Meiri borg Birkir Ingibjartsson skrifar 27. janúar 2022 08:31 Stærð borga snýst að mörgu leiti meira um afstöðu íbúanna frekar en íbúafjölda, hæð húsa eða flatarmál. Ég hef komið í litla bæi sem eru meiri borg en Reykjavík en líka stórar, fjölmennar borgir sem eru meiri þorp. Ég vil að Reykjavík verði meiri borg. Ekki endilega hærri hús eða margfalt fleiri íbúar. Alls ekki meiri umferð. Ég vil meira af iðandi mannlífi, grænum svæðum og grósku. Þegar maður skoðar gamlar myndir frá Reykjavík fær maður oft á tilfinninguna að svona hafi þetta verið ef við flettum nokkra áratugi aftur. Borgin var minni en það var meiri borg þar sem hún var. Bakarí á einu horni, apótek á því næsta og rakarastofa handan götunnar og ekki einn einasta bíl að sjá. Þéttleikinn var meiri og fólkið á götunum fleira. Auðvitað eru þetta draumar um horfna tíma með sinn eigin vanda en það tapaðist margt úr bæjarlífinu þegar nálægðin milli ólíkra starfsgreina hvarf. Þegar Reykjavík var þanin út og borgarhlutar aðskildir með stofnbrautum og mislægum gatnamótum. Ekki misskilja mig, ég held að skipulagssaga 20. aldar Reykjavíkur hafi verið eðlilegt viðbragð við áskorunum og lausnum þess tíma. Afsprengi þeirrar sögu er líka í grunninn frábær borg með mörg tækifæri. Tækifæri sem þarf að varðveita og styrkja en einnig tækifæri til að breyta og búa til enn betra borgarumhverfi. Stundum held ég að núverandi aðstæður hafi jafnvel verið hugmynd höfunda Aðalskipulags Reykjavíkur 1960 - að byggja dreift og víða en skilja eftir óskilgreindar eyður þar á milli. Þær væru framtíðarinnar að fylla upp í. Útkoman eru úthverfi borgarinnar sem eru hverju öðru skemmtilegra. Hvert með sitt einkenni og sterka tengingu við náttúruna sem umlykur og fléttar sig inn í borgina. Á milli þeirra liggur hinsvegar vandinn, stórar umferðargötur og gatnamót sem aðskilja borgina í afmörkuð hólf og magn bílaumferðar sem er úr öllu samhengi við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins. Lausnir 20. aldarinnar eiga ekki við lengur en í raun má segja að margar lausnir 19. aldar séu nær því að vera það sem okkur vantar núna. Lausnir sem bjuggu til það iðandi mannlíf sem var í litla bænum Reykjavík. Við þurfum að vera vistvænni og treysta á eigin orku til að ferðast á milli staða. Við eigum að labba og hjóla meira styttri vegalengdir og um leið gera kröfu um að sú þjónusta sem er okkur nauðsynleg sé í kallfæri. Við þurfum meiri þéttleika og til að sinna honum öflugar almenningssamgöngur sem nýta landrýmið á skynsamlegan máta og tengja úthverfin með vistvænum hætti við atvinnu- og menntakjarnann vestar í borginni. Einhverskonar 19. aldar sporvagnalausn fyrir 21. öldina. #borgarlinan. Meiri borg snýst um að spila úr núverandi gæðum Reykjavíkur þannig að fjölskrúðugt mannlif þrífist í návist við öfluga þjónustu og starfsemi. Meiri borg eru fjölbreyttar samgöngur sem fólk getur notað eftir hentugleika. Hjóla í vinnuna, labba í búðina, Borgarlínan á barinn. Meiri borg er að standa vörð um grænu lungun okkar en flétta þau saman við nýja byggð eins og kostur er. Meiri borg er þéttari en líka nánari, með meiri mannleg samskipti og tengsl við samborgarana með því að deila borgarrýminu og vera samferða. Meiri borg er afstaða. Viljum við vera lítil eða meiri? Hér eru allar aðstæður til staðar til að búa til frábært borgarumhverfi en það er okkar að grípa tækifærin sem liggja í loftinu og þora fylgja þeim eftir. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stærð borga snýst að mörgu leiti meira um afstöðu íbúanna frekar en íbúafjölda, hæð húsa eða flatarmál. Ég hef komið í litla bæi sem eru meiri borg en Reykjavík en líka stórar, fjölmennar borgir sem eru meiri þorp. Ég vil að Reykjavík verði meiri borg. Ekki endilega hærri hús eða margfalt fleiri íbúar. Alls ekki meiri umferð. Ég vil meira af iðandi mannlífi, grænum svæðum og grósku. Þegar maður skoðar gamlar myndir frá Reykjavík fær maður oft á tilfinninguna að svona hafi þetta verið ef við flettum nokkra áratugi aftur. Borgin var minni en það var meiri borg þar sem hún var. Bakarí á einu horni, apótek á því næsta og rakarastofa handan götunnar og ekki einn einasta bíl að sjá. Þéttleikinn var meiri og fólkið á götunum fleira. Auðvitað eru þetta draumar um horfna tíma með sinn eigin vanda en það tapaðist margt úr bæjarlífinu þegar nálægðin milli ólíkra starfsgreina hvarf. Þegar Reykjavík var þanin út og borgarhlutar aðskildir með stofnbrautum og mislægum gatnamótum. Ekki misskilja mig, ég held að skipulagssaga 20. aldar Reykjavíkur hafi verið eðlilegt viðbragð við áskorunum og lausnum þess tíma. Afsprengi þeirrar sögu er líka í grunninn frábær borg með mörg tækifæri. Tækifæri sem þarf að varðveita og styrkja en einnig tækifæri til að breyta og búa til enn betra borgarumhverfi. Stundum held ég að núverandi aðstæður hafi jafnvel verið hugmynd höfunda Aðalskipulags Reykjavíkur 1960 - að byggja dreift og víða en skilja eftir óskilgreindar eyður þar á milli. Þær væru framtíðarinnar að fylla upp í. Útkoman eru úthverfi borgarinnar sem eru hverju öðru skemmtilegra. Hvert með sitt einkenni og sterka tengingu við náttúruna sem umlykur og fléttar sig inn í borgina. Á milli þeirra liggur hinsvegar vandinn, stórar umferðargötur og gatnamót sem aðskilja borgina í afmörkuð hólf og magn bílaumferðar sem er úr öllu samhengi við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins. Lausnir 20. aldarinnar eiga ekki við lengur en í raun má segja að margar lausnir 19. aldar séu nær því að vera það sem okkur vantar núna. Lausnir sem bjuggu til það iðandi mannlíf sem var í litla bænum Reykjavík. Við þurfum að vera vistvænni og treysta á eigin orku til að ferðast á milli staða. Við eigum að labba og hjóla meira styttri vegalengdir og um leið gera kröfu um að sú þjónusta sem er okkur nauðsynleg sé í kallfæri. Við þurfum meiri þéttleika og til að sinna honum öflugar almenningssamgöngur sem nýta landrýmið á skynsamlegan máta og tengja úthverfin með vistvænum hætti við atvinnu- og menntakjarnann vestar í borginni. Einhverskonar 19. aldar sporvagnalausn fyrir 21. öldina. #borgarlinan. Meiri borg snýst um að spila úr núverandi gæðum Reykjavíkur þannig að fjölskrúðugt mannlif þrífist í návist við öfluga þjónustu og starfsemi. Meiri borg eru fjölbreyttar samgöngur sem fólk getur notað eftir hentugleika. Hjóla í vinnuna, labba í búðina, Borgarlínan á barinn. Meiri borg er að standa vörð um grænu lungun okkar en flétta þau saman við nýja byggð eins og kostur er. Meiri borg er þéttari en líka nánari, með meiri mannleg samskipti og tengsl við samborgarana með því að deila borgarrýminu og vera samferða. Meiri borg er afstaða. Viljum við vera lítil eða meiri? Hér eru allar aðstæður til staðar til að búa til frábært borgarumhverfi en það er okkar að grípa tækifærin sem liggja í loftinu og þora fylgja þeim eftir. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar