Dómur Joe Exotic styttur í dag Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2022 13:19 Joe Exotic, eða Joseph Maldonado-Passage. AP/Sue Ogrocki Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. Maldonado varð mjög vinsæll þegar Netflix sýndi heimildarþættina Tiger King árið 2020. Stuðningsmenn Maldonados vilja hann lausan úr fangelsi en ólíklegt þykir að það gerist þar sem viðmið segja að dæma eigi menn í 17 og hálft til 22 ára í fangelsi fyrir brot eins og það sem hann var dæmdur fyrir. Maldonado var dæmdur til 22 ára fangelsisvistar árið 2020 fyrir að hafa reynt að greiða tveimur mismunandi mönnum peninga fyrir að myrða Carole Baskin. Hún rak skýli fyrir stór kattardýr og hafði gagnrýnt Maldonado harðlega fyrir meðferð hans á kattardýrum. Áfrýjunardómstóll komst svo að þeirri niðurstöðu að réttast væri að stytta dóm Maldonado því réttara hefði verið að fella tvær ákærur gegn honum saman í eina, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Meðal annars reyndi Maldonado að greiða útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna tíu þúsund dali fyrir að myrða Baskin. Hann sagði honum að elta Baskin inn í bílastæðahús, drepa hana og keyra á brott. Við réttarhöldin sögðu verjendur Maldonados að honum hefði ekki verið alvara. Hann var einnig dæmdur fyrir að drepa fjögur tígrisdýr, selja tígrisdýraunga og falsa opinber gögn. Maldonado er með krabbamein í blöðruhálskirtli og lögmenn hans segja að hann hafi frestað meðferð þar til dómur hans verði mildaður. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Netflix Tengdar fréttir Framleiðendur Ace Ventura í mál við Netflix vegna Tiger King Morgan Creek Entertainment, fyrirtækið sem framleiddi kvikmyndirnar um gæludýra-einkaspæjarann Ace Ventura, hefur höfðað mál gegn Netflix. Það er vegna myndefnis úr Ace Ventura 2: When Nature Calls sem notað var í þáttaröðina Tiger King, sem naut gífurlegra vinsælda á Netflix í fyrra. 29. desember 2021 12:30 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59 Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26 Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Maldonado varð mjög vinsæll þegar Netflix sýndi heimildarþættina Tiger King árið 2020. Stuðningsmenn Maldonados vilja hann lausan úr fangelsi en ólíklegt þykir að það gerist þar sem viðmið segja að dæma eigi menn í 17 og hálft til 22 ára í fangelsi fyrir brot eins og það sem hann var dæmdur fyrir. Maldonado var dæmdur til 22 ára fangelsisvistar árið 2020 fyrir að hafa reynt að greiða tveimur mismunandi mönnum peninga fyrir að myrða Carole Baskin. Hún rak skýli fyrir stór kattardýr og hafði gagnrýnt Maldonado harðlega fyrir meðferð hans á kattardýrum. Áfrýjunardómstóll komst svo að þeirri niðurstöðu að réttast væri að stytta dóm Maldonado því réttara hefði verið að fella tvær ákærur gegn honum saman í eina, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Meðal annars reyndi Maldonado að greiða útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna tíu þúsund dali fyrir að myrða Baskin. Hann sagði honum að elta Baskin inn í bílastæðahús, drepa hana og keyra á brott. Við réttarhöldin sögðu verjendur Maldonados að honum hefði ekki verið alvara. Hann var einnig dæmdur fyrir að drepa fjögur tígrisdýr, selja tígrisdýraunga og falsa opinber gögn. Maldonado er með krabbamein í blöðruhálskirtli og lögmenn hans segja að hann hafi frestað meðferð þar til dómur hans verði mildaður.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Netflix Tengdar fréttir Framleiðendur Ace Ventura í mál við Netflix vegna Tiger King Morgan Creek Entertainment, fyrirtækið sem framleiddi kvikmyndirnar um gæludýra-einkaspæjarann Ace Ventura, hefur höfðað mál gegn Netflix. Það er vegna myndefnis úr Ace Ventura 2: When Nature Calls sem notað var í þáttaröðina Tiger King, sem naut gífurlegra vinsælda á Netflix í fyrra. 29. desember 2021 12:30 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59 Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26 Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Framleiðendur Ace Ventura í mál við Netflix vegna Tiger King Morgan Creek Entertainment, fyrirtækið sem framleiddi kvikmyndirnar um gæludýra-einkaspæjarann Ace Ventura, hefur höfðað mál gegn Netflix. Það er vegna myndefnis úr Ace Ventura 2: When Nature Calls sem notað var í þáttaröðina Tiger King, sem naut gífurlegra vinsælda á Netflix í fyrra. 29. desember 2021 12:30
Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48
Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59
Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26
Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26