Dýrin og við Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. janúar 2022 11:00 Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi. Í 40 ár hefur verið stundað blóðmerahald á Íslandi, án þess að margir hafi gert við það athugasemdir, og hafa flestir einfaldega leitt þessa starfsem, sem þó hefur farið fram á yfir 100 bæjum, hjá sér, hafi þeir þá vitað af henni. 18. nóvember sl. gerðist svo það, að erlendir aðilar, svissnesk/þýzk dýraverndunarsamtök, gáfu út 126 síðna skýrslu, ásamt með heimildarmyndböndum, um raunveruleikann í blóðmerahaldi á Íslandi, sem þau kynntu fyrir fjölmiðlum og landsmönnum. Eins kom fram, að blóðmerahald er hvergi stundað í heiminum, nema hér, í Suður Ameríku og í Kína. Alls staðar annars staðar bannað, vegna mannúðar- og dýraverndunarsjónarmiða. Vegna þess ofbeldis, sem sýnt var fram á, að blóðmerar sættu, opnuðust augu manna fyrir raunverulegu eðli þessarar starfsemi, og skapaðist samúð flestra góðra manna með dýrunum - merunum, folöldunum og svínunum -, en þau ásamt með nokkrum öðrum húsdýrum, eða verksmiðjudýrum, eru svo fórnarlömb þessarar starfsemi. Fyrir undirrituðum er þetta góð þróun, en við skulum hugsa til þess, að það þurfti erlenda aðila til, til að opna augu okkar Íslendinga fyrir þessari óiðju og þessu dýraníði, sem fram hefur farið á okkar eigin heimavelli. Óiðjan var í gangi í áratugi, hefði mátt blasa við mörgum okkar, en við sáum hana ekki, vildum ekki sjá hana eða leiddum hana hjá okkur. Við nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins kom í ljós, að mikill meirihluti landsmanna áttaði sig á því, að blóðmerahald byggist á ofbeldi og meiðingum við dýrin, og tjáði sig andvígan því - 66% voru andvíg, 19% höfðu ekki skoðun og aðeins 15% voru hlynnt því -, þegar menn áttuðu sig loks á þessu og tóku við sér með það. Ég vil, að þessu tilefni, vekja upp aðra hlið á málinu, stöðu dýra almennt, í þeirri von, að einhverjir staldri aðeins og við velti henni fyrir sér upp á nýtt líka. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Þó ótrúlegt kunni að virðast, eru taldar vera um 5.500 tegundir spendýra á jörðinni. Þessi spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallar atriðum eins gerð og byggð. Öll spendýr, ekki bara spendýrið maðurinn, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðlsum og áverkum, eins og við, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt meira og minna eins og við. Tilraunir eru gerðar á litlum músum, rottum eða kanínum - oft reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækninga lausnir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, að mönnum meðtöldum. Nýjasta dæmið um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkar. Öll spendýr eru í grunninn sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur sér til gleði, án þarfar, af drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er: Okkur ber að virða líf og tryggja velferð annarra spendýra - reyndar allra dýra og alls lífríkis - eins og við reynum að tryggja eigin velferð. Kæri lesandi, það væri gott, ef þú opnaðir augun fyrir þessu. Takk fyrir athyglina. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Blóðmerahald Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi. Í 40 ár hefur verið stundað blóðmerahald á Íslandi, án þess að margir hafi gert við það athugasemdir, og hafa flestir einfaldega leitt þessa starfsem, sem þó hefur farið fram á yfir 100 bæjum, hjá sér, hafi þeir þá vitað af henni. 18. nóvember sl. gerðist svo það, að erlendir aðilar, svissnesk/þýzk dýraverndunarsamtök, gáfu út 126 síðna skýrslu, ásamt með heimildarmyndböndum, um raunveruleikann í blóðmerahaldi á Íslandi, sem þau kynntu fyrir fjölmiðlum og landsmönnum. Eins kom fram, að blóðmerahald er hvergi stundað í heiminum, nema hér, í Suður Ameríku og í Kína. Alls staðar annars staðar bannað, vegna mannúðar- og dýraverndunarsjónarmiða. Vegna þess ofbeldis, sem sýnt var fram á, að blóðmerar sættu, opnuðust augu manna fyrir raunverulegu eðli þessarar starfsemi, og skapaðist samúð flestra góðra manna með dýrunum - merunum, folöldunum og svínunum -, en þau ásamt með nokkrum öðrum húsdýrum, eða verksmiðjudýrum, eru svo fórnarlömb þessarar starfsemi. Fyrir undirrituðum er þetta góð þróun, en við skulum hugsa til þess, að það þurfti erlenda aðila til, til að opna augu okkar Íslendinga fyrir þessari óiðju og þessu dýraníði, sem fram hefur farið á okkar eigin heimavelli. Óiðjan var í gangi í áratugi, hefði mátt blasa við mörgum okkar, en við sáum hana ekki, vildum ekki sjá hana eða leiddum hana hjá okkur. Við nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins kom í ljós, að mikill meirihluti landsmanna áttaði sig á því, að blóðmerahald byggist á ofbeldi og meiðingum við dýrin, og tjáði sig andvígan því - 66% voru andvíg, 19% höfðu ekki skoðun og aðeins 15% voru hlynnt því -, þegar menn áttuðu sig loks á þessu og tóku við sér með það. Ég vil, að þessu tilefni, vekja upp aðra hlið á málinu, stöðu dýra almennt, í þeirri von, að einhverjir staldri aðeins og við velti henni fyrir sér upp á nýtt líka. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Þó ótrúlegt kunni að virðast, eru taldar vera um 5.500 tegundir spendýra á jörðinni. Þessi spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallar atriðum eins gerð og byggð. Öll spendýr, ekki bara spendýrið maðurinn, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðlsum og áverkum, eins og við, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt meira og minna eins og við. Tilraunir eru gerðar á litlum músum, rottum eða kanínum - oft reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækninga lausnir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, að mönnum meðtöldum. Nýjasta dæmið um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkar. Öll spendýr eru í grunninn sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur sér til gleði, án þarfar, af drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er: Okkur ber að virða líf og tryggja velferð annarra spendýra - reyndar allra dýra og alls lífríkis - eins og við reynum að tryggja eigin velferð. Kæri lesandi, það væri gott, ef þú opnaðir augun fyrir þessu. Takk fyrir athyglina. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun