Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 11:30 Frá heræfingum í Rússlandi í desember. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands sagðist í gær hafa upplýsingar um að Rússar hefðu leitað til úkraínskra stjórnmálamanna sem væru hliðhollir Rússlandi varðandi það að mynda nýja ríkisstjórn í Kænugarði. Meðal annars hefði verið leitað til Yevheniy Murayev, fyrrverandi þingmanns. Bretar nefndu fleiri stjórnmálamenn og sagði þá með tengsl við leyniþjónustur Rússlands en Murayev er leiðtogi lítils stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum en hefur engin sæti á þingi. Þá sögðu Bretar að reyni Rússar að koma strengjabrúðum fyrir í Kænugarði verði Rússland beitt hörðum refsiaðgerðum. AP fréttaveitan hefur eftir Maríu Zakaróva, talskonu utanríkisráðuneytis Rússlands að ásakanir Breta séu til marks um viðleitni Atlantshafsbandalagsins til að auka spennuna í tengslum við Úkraínu. Þær séu þvæla. Rússar hafa komið fyrir tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum og mánuðum og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Það sé íbúa þeirra ríkja sem vilja aðild að ákveða að sækja um og þá sé það aðildarríkjanna að ákveða hvort samþykkja eigi umsóknir eða ekki. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Fluttir um rúmlega sex þúsund kílómetra Rússar hafa fjölgað hermönnum við landamæri Úkraínu á undanförnum dögum og aukið getu sína til að gera innrás í landið. Sex rússneskum herskipum, sem geta verið notuð til að lenda hermönnum og skriðdrekum af hafi, hefur verið siglt á svæðið og þar að auki hefur fjöldi hermanna verið fluttur meira en sex þúsund kílómetra, frá austurhluta Rússlands til Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þessarar hermanna eru sérsveitarmenn og komu þeir með loftvarnarbúnað og skammdrægar eldflaugar sem gætu drifið frá Hvíta-Rússlandi til Kænugarðs og lent þar með litlum sem engum fyrirvara. Úkraína Rússland Hernaður Bretland Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bretlands sagðist í gær hafa upplýsingar um að Rússar hefðu leitað til úkraínskra stjórnmálamanna sem væru hliðhollir Rússlandi varðandi það að mynda nýja ríkisstjórn í Kænugarði. Meðal annars hefði verið leitað til Yevheniy Murayev, fyrrverandi þingmanns. Bretar nefndu fleiri stjórnmálamenn og sagði þá með tengsl við leyniþjónustur Rússlands en Murayev er leiðtogi lítils stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum en hefur engin sæti á þingi. Þá sögðu Bretar að reyni Rússar að koma strengjabrúðum fyrir í Kænugarði verði Rússland beitt hörðum refsiaðgerðum. AP fréttaveitan hefur eftir Maríu Zakaróva, talskonu utanríkisráðuneytis Rússlands að ásakanir Breta séu til marks um viðleitni Atlantshafsbandalagsins til að auka spennuna í tengslum við Úkraínu. Þær séu þvæla. Rússar hafa komið fyrir tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum og mánuðum og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Það sé íbúa þeirra ríkja sem vilja aðild að ákveða að sækja um og þá sé það aðildarríkjanna að ákveða hvort samþykkja eigi umsóknir eða ekki. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Fluttir um rúmlega sex þúsund kílómetra Rússar hafa fjölgað hermönnum við landamæri Úkraínu á undanförnum dögum og aukið getu sína til að gera innrás í landið. Sex rússneskum herskipum, sem geta verið notuð til að lenda hermönnum og skriðdrekum af hafi, hefur verið siglt á svæðið og þar að auki hefur fjöldi hermanna verið fluttur meira en sex þúsund kílómetra, frá austurhluta Rússlands til Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þessarar hermanna eru sérsveitarmenn og komu þeir með loftvarnarbúnað og skammdrægar eldflaugar sem gætu drifið frá Hvíta-Rússlandi til Kænugarðs og lent þar með litlum sem engum fyrirvara.
Úkraína Rússland Hernaður Bretland Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23
„Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48
„Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15
Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09