Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar 12. nóvember 2024 10:31 Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir. Það var einnig mikil vanvirðing við græna kjósendur að sjá Vinstri græn taka þann þingstyrk sem flokkurinn smalaði til sín og nota hann til að hleypa Sjálfstæðisflokknum inn í umhverfisráðuneytið. Stærsti vandinn við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti á kjörtímabilinu var aftur á móti hvernig það var frá upphafi notað til að afvegaleiða umræðuna um þær stóru áskoranir sem því var ætlað að leysa. Mýtan um orkuskortinn Skoðum þetta betur. Eitt fyrsta verkefni nýs ráðherra var að skipa starfshóp til að hrista fram úr erminni úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum. Þar voru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir en strax við kynningu skýrslunnar var tónninn sleginn, því formaður starfshópsins talaði eins og ítrasta sviðsmyndin væri það sem stefna þyrfti að. Þar var kallað eftir ríflega tvöföldun á raforkuframleiðslu í því landi sem framleiðir langmest miðað við höfðatölu, aukning sem hefði jafngilt um fimm Kárahnjúkavirkjunum á 18 ára tímabili. Síðan þá hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra talað eins og þessi ítrasta krafa orkubransans væri grunnpunkturinn fyrir alla framtíðarsýn. Til að breiða yfir metnaðarleysi í loftslagsmálum hefur ráðherrann síðan ítrekað talað um meintan orkuskort sem ástæðu fyrir aðgerðaleysi á loftslagssviðinu. Þar er horft framhjá því að flest það sem hægt væri að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 rúmast vel innan núverandi raforkukerfis. Það vantar skýra forgangsröðun orkunnar í þágu loftslagsaðgerða. Og það sem ríkisstjórnina hefur umfram allt skort: Það vantar skýra stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Áður en ríkisstjórnin getur farið að tala eins og meintur orkuskortur standi í vegi fyrir árangri í loftslagsmálum, þá þarf hún í það minnsta að leggja spilin á borðið með það hverju eigi að ná fram. Orkan rati í orkuskipti – ekki til mengandi iðnaðar Árangur í loftslagsmálum hefur látið á sér standa í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir að vera eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna. Það hefur hins vegar tafið hann enn frekar að forysta ríkisstjórnarinnar spilar eftir úreltu handriti, syngur einhverja baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar, frekar en að horfa á öll þau gríðarlegu tækifæri sem Ísland býr yfir til að byggja upp grænt samfélag til framtíðar. Í stefnu Pírata er lagt til að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar, sem felur í sér að einblína ekki bara á orkuspár sem eru skrifaðar af sjónarhóli framleiðenda. Á sama tíma og fráfarandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir undanþágum frá reglum um losunarheimildir og orkunýtni, þá sjáum við Píratar tækifæri í því að draga úr vægi mengandi stóriðju í raforkukerfinu. Fyrst og fremst þarf hins vegar að tryggja að ef niðurstaðan verði sú að þörf sé á meiri orku, þá rati sú orka til orkuskipta og til uppbyggingar grænnar nýsköpunar – en í núverandi kerfi eru engir slíkir varnaglar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ein afdrifaríkasta breytingin sem ríkisstjórnin gerði á stjórnarráðunum á síðasta kjörtímabili var stofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Með því að setja sjónarmið verndar og nýtingar undir sama hatt glataðist ákveðið jafnvægi sem náðist fram með því að tvö ráðuneyti héldu ólíkum sjónarmiðum á lofti varðandi stærstu framkvæmdir. Það var einnig mikil vanvirðing við græna kjósendur að sjá Vinstri græn taka þann þingstyrk sem flokkurinn smalaði til sín og nota hann til að hleypa Sjálfstæðisflokknum inn í umhverfisráðuneytið. Stærsti vandinn við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti á kjörtímabilinu var aftur á móti hvernig það var frá upphafi notað til að afvegaleiða umræðuna um þær stóru áskoranir sem því var ætlað að leysa. Mýtan um orkuskortinn Skoðum þetta betur. Eitt fyrsta verkefni nýs ráðherra var að skipa starfshóp til að hrista fram úr erminni úttekt á stöðu og áskorunum í orkumálum. Þar voru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir en strax við kynningu skýrslunnar var tónninn sleginn, því formaður starfshópsins talaði eins og ítrasta sviðsmyndin væri það sem stefna þyrfti að. Þar var kallað eftir ríflega tvöföldun á raforkuframleiðslu í því landi sem framleiðir langmest miðað við höfðatölu, aukning sem hefði jafngilt um fimm Kárahnjúkavirkjunum á 18 ára tímabili. Síðan þá hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra talað eins og þessi ítrasta krafa orkubransans væri grunnpunkturinn fyrir alla framtíðarsýn. Til að breiða yfir metnaðarleysi í loftslagsmálum hefur ráðherrann síðan ítrekað talað um meintan orkuskort sem ástæðu fyrir aðgerðaleysi á loftslagssviðinu. Þar er horft framhjá því að flest það sem hægt væri að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 rúmast vel innan núverandi raforkukerfis. Það vantar skýra forgangsröðun orkunnar í þágu loftslagsaðgerða. Og það sem ríkisstjórnina hefur umfram allt skort: Það vantar skýra stefnu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Áður en ríkisstjórnin getur farið að tala eins og meintur orkuskortur standi í vegi fyrir árangri í loftslagsmálum, þá þarf hún í það minnsta að leggja spilin á borðið með það hverju eigi að ná fram. Orkan rati í orkuskipti – ekki til mengandi iðnaðar Árangur í loftslagsmálum hefur látið á sér standa í tíð fráfarandi ríkisstjórnar, þrátt fyrir að vera eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna. Það hefur hins vegar tafið hann enn frekar að forysta ríkisstjórnarinnar spilar eftir úreltu handriti, syngur einhverja baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar, frekar en að horfa á öll þau gríðarlegu tækifæri sem Ísland býr yfir til að byggja upp grænt samfélag til framtíðar. Í stefnu Pírata er lagt til að gera raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar, sem felur í sér að einblína ekki bara á orkuspár sem eru skrifaðar af sjónarhóli framleiðenda. Á sama tíma og fráfarandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir undanþágum frá reglum um losunarheimildir og orkunýtni, þá sjáum við Píratar tækifæri í því að draga úr vægi mengandi stóriðju í raforkukerfinu. Fyrst og fremst þarf hins vegar að tryggja að ef niðurstaðan verði sú að þörf sé á meiri orku, þá rati sú orka til orkuskipta og til uppbyggingar grænnar nýsköpunar – en í núverandi kerfi eru engir slíkir varnaglar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun