Turner III: Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttunni Árni Jóhannsson skrifar 21. janúar 2022 22:43 Robert Eugene Turner III átti frábæran leik í liði Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Robert Eugene Turner III átti rosalega góðan leik fyrir Stjörnumenn sem lögðu Keflvíkinga að velli í 13. umferð Subway deildar karla fyrir í kvöld. Lokatölur voru 98-95 eftir framlengdan og kaflaskiptan leik. Turner III skoraði 42 stig fyrir sína menn, náði í 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þetta skilar 50 framlagspunktum og það verður að teljast hrikalega góð frammistaða. Hann var spurður að því, í fyrst lagi, hver var munurinn á liðunum í kvöld áður en farið var í hans frammistöðu. Leikurinn var hart leikinn og jafnvel úrslitakeppnis andi sem sveif yfir vötnum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Keflavík enda efsta liðið í deildinni og með mjög gott lið. Þegar maður spilar þessa leiki þá verður maður að sýna hjarta og berjast. Liðið okkar getur keppt við hvern sem er og við sýndum það í dag.“ „Þetta var já mjög líkt úrslitakeppni. Í hvert sinn sem tvö lið eins og þessi tvö lið keppa og berjast þá líður manni eins og það er úrslitakeppni. Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttu tveggja liða sem eru góð.“ Þegar talið barst að eigin frammistöðu þá var Robert fullur auðmýktar og benti á hlut þjálfara og liðsfélaga í góðu persónulegu gengi. „Ég kann að meta þegar er tekið eftir góðu frammistöðunum. Þetta snýst samt um að liðið manns treysti manni fyrir boltanum. Ég myndi ekki hafa svona mikið sjálfstraust ef þeir myndu ekki treysta mér en við treystum hvorum öðrum fyrir stóru sóknunum. Ég kann að meta liðið mitt og við vinnum hörðum höndum á hverjum degi. Þjálfarinn gefur mér svo leyfi til að taka stóru skotin og ég kann að meta það traust sem hann sýnir mér.“ Að lokum var Robert spurður út í gengi Stjörnunnar en það hefur verið upp og niður það sem af er tímabili. Eina vikuna vinna þeir Njarðvík, sem er í öðru sæti, en þá næstu kemur tap fyrir ÍR sem var þá í 10. sæti. Hann var spurður að því hvort það til útskýring á þessu. „Þetta er erfið deild. Körfubolti er leikur áhlaupa og öll lið eiga sín áhlaup og maður verður að virða hvern einasta andstæðing. Allir geta tapað og það er kannski útskýring á þessu gengi, þ.e. hversu erfið deildin er. Það skiptir samt ekki máli hvort maður vinnur eða tapar. Maður þarf að mæta í salinn næsta dag og leggja hart að sér. Þetta er hörð barátta og maraþon. Við erum samt tilbúnir í það.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Hann var spurður að því, í fyrst lagi, hver var munurinn á liðunum í kvöld áður en farið var í hans frammistöðu. Leikurinn var hart leikinn og jafnvel úrslitakeppnis andi sem sveif yfir vötnum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Keflavík enda efsta liðið í deildinni og með mjög gott lið. Þegar maður spilar þessa leiki þá verður maður að sýna hjarta og berjast. Liðið okkar getur keppt við hvern sem er og við sýndum það í dag.“ „Þetta var já mjög líkt úrslitakeppni. Í hvert sinn sem tvö lið eins og þessi tvö lið keppa og berjast þá líður manni eins og það er úrslitakeppni. Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttu tveggja liða sem eru góð.“ Þegar talið barst að eigin frammistöðu þá var Robert fullur auðmýktar og benti á hlut þjálfara og liðsfélaga í góðu persónulegu gengi. „Ég kann að meta þegar er tekið eftir góðu frammistöðunum. Þetta snýst samt um að liðið manns treysti manni fyrir boltanum. Ég myndi ekki hafa svona mikið sjálfstraust ef þeir myndu ekki treysta mér en við treystum hvorum öðrum fyrir stóru sóknunum. Ég kann að meta liðið mitt og við vinnum hörðum höndum á hverjum degi. Þjálfarinn gefur mér svo leyfi til að taka stóru skotin og ég kann að meta það traust sem hann sýnir mér.“ Að lokum var Robert spurður út í gengi Stjörnunnar en það hefur verið upp og niður það sem af er tímabili. Eina vikuna vinna þeir Njarðvík, sem er í öðru sæti, en þá næstu kemur tap fyrir ÍR sem var þá í 10. sæti. Hann var spurður að því hvort það til útskýring á þessu. „Þetta er erfið deild. Körfubolti er leikur áhlaupa og öll lið eiga sín áhlaup og maður verður að virða hvern einasta andstæðing. Allir geta tapað og það er kannski útskýring á þessu gengi, þ.e. hversu erfið deildin er. Það skiptir samt ekki máli hvort maður vinnur eða tapar. Maður þarf að mæta í salinn næsta dag og leggja hart að sér. Þetta er hörð barátta og maraþon. Við erum samt tilbúnir í það.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24