Er ímyndin ímyndun? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. janúar 2022 07:32 Í Garðabæ hefur um langt skeið verið staðið undir afar metnaðarfullu loforði fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Þannig viljum við einfaldlega hafa það áfram. Því skiptir máli að halda fókus, með þarfir íbúa í forgrunni. Það á ekki síst við nú þegar Garðabær er í gríðarlega örum vexti, með nýtt hverfi í uppbyggingu, þéttingu í öðru sem sérstaklega á að höfða til ungs fólks og enn annað hverfi í undirbúningi. Til að svo verði þarf fólk í forystu sem hefur kjark og vilja til að mæta þörfum nýrra íbúa. Fólk sem skilur að svona mikilli uppbyggingu þarf að fylgja sú þjónusta sem skiptir nýjum íbúum, sem að megninu til eru ungar barnafjölskyldur, mestu máli. Það þarf að tryggja leikskólapláss og gott rými í grunnskólum. Garðabær hefur alla burði til þess að vera samfélag þar sem áhersla er lögð á íbúa og nauðsynlega grunnþjónustu sem styður við velsæld allra af metnaði. Af hverju lágt útsvar en há leikskólagjöld? Nýverið var tekið gríðarlega mikilvægt skref til þess að mæta barnafjölskyldum í Garðabæ með tekjutengingu við leikskólagjöld, gjaldskrá frístundaheimila og dagforeldra. Þessi ákvörðun byggir á hugmynd frá okkur í Garðabæjarlistanum, sem við höfum rætt á þessu kjörtímabili. Tekjutenging við stærstu útgjöld barnafjölskyldna er gríðarlega mikilvægt skref í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í sveitarfélagi sem allir eiga að geta valið til búsetu, óháð efnahag. Í Garðabæ er sérstök ástæða til að stíga þetta skref, þar sem sú stefna hefur ríkt að gott sé að hafa sem hæstar álögur á barnafjölskyldur á meðan almennu útsvari er haldið eins lágu og mögulegt er. Sú stefna kristallast einna best í því að leikskólagjöld þekkjast varla hærri í nokkru sveitarfélagi landsins. Við viljum sameiginlega ábyrgð allra þegar kemur að þátttöku við að tryggja þjónustu og trausta innviði. Með því að fela barnafjölskyldum að standa undir hæstu álögunum og bjóða þannig upp á lægra útsvar en gengur og gerist er dæmi um forgangsröðun meirihlutans. Dæmi um ákvörðun sem kemur niður á barnafjölskyldum. Leikskólagjöld borga ekki byggingu leikskóla en það gera útsvarstekjur. Því skiptir máli þegar staðið er frammi fyrir brýnum verkefnum líkt og byggingu leikskóla að stilla innkomu eftir vexti. Ábyrg fjármálastjórn Í sveitarfélögum er farið með skattfé íbúa og bæjarfulltrúar eiga því að tryggja ábyrga fjármálastjórn. Takmarkað fé er til fjárfestinga og því þarf að forgangsraða því til verkefna sem snúa að uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Við upphaf kjörtímabilsins var verið að ljúka við kostnaðarsama framkvæmd, fjölnota fundasal, hvar bæjarstjórn fundar meðal annars og er staðsettur á Garðatorgi. Framkvæmd sem kostaði um 500 milljónir eða sem nemur helming þess kostnaðar sem einn leikskóli kostar. Við tók svo önnur tilkomumikil framkvæmd fjölnota íþróttahúss sem nú sér fyrir endan á og kostað hefur um 5 milljarða í byggingu eða um 5 góða leikskóla. Framkvæmdirnar á síðastliðnum fjórum árum segja sína sögu um fjárhagslega stöðu og getu sveitarfélagsins til þes að tryggja íbúum þá mikilvægu þjónustu sem leik- og grunnskólar eru, ef forgangsröðunin er rétt. Þess í stað eru grunnskólar sprungnir og við sjáum fram á áframhaldandi óþægindi fyrir barnafjölskyldur vegna skorts á leikskólaplássum. Forgangsröðunin hefur haft í för með sér lélegri þjónustu við íbúa. Á meðan meirihlutinn hefur sett fókusinn á gæluverkefni hefur samfélagið sprungið út á ógnahraða. Íbúum hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, fjölgað meira en einmitt á þessu kjörtímabili og ungar barnafjölskyldur hafa streymt í Garðabæinn. Vegna þess að fókusinn hefur ekki verið réttur eru nýir íbúar ekki að fá þá þjónustu sem það vænti þegar þau ákváðu að flytja til Garðabæjar. Tryggjum innviði í Garðabæ fyrir barnafjölskyldur. Fyrir framtíðina. Höfundur er bæjarfulltrúi er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hefur um langt skeið verið staðið undir afar metnaðarfullu loforði fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Þannig viljum við einfaldlega hafa það áfram. Því skiptir máli að halda fókus, með þarfir íbúa í forgrunni. Það á ekki síst við nú þegar Garðabær er í gríðarlega örum vexti, með nýtt hverfi í uppbyggingu, þéttingu í öðru sem sérstaklega á að höfða til ungs fólks og enn annað hverfi í undirbúningi. Til að svo verði þarf fólk í forystu sem hefur kjark og vilja til að mæta þörfum nýrra íbúa. Fólk sem skilur að svona mikilli uppbyggingu þarf að fylgja sú þjónusta sem skiptir nýjum íbúum, sem að megninu til eru ungar barnafjölskyldur, mestu máli. Það þarf að tryggja leikskólapláss og gott rými í grunnskólum. Garðabær hefur alla burði til þess að vera samfélag þar sem áhersla er lögð á íbúa og nauðsynlega grunnþjónustu sem styður við velsæld allra af metnaði. Af hverju lágt útsvar en há leikskólagjöld? Nýverið var tekið gríðarlega mikilvægt skref til þess að mæta barnafjölskyldum í Garðabæ með tekjutengingu við leikskólagjöld, gjaldskrá frístundaheimila og dagforeldra. Þessi ákvörðun byggir á hugmynd frá okkur í Garðabæjarlistanum, sem við höfum rætt á þessu kjörtímabili. Tekjutenging við stærstu útgjöld barnafjölskyldna er gríðarlega mikilvægt skref í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í sveitarfélagi sem allir eiga að geta valið til búsetu, óháð efnahag. Í Garðabæ er sérstök ástæða til að stíga þetta skref, þar sem sú stefna hefur ríkt að gott sé að hafa sem hæstar álögur á barnafjölskyldur á meðan almennu útsvari er haldið eins lágu og mögulegt er. Sú stefna kristallast einna best í því að leikskólagjöld þekkjast varla hærri í nokkru sveitarfélagi landsins. Við viljum sameiginlega ábyrgð allra þegar kemur að þátttöku við að tryggja þjónustu og trausta innviði. Með því að fela barnafjölskyldum að standa undir hæstu álögunum og bjóða þannig upp á lægra útsvar en gengur og gerist er dæmi um forgangsröðun meirihlutans. Dæmi um ákvörðun sem kemur niður á barnafjölskyldum. Leikskólagjöld borga ekki byggingu leikskóla en það gera útsvarstekjur. Því skiptir máli þegar staðið er frammi fyrir brýnum verkefnum líkt og byggingu leikskóla að stilla innkomu eftir vexti. Ábyrg fjármálastjórn Í sveitarfélögum er farið með skattfé íbúa og bæjarfulltrúar eiga því að tryggja ábyrga fjármálastjórn. Takmarkað fé er til fjárfestinga og því þarf að forgangsraða því til verkefna sem snúa að uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Við upphaf kjörtímabilsins var verið að ljúka við kostnaðarsama framkvæmd, fjölnota fundasal, hvar bæjarstjórn fundar meðal annars og er staðsettur á Garðatorgi. Framkvæmd sem kostaði um 500 milljónir eða sem nemur helming þess kostnaðar sem einn leikskóli kostar. Við tók svo önnur tilkomumikil framkvæmd fjölnota íþróttahúss sem nú sér fyrir endan á og kostað hefur um 5 milljarða í byggingu eða um 5 góða leikskóla. Framkvæmdirnar á síðastliðnum fjórum árum segja sína sögu um fjárhagslega stöðu og getu sveitarfélagsins til þes að tryggja íbúum þá mikilvægu þjónustu sem leik- og grunnskólar eru, ef forgangsröðunin er rétt. Þess í stað eru grunnskólar sprungnir og við sjáum fram á áframhaldandi óþægindi fyrir barnafjölskyldur vegna skorts á leikskólaplássum. Forgangsröðunin hefur haft í för með sér lélegri þjónustu við íbúa. Á meðan meirihlutinn hefur sett fókusinn á gæluverkefni hefur samfélagið sprungið út á ógnahraða. Íbúum hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, fjölgað meira en einmitt á þessu kjörtímabili og ungar barnafjölskyldur hafa streymt í Garðabæinn. Vegna þess að fókusinn hefur ekki verið réttur eru nýir íbúar ekki að fá þá þjónustu sem það vænti þegar þau ákváðu að flytja til Garðabæjar. Tryggjum innviði í Garðabæ fyrir barnafjölskyldur. Fyrir framtíðina. Höfundur er bæjarfulltrúi er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun