Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 19:08 Kristrún Frostadóttir. bjarni einarsson Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðisliðurinn vegi þungt í þessu samhengi. „Það liggur auðvitað fyrir að þessar húsnæðisverðhækkanir eru af hendi stjórnvalda. Þetta eru auðvitað mistök sem hafa verið gerð í hagstjórn undanfarinn áratug og ágerðist á síðustu tveimur árum sem fól í sér að mikið fjármagn flæddi inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún vill sjá stjórnvöld stíga inn og taka ábyrgð. „Vegna þess að hættan er auðvitað sú að þó að peningastefnunefnd eigi að bregðast við verðbólgu þá á peningastefnunefnd ekki að skapa neyð fyrir heimilin í landinu.“ Kristrún segir að stjórnvöld gætu þurft að horfa til vaxtabóta og barnabóta til þess að koma í veg fyrir að það myndist mikll launaþrýstingur til þess að vinna upp húsnæðisverðhækkanir. Svakalegt högg fyrir heimilin Þingmaður Viðreisnar óttast miklar vaxtahækkanir. „Þetta þýðir bara fyrir fólk sem var að taka venjulegt húsnæðislán, óverðtryggt, núna kannski fyrir einhverjum mánuðum síðan eða ári. Það getur verði komið í þá stöðu eftir ekki langan tíma að afborganir hafa hækkað um hálfa milljón yfir árið og þetta er auðvitað svakalegt högg fyrir heimilin í landinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir Hann segir að horfa þurfi til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem þarna eru undir. „Það má alveg ímynda sér vaxtabótakerfi í því eða einhverjar aðrar leiðir. Við erum alveg opin fyrir hverju sem er í því.“ Heimilin skuldsett sig um 400 milljarða Kristrún segir að skrúfað hafi verið frá hömlum í bankakerfinu og telur að stjórnvöld beri ekki bara ábyrgð á ríkisskuldum. „Heimilin hafa skuldsett sig um 400 milljarða króna á undanförnum tveimur árum og þetta hefur meðal annars haldið einkaneyslu uppi. Núna er eitthvað af þessum skuldum að koma í bakið á fólki. Stjórnvöld bera auðvitað ábyrgð á fleiru en bara ríkisskuldunum.“ Evran langtímalausn Sigmar segir höggið minna á evrusvæðinu og segir íslensku krónuna stórt vandamál í þessu samhengi. „Til skemmri tíma þá þurfum við að huga að öðrum leiðum. Við skiptum ekki um gjaldmiðil svo glatt þannig að þetta er bæði spurning um skammtímalausnir fyrir þá sem eru að verða fyrir högginu og svo auðvitað líka langtímalausnir sem hljóta að vera að endurskoða þennan gjaldmiðil sem við erum með.“ Efnahagsmál Neytendur Samfylkingin Alþingi Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðisliðurinn vegi þungt í þessu samhengi. „Það liggur auðvitað fyrir að þessar húsnæðisverðhækkanir eru af hendi stjórnvalda. Þetta eru auðvitað mistök sem hafa verið gerð í hagstjórn undanfarinn áratug og ágerðist á síðustu tveimur árum sem fól í sér að mikið fjármagn flæddi inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún vill sjá stjórnvöld stíga inn og taka ábyrgð. „Vegna þess að hættan er auðvitað sú að þó að peningastefnunefnd eigi að bregðast við verðbólgu þá á peningastefnunefnd ekki að skapa neyð fyrir heimilin í landinu.“ Kristrún segir að stjórnvöld gætu þurft að horfa til vaxtabóta og barnabóta til þess að koma í veg fyrir að það myndist mikll launaþrýstingur til þess að vinna upp húsnæðisverðhækkanir. Svakalegt högg fyrir heimilin Þingmaður Viðreisnar óttast miklar vaxtahækkanir. „Þetta þýðir bara fyrir fólk sem var að taka venjulegt húsnæðislán, óverðtryggt, núna kannski fyrir einhverjum mánuðum síðan eða ári. Það getur verði komið í þá stöðu eftir ekki langan tíma að afborganir hafa hækkað um hálfa milljón yfir árið og þetta er auðvitað svakalegt högg fyrir heimilin í landinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir Hann segir að horfa þurfi til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem þarna eru undir. „Það má alveg ímynda sér vaxtabótakerfi í því eða einhverjar aðrar leiðir. Við erum alveg opin fyrir hverju sem er í því.“ Heimilin skuldsett sig um 400 milljarða Kristrún segir að skrúfað hafi verið frá hömlum í bankakerfinu og telur að stjórnvöld beri ekki bara ábyrgð á ríkisskuldum. „Heimilin hafa skuldsett sig um 400 milljarða króna á undanförnum tveimur árum og þetta hefur meðal annars haldið einkaneyslu uppi. Núna er eitthvað af þessum skuldum að koma í bakið á fólki. Stjórnvöld bera auðvitað ábyrgð á fleiru en bara ríkisskuldunum.“ Evran langtímalausn Sigmar segir höggið minna á evrusvæðinu og segir íslensku krónuna stórt vandamál í þessu samhengi. „Til skemmri tíma þá þurfum við að huga að öðrum leiðum. Við skiptum ekki um gjaldmiðil svo glatt þannig að þetta er bæði spurning um skammtímalausnir fyrir þá sem eru að verða fyrir högginu og svo auðvitað líka langtímalausnir sem hljóta að vera að endurskoða þennan gjaldmiðil sem við erum með.“
Efnahagsmál Neytendur Samfylkingin Alþingi Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. 30. janúar 2022 13:35