið er hugsað við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Orkugarðurinn er fyrirhugaður á um 20-30 hektara svæði í nálægð við höfnina. Magnús Bjarnason hjá MAR ráðgjöfum, sem er tengiliður danska fjárfestingafélagsins Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), og stendur að hagkvæmnisathugun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun og Fjarðabyggð, er bjartsýnn á áformin. Fjarðabyggð þekkir vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og að taka á móti stórum fjárfestingum. Stórir fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum. Við höfum sýnt það sem sveitarfélag að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Fyrir því eru tvær meginforsendur. Í fyrsta lagi höfum við styrkt sveitarfélagið mjög með skynsamlegri sameiningu stjórnsýslu ólíkra bæjarfélaga. Sameinuð höfum við fundið styrk hvert í öðru. Í annan stað er mikilvæg forsenda þess að geta tekið á móti stórum uppbyggingarverkefnum sterkur fjárhagur sveitarfélagsins. Þrátt fyrir markmið um hófsama gjaldheimtu höfum við svigrúm til fjárfestinga í hugmyndum framtíðarinnar og getum veitt þjónustu eins og best verður á kosið til lengri tíma. Uppbyggingaráform á Reyðarfirði kalla á sterka forystu og sóknarhug sveitarstjórnar. Þar getur Fjarðabyggð mætt áskorunum framtíðarinnar og við sem samfélag höfum alla burði til að vaxa enn frekar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun