Inga Sæland, ástir og örlög Sigríður Jónsdóttir skrifar 23. janúar 2022 13:00 Síðastliðið ár hefur alþingismaðurinn Inga Sæland, hamast gegn einni starfsgrein í íslenskum landbúnaði, sem kallast blóðmerahald. Statt og stöðugt heldur hún því fram að níðst sé á hryssunum í þessum búskap, þær séu svo villtar og hræddar við fólk. Þetta ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum, nóg hafa lætin í fjölmiðlunum verið. Það sem Inga hefur talið sig vita um málefnið er meira og minna tóm vitleysa. Hún hefur reynst ófær um að kynna sér málið en málflutningur hennar alfarið rímað við ríkjandi ranghugmyndir veganista. Síðast þegar ég vissi var Inga Sæland ekki vegan. Hún var úti í búð að kaupa sér kótelettur. Hvað er það þá sem veldur því að manneskjan lætur svona? Þessu hef ég velt fyrir mér, því ég er ein þeirra fjölmörgu sem Inga Sæland vænir um saknæmt athæfi gagnvart skepnum. Elskar hún dýrin svona mikið? Hvers vegna hugsar hún þá bara um blóðmerar en ekki aðrar skepnur í umsjá manna hérlendis? Þetta var mér ráðgáta þar til lítill hrossagaukur í Hrútafirði hvíslaði því að mér að rót málsins sé samband Ingu sjálfrar við mann sem kallaður er Halldór í Holti. Halldór Gunnarsson var sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum. Hann er Sjálfstæðismaður af gamla skólanum en sagði sig úr flokknum nokkru eftir hrunið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði gengið auðvaldinu á hönd. Fyrir Alþingiskosningar árið 2013 stofnuðu Halldór og fleira fólk Flokk heimilanna en náðu ekki þingsæti. Sá flokkur mætti örlögum sínum þegar tveir strákar komust yfir fjármuni flokksins, sem var ríkisframlagið, og eyddu þeim í sjálfa sig. En Halldór gamli gafst ekki upp við þessa tilraun til nýsköpunar í stjórnmálum. Fátækt fólk og öryrkjar voru reist úr öskustó og Flokkur fólksins var stofnaður vorið 2016. Inga Sæland varð formaður, Halldór Gunnarsson var varaformaður. Flokkurinn kom fjórum mönnum á þing haustið 2017 og Inga Sæland var drottningin. Í upphafi mun Inga hafa haft litla reynslu af fjármálum og félagsmálum en hún gerðist engu að síður prókúruhafi flokksins, ásamt því að vera formaður. Sonur hennar var gerður að framkvæmdastjóra. Í febrúar 2019 skýrði Halldór frá því í grein í Morgunblaðinu að tilteknum flokksfélögum hefði ofboðið siðleysi Ingu Sæland þegar hún vildi hafna móttöku hækkaðra fjárframlaga til stjórnmálaflokka en samtímis þiggja þá fjármuni fyrir hönd Flokks fólksins. Þessum mönnum var vikið úr flokknum. Inga þurfti ekki að reka Halldór því hann fór sjálfur. Hreinsanirnar í Flokki fólksins hafa reynst áhrifaríkar. Á heimasíðu flokksins er saga hans nú skráð svona: „Inga Sæland, formaður og stofnandi flokksins, er í forystusæti listans. Inga stofnaði Flokk fólksins árið 2016 og hefur verið þingmaður hans frá árinu 2017.“ Inga Sæland stofnaði flokkinn ein og sjálf, enginn kom að því nema Inga Sæland og Inga Sæland er aðal. Hvað kemur þessi pólitíska ástarsaga og skilnaður Ingu Sæland og Halldórs í Holti meintu dýraníði merabænda við? Jú, Halldór í Holti var framkvæmdastjóri Félags hrossabænda í 20 ár. Hann var frumkvöðull í blóðmerahaldi hér á landi og hefur verið viðloðandi þá búgrein öll þau 40 ár sem hún hefur verið stunduð. Vinnandi fólk á 119 bæjum víðs vegar um landið verður fyrir barðinu á Ingu Sæland þegar hún öskrar DÝRANÍÐ. En hún er líklega ekki að öskra á okkur. Hún er að öskra á Halldór í Holti. Yfirlýst markmið Flokks fólksins eru að útrýma fátækt og berjast gegn spillingu. Nú leggur formaður flokksins fram frumvarp í annað sinn um að banna blóðmerahald, heila búgrein í landbúnaði. Þeir sem landbúnað stunda eru langflestir mjög lágt launaðir og bera lítið úr býtum. Ætlar Flokkur fólksins að útrýma fátækt með því að útrýma fátækum og byrjar á heimilum nokkurra bænda, sem enn hjara í hnignandi byggðum landsins? Mér finnst það ósennilegt. Mér finnst sennilegra að hér ráði bara venjuleg spilling og hefnigirni för. Ég veit ekki hver örlög Ingu Sæland verða. Hún á eftir að skapa sér þau sjálf. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Landbúnaður Tengdar fréttir Opið bréf til Ingu Sæland Sæl frú Inga Sæland. Er í alvörunni ekki gerð nein krafa um að það, sem þið á Alþingi látið út úr ykkur í pontu, sé satt og rétt? Þegar þú lætur frá þér frumvarp, sem hefur áhrif á þó nokkuð marga, er þá ekki lágmarkskrafa að þið hafið kannað allar hliðar og hafið réttar upplýsingar? Ekki afbakaðar og tilhæfulausar lygar. 21. janúar 2022 13:47 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Síðastliðið ár hefur alþingismaðurinn Inga Sæland, hamast gegn einni starfsgrein í íslenskum landbúnaði, sem kallast blóðmerahald. Statt og stöðugt heldur hún því fram að níðst sé á hryssunum í þessum búskap, þær séu svo villtar og hræddar við fólk. Þetta ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum, nóg hafa lætin í fjölmiðlunum verið. Það sem Inga hefur talið sig vita um málefnið er meira og minna tóm vitleysa. Hún hefur reynst ófær um að kynna sér málið en málflutningur hennar alfarið rímað við ríkjandi ranghugmyndir veganista. Síðast þegar ég vissi var Inga Sæland ekki vegan. Hún var úti í búð að kaupa sér kótelettur. Hvað er það þá sem veldur því að manneskjan lætur svona? Þessu hef ég velt fyrir mér, því ég er ein þeirra fjölmörgu sem Inga Sæland vænir um saknæmt athæfi gagnvart skepnum. Elskar hún dýrin svona mikið? Hvers vegna hugsar hún þá bara um blóðmerar en ekki aðrar skepnur í umsjá manna hérlendis? Þetta var mér ráðgáta þar til lítill hrossagaukur í Hrútafirði hvíslaði því að mér að rót málsins sé samband Ingu sjálfrar við mann sem kallaður er Halldór í Holti. Halldór Gunnarsson var sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum. Hann er Sjálfstæðismaður af gamla skólanum en sagði sig úr flokknum nokkru eftir hrunið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði gengið auðvaldinu á hönd. Fyrir Alþingiskosningar árið 2013 stofnuðu Halldór og fleira fólk Flokk heimilanna en náðu ekki þingsæti. Sá flokkur mætti örlögum sínum þegar tveir strákar komust yfir fjármuni flokksins, sem var ríkisframlagið, og eyddu þeim í sjálfa sig. En Halldór gamli gafst ekki upp við þessa tilraun til nýsköpunar í stjórnmálum. Fátækt fólk og öryrkjar voru reist úr öskustó og Flokkur fólksins var stofnaður vorið 2016. Inga Sæland varð formaður, Halldór Gunnarsson var varaformaður. Flokkurinn kom fjórum mönnum á þing haustið 2017 og Inga Sæland var drottningin. Í upphafi mun Inga hafa haft litla reynslu af fjármálum og félagsmálum en hún gerðist engu að síður prókúruhafi flokksins, ásamt því að vera formaður. Sonur hennar var gerður að framkvæmdastjóra. Í febrúar 2019 skýrði Halldór frá því í grein í Morgunblaðinu að tilteknum flokksfélögum hefði ofboðið siðleysi Ingu Sæland þegar hún vildi hafna móttöku hækkaðra fjárframlaga til stjórnmálaflokka en samtímis þiggja þá fjármuni fyrir hönd Flokks fólksins. Þessum mönnum var vikið úr flokknum. Inga þurfti ekki að reka Halldór því hann fór sjálfur. Hreinsanirnar í Flokki fólksins hafa reynst áhrifaríkar. Á heimasíðu flokksins er saga hans nú skráð svona: „Inga Sæland, formaður og stofnandi flokksins, er í forystusæti listans. Inga stofnaði Flokk fólksins árið 2016 og hefur verið þingmaður hans frá árinu 2017.“ Inga Sæland stofnaði flokkinn ein og sjálf, enginn kom að því nema Inga Sæland og Inga Sæland er aðal. Hvað kemur þessi pólitíska ástarsaga og skilnaður Ingu Sæland og Halldórs í Holti meintu dýraníði merabænda við? Jú, Halldór í Holti var framkvæmdastjóri Félags hrossabænda í 20 ár. Hann var frumkvöðull í blóðmerahaldi hér á landi og hefur verið viðloðandi þá búgrein öll þau 40 ár sem hún hefur verið stunduð. Vinnandi fólk á 119 bæjum víðs vegar um landið verður fyrir barðinu á Ingu Sæland þegar hún öskrar DÝRANÍÐ. En hún er líklega ekki að öskra á okkur. Hún er að öskra á Halldór í Holti. Yfirlýst markmið Flokks fólksins eru að útrýma fátækt og berjast gegn spillingu. Nú leggur formaður flokksins fram frumvarp í annað sinn um að banna blóðmerahald, heila búgrein í landbúnaði. Þeir sem landbúnað stunda eru langflestir mjög lágt launaðir og bera lítið úr býtum. Ætlar Flokkur fólksins að útrýma fátækt með því að útrýma fátækum og byrjar á heimilum nokkurra bænda, sem enn hjara í hnignandi byggðum landsins? Mér finnst það ósennilegt. Mér finnst sennilegra að hér ráði bara venjuleg spilling og hefnigirni för. Ég veit ekki hver örlög Ingu Sæland verða. Hún á eftir að skapa sér þau sjálf. Höfundur er sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku.
Opið bréf til Ingu Sæland Sæl frú Inga Sæland. Er í alvörunni ekki gerð nein krafa um að það, sem þið á Alþingi látið út úr ykkur í pontu, sé satt og rétt? Þegar þú lætur frá þér frumvarp, sem hefur áhrif á þó nokkuð marga, er þá ekki lágmarkskrafa að þið hafið kannað allar hliðar og hafið réttar upplýsingar? Ekki afbakaðar og tilhæfulausar lygar. 21. janúar 2022 13:47
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun