Þetta er í annað sinn sem Finnur semur við FH. Haustið 2014 skrifaði hann undir þriggja ára samning við Fimleikafélagið. Hann spilaði hins vegar aldrei fyrir það því hann var seldur til Lillestrøm í Noregi.
Finnur, sem er þrítugur, gekk í raðir uppeldisfélagsins Breiðabliks fyrir síðasta tímabil eftir fimm ár hjá KR.
Finnur hefur leikið 247 leiki með Breiðabliki og KR í efstu deild og skorað eitt mark. Hann er fjórtándi leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar.
FH endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.