Nadal hóf úrslitaviðureignina vægast sagt á afturfótunum en ekkert gekk upp hjá hinum 35 ára gamla Spánverja í upphafi. Rússinn Medvedev er áratug yngri en Nadal og virtist einfaldlega hafa meiri orku framan af leik.
Eftir að annað sett fór í upphækkun hefði áhorfendum verið fyrirgefið fyrir að halda að allur vindur væri úr Nadal en hann vann næsti þrjú sett, 6-4, 6-4 og 7-5, og tryggði sér þar með sigur á Opna ástralska meistaramótinu í tennis árið 2022.
The Grand Slam King #AusOpen #AO2022 pic.twitter.com/MsrkpTXzee
— #AusOpen (@AustralianOpen) January 30, 2022
Sigur dagsins þýðir að Nadal hefur nú unnið 21 risatitil. Enginn hefur unnið fleiri risatitla í einliðaleik karla. Bæði Roger Federer og Novak Djokovic hafa unnið 20 risatitla en Djokovic hefur átt góðu gengi að fagna í Ástralíu undanfarin ár. Hann fékk ekki að vejra titil sinn eins og frægt er orðið.