Engar sýnatökur fyrir fullbólusetta ferðalanga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. janúar 2022 19:00 Samgönguráðherra Bretlands segir að með breytingunni sé verið að skilja takmarkanir á ferðalanga eftir í fortíðinni. Vísir/Getty Frá 11. febrúar munu fullbólusettir einstaklingar ekki þurfa að fara í sýnatöku við komuna til Englands. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að hverfa frá kröfu um sýnatöku fyrir komuna til landsins. Samgönguráðherra Bretlands segir breytinguna stórt skref. Einstaklingar sem eru fullbólusettir munu bráðum ekki þurfa að fara í sýnatöku fyrir Covid-19 við komuna til Englands en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, tilkynnti í dag fyrir neðri deild breska þingsins að breytingarnar kæmu til með að taka gildi þann 11. febrúar næstkomandi. Að sögn Shapps munu breytingarnar koma til með að spara fjölskyldum um hundrað pund við ferðalög erlendis og gera það að verkum að ferðaþjónustan komist aftur á fætur. Fyrr í janúar tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að fullbólusettir þurfi ekki að taka próf fyrir komuna til Englands. „Við ætlum að tryggja að 2022 verði árið sem að takmarkanir á ferðalög, útgöngubönn og takmarkanir á líf fólks verði skilin eftir í fortíðinni,“ sagði Schapps. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur einnig verið slakað á reglum fyrir óbólusetta ferðamenn en þeir munu ekki þurfa að taka próf á áttunda degi eftir komuna. Þeir munu þó áfram þurfa að fara í próf fyrir komuna til Englands og á öðrum degi eftir komuna. Einnig stendur til að samþykkja bólusetningarvottorð frá ríkisborgurum 16 landa til viðbótar, þar á meðal Kína og Mexíkó, og verða þar með bólusetningarvottorð frá 180 ríkjum og landsvæðum tekin gild. Aðilar innan ferðaþjónustunnar í Bretlandi fögnuðu ákvörðuninni í dag og sögðu breytinguna síðasta skrefið í takmarkalausum ferðalögum. Atvinnugreinasamtökin LTIO segja þó varhugavert að slaka svona mikið á svo snemma. Formaður samtakanna, Tom Watson, segir að eina leiðin til að halda landinu frá útgöngubanni og öðrum hörðum aðgerðum sé með sýnatökum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Bólusetningar Ferðalög Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 Bólusettir ferðamenn ekki í sýnatöku fyrir flug Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins. Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi. 5. janúar 2022 21:35 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Einstaklingar sem eru fullbólusettir munu bráðum ekki þurfa að fara í sýnatöku fyrir Covid-19 við komuna til Englands en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, tilkynnti í dag fyrir neðri deild breska þingsins að breytingarnar kæmu til með að taka gildi þann 11. febrúar næstkomandi. Að sögn Shapps munu breytingarnar koma til með að spara fjölskyldum um hundrað pund við ferðalög erlendis og gera það að verkum að ferðaþjónustan komist aftur á fætur. Fyrr í janúar tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að fullbólusettir þurfi ekki að taka próf fyrir komuna til Englands. „Við ætlum að tryggja að 2022 verði árið sem að takmarkanir á ferðalög, útgöngubönn og takmarkanir á líf fólks verði skilin eftir í fortíðinni,“ sagði Schapps. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur einnig verið slakað á reglum fyrir óbólusetta ferðamenn en þeir munu ekki þurfa að taka próf á áttunda degi eftir komuna. Þeir munu þó áfram þurfa að fara í próf fyrir komuna til Englands og á öðrum degi eftir komuna. Einnig stendur til að samþykkja bólusetningarvottorð frá ríkisborgurum 16 landa til viðbótar, þar á meðal Kína og Mexíkó, og verða þar með bólusetningarvottorð frá 180 ríkjum og landsvæðum tekin gild. Aðilar innan ferðaþjónustunnar í Bretlandi fögnuðu ákvörðuninni í dag og sögðu breytinguna síðasta skrefið í takmarkalausum ferðalögum. Atvinnugreinasamtökin LTIO segja þó varhugavert að slaka svona mikið á svo snemma. Formaður samtakanna, Tom Watson, segir að eina leiðin til að halda landinu frá útgöngubanni og öðrum hörðum aðgerðum sé með sýnatökum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Bólusetningar Ferðalög Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 Bólusettir ferðamenn ekki í sýnatöku fyrir flug Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins. Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi. 5. janúar 2022 21:35 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54
Bólusettir ferðamenn ekki í sýnatöku fyrir flug Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins. Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi. 5. janúar 2022 21:35