Verslunum Olís á landsbyggðinni breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 14:47 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís. Nýtt félag verður stofnað innan Haga á næstu mánuðum sem er ætlað að sjá um þjónustu og sölu á hreinlætis-, rekstrar- og heilbrigðisvörum til stórnotenda. Nýja rekstrareiningin mun fá heitið Stórkaup en Hagar lokuðu samnefndri verslun sinni í maí á síðasta ári. Að sögn Haga mun nýja einingin taka við hlutverki Rekstrarlands sem er í dag hluti af Olís, dótturfélagi Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samstæðunni sem segir að Stórkaup muni nýta sterka innviði Haga þegar kemur að innkaupum- og vöruhúsarekstri. Með nýja félaginu vonast stjórnendur til að skerpa á skipulagi þjónustu og sölu til stórnotenda. „Samhliða opnun Stórkaups er unnið að aðlögun á útibúneti Olís á landsbyggðinni, einkum þjónustuskipulagi, en á næstu mánuðum verður verslunum breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur. Þetta mun gera Olís kleift að skerpa á fókus, varðveita þá sérstöðu sína sem fólgin er í nærþjónustu um allt land og veita enn betri þjónustu í þeim vöruflokkum sem eftir standa.“ Stefnt er að því að klára yfirfærslu verkefna til nýju rekstrareiningarinnar þann 1. maí. Árni Ingvarsson mun leiða Stórkaup. Horfi til breyttra neysluvenja „Með tilfærslu verkefna Olís innan samstæðu Haga hefur skapast grundvöllur fyrir rekstrareiningu sem sinnir stórnotendum umfram það sem við höfum hingað til gert og nýtum til þess styrkleika félagsins, einkum á sviði innkaupa og í starfsemi vöruhúsa. Samhliða horfum við til breyttra neysluvenja á matvöru á síðustu árum, þar sem hlutdeild veitingastaða, mötuneyta og framleiðenda á tilbúinni matvöru hefur heldur aukist í ýmsum vöruflokkum sem hafa augljósa snertifleti við núverandi starfsemi Haga. Stórkaup er ætlað það hlutverk að þjóna stórnotendum um aðföng á breiðum grunni þar sem leiðarljósin verða hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf., í tilkynningu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að fyrirtækið hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref til að efla hagkvæmi í rekstri og skerpa áherslur starfseminnar. Endurskipulagning á fyrirtækjasviði sé mikilvægur liður í þessum aðgerðum. „Við höfum fulla trú á að þessir vöruflokkar komi til með að blómstra innan Stórkaups þar sem þeir munu verða í enn frekari fókus og unnt verður að bæta við nýjum og spennandi vöruflokkum innan þessarar nýju einingar með tíð og tíma. Á sama tíma gera þessar aðgerðir okkur hjá Olís kleift að sníða sölu- og dreifikerfi okkar betur að þeim vöruflokkum sem eftir standa og skerpa fókus enn frekar á okkar kjarnarekstur,“ segir Frosti. Verslun Bensín og olía Tengdar fréttir Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4. maí 2021 17:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Að sögn Haga mun nýja einingin taka við hlutverki Rekstrarlands sem er í dag hluti af Olís, dótturfélagi Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samstæðunni sem segir að Stórkaup muni nýta sterka innviði Haga þegar kemur að innkaupum- og vöruhúsarekstri. Með nýja félaginu vonast stjórnendur til að skerpa á skipulagi þjónustu og sölu til stórnotenda. „Samhliða opnun Stórkaups er unnið að aðlögun á útibúneti Olís á landsbyggðinni, einkum þjónustuskipulagi, en á næstu mánuðum verður verslunum breytt í afgreiðslulagera og söluskrifstofur. Þetta mun gera Olís kleift að skerpa á fókus, varðveita þá sérstöðu sína sem fólgin er í nærþjónustu um allt land og veita enn betri þjónustu í þeim vöruflokkum sem eftir standa.“ Stefnt er að því að klára yfirfærslu verkefna til nýju rekstrareiningarinnar þann 1. maí. Árni Ingvarsson mun leiða Stórkaup. Horfi til breyttra neysluvenja „Með tilfærslu verkefna Olís innan samstæðu Haga hefur skapast grundvöllur fyrir rekstrareiningu sem sinnir stórnotendum umfram það sem við höfum hingað til gert og nýtum til þess styrkleika félagsins, einkum á sviði innkaupa og í starfsemi vöruhúsa. Samhliða horfum við til breyttra neysluvenja á matvöru á síðustu árum, þar sem hlutdeild veitingastaða, mötuneyta og framleiðenda á tilbúinni matvöru hefur heldur aukist í ýmsum vöruflokkum sem hafa augljósa snertifleti við núverandi starfsemi Haga. Stórkaup er ætlað það hlutverk að þjóna stórnotendum um aðföng á breiðum grunni þar sem leiðarljósin verða hagkvæmni, nútímalegt þjónustustig og einfalt skipulag sölu og dreifingar,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf., í tilkynningu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að fyrirtækið hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref til að efla hagkvæmi í rekstri og skerpa áherslur starfseminnar. Endurskipulagning á fyrirtækjasviði sé mikilvægur liður í þessum aðgerðum. „Við höfum fulla trú á að þessir vöruflokkar komi til með að blómstra innan Stórkaups þar sem þeir munu verða í enn frekari fókus og unnt verður að bæta við nýjum og spennandi vöruflokkum innan þessarar nýju einingar með tíð og tíma. Á sama tíma gera þessar aðgerðir okkur hjá Olís kleift að sníða sölu- og dreifikerfi okkar betur að þeim vöruflokkum sem eftir standa og skerpa fókus enn frekar á okkar kjarnarekstur,“ segir Frosti.
Verslun Bensín og olía Tengdar fréttir Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4. maí 2021 17:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. 4. maí 2021 17:00