Laxeldisfyrirtæki á netaveiðum Elvar Örn Friðriksson skrifar 25. janúar 2022 14:02 Í gær birtust fréttir af því að enginn lax hefði veiðst í net í Reyðarfirði eftir að gat kom á sjókví þar. Í hvert skipti sem slysaslepping á sér stað er kastað út neti í stóran fjörð, látið liggja í dag eða tvo og þar með er viðbragðsáætlun lokið. Fréttir af þessu eru síðan notaðar til að sefa fólk og telja því trú um að fiskur hafi ekki sloppið. Því miður er það svo að engin leið er fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin eða eftirlitsaðila að sannreyna það fyrr en slátrað er upp úr sjókvínni. Lax sleppur alltaf úr sjókvíum Lax sleppur alltaf úr sjókvíum. Það á sér ekki bara stað þegar stór göt uppgötvast á kvíum, heldur lekur jafnt og þétt úr kvíunum þann tíma sem þær eru í sjó. Í áhættumati erfðablöndunar sem Hafrannsóknarstofnun gerði er gert ráð fyrir því að 0,8 laxar sleppi fyrir hvert framleitt tonn. Þar er þó ekki tekið tillit til slysasleppinga og stórslysa sem því miður eru afar algengir atburðir í sjókvíaeldi. Nú eru áberandi fréttir um þá gríðarlegu aukningu sem er í sjókvíaeldi á Íslandi. Flestar fréttirnar fjalla um útflutningsverðmæti en aldrei er talað um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem fylgja þessari aukningu. Framleiðsla í sjókvíum árið 2021 var um 44.500 tonn og í þessum ósköpum drápust um það bil þrjár milljónir laxa vegna aðstæðna í kvíunum. Skoðum þessar tölur aðeins. Ef að 0,8 laxar sleppa fyrir hvert tonn, þá má gera ráð fyrir því að ríflega 37.000 frjóir, erfðabættir, norskir eldislaxar hafa sloppið út í íslenska náttúru árið 2021. Þessir laxar hafa sama eðli og þeir villtu, þ.e. þegar tíminn kemur leita þeir að á til að ganga upp í og hrygna með þeim villtu. Þetta er það sem mun þynna út erfðaefni villtra stofna og á endanum valda því að þeir deyja út. Villti laxinn í Noregi á válista yfir tegund í útrýmingarhættu, út af sjókvíaeldi Í Noregi er tæplega 67 % þeirra áa sem eru vaktaðar orðnar erfðablandaðar vegna strokulaxa úr sjókvíum. Villti laxinn í Noregi er nú kominn á válista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Nýjar rannsóknir sýna að það sama er upp á teningnum í Svíþjóð þrátt fyrir að árnar þar séu í órafjarlægð frá norskum sjókvíum. Jú það er nefnilega þannig að lax er með sporð, sama hvort hann er villtur eða alinn í sjókví. Núverandi stefna íslenskra stjórnvalda í sjókvíaeldi er ekkert annað en aðför að íslenskri náttúru og villtum stofnum. Látum ekki sefa okkur með fréttum af útflutningstekjum og dýrðardögum sjókvíaeldis. Stöndum vörð um náttúruna og villta laxinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í gær birtust fréttir af því að enginn lax hefði veiðst í net í Reyðarfirði eftir að gat kom á sjókví þar. Í hvert skipti sem slysaslepping á sér stað er kastað út neti í stóran fjörð, látið liggja í dag eða tvo og þar með er viðbragðsáætlun lokið. Fréttir af þessu eru síðan notaðar til að sefa fólk og telja því trú um að fiskur hafi ekki sloppið. Því miður er það svo að engin leið er fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin eða eftirlitsaðila að sannreyna það fyrr en slátrað er upp úr sjókvínni. Lax sleppur alltaf úr sjókvíum Lax sleppur alltaf úr sjókvíum. Það á sér ekki bara stað þegar stór göt uppgötvast á kvíum, heldur lekur jafnt og þétt úr kvíunum þann tíma sem þær eru í sjó. Í áhættumati erfðablöndunar sem Hafrannsóknarstofnun gerði er gert ráð fyrir því að 0,8 laxar sleppi fyrir hvert framleitt tonn. Þar er þó ekki tekið tillit til slysasleppinga og stórslysa sem því miður eru afar algengir atburðir í sjókvíaeldi. Nú eru áberandi fréttir um þá gríðarlegu aukningu sem er í sjókvíaeldi á Íslandi. Flestar fréttirnar fjalla um útflutningsverðmæti en aldrei er talað um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem fylgja þessari aukningu. Framleiðsla í sjókvíum árið 2021 var um 44.500 tonn og í þessum ósköpum drápust um það bil þrjár milljónir laxa vegna aðstæðna í kvíunum. Skoðum þessar tölur aðeins. Ef að 0,8 laxar sleppa fyrir hvert tonn, þá má gera ráð fyrir því að ríflega 37.000 frjóir, erfðabættir, norskir eldislaxar hafa sloppið út í íslenska náttúru árið 2021. Þessir laxar hafa sama eðli og þeir villtu, þ.e. þegar tíminn kemur leita þeir að á til að ganga upp í og hrygna með þeim villtu. Þetta er það sem mun þynna út erfðaefni villtra stofna og á endanum valda því að þeir deyja út. Villti laxinn í Noregi á válista yfir tegund í útrýmingarhættu, út af sjókvíaeldi Í Noregi er tæplega 67 % þeirra áa sem eru vaktaðar orðnar erfðablandaðar vegna strokulaxa úr sjókvíum. Villti laxinn í Noregi er nú kominn á válista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Nýjar rannsóknir sýna að það sama er upp á teningnum í Svíþjóð þrátt fyrir að árnar þar séu í órafjarlægð frá norskum sjókvíum. Jú það er nefnilega þannig að lax er með sporð, sama hvort hann er villtur eða alinn í sjókví. Núverandi stefna íslenskra stjórnvalda í sjókvíaeldi er ekkert annað en aðför að íslenskri náttúru og villtum stofnum. Látum ekki sefa okkur með fréttum af útflutningstekjum og dýrðardögum sjókvíaeldis. Stöndum vörð um náttúruna og villta laxinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun