Reikna með að strákarnir okkar fái undanþágu til að spila á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2022 09:31 Íslensku handboltalandsliðin vantar heimavöll á Íslandi en til stendur að bæta úr því. Getty/Sanjin Strukic Íslenska karlalandsliðið í handbolta fær sennilega að spila heimaleik sinn á Íslandi, í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í byrjun næsta árs. Umspilið fer fram um miðjan apríl og dróst Ísland gegn sigurliðinu úr einvígi Austurríkis og Eistlands sem fram fer í mars. Ísland hefur um árabil verið á undanþágu hjá EHF til að spila landsleiki í Laugardalshöll, þó að hún uppfylli ekki öll skilyrði fyrir mótsleiki landsliða. Laugardalshöll hefur hins vegar verið lokuð frá því í nóvember 2020, vegna mikilla vatnsskemmda, og eftir því sem næst verður komist er ólíklegt að hægt verði að spila í henni að nýju fyrr en í sumar. Því þarf að leita annað. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir í svari við fyrirspurn Vísis ekki útlit fyrir að Ísland þurfi að spila heimaleik sinn í HM-umspilinu annars staðar en á Íslandi. „Við reiknum með að fá undanþágu til þess að leika á Ásvöllum,“ segir Róbert og heimavöllur Hauka verður því væntanlega heimavöllur íslenska landsliðsins. Verið með á sex heimsmeistaramótum í röð Ísland varð í 20. sæti á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan og hefur verið með á síðustu sex heimsmeistaramótum í röð, eða frá því að liðið missti af sæti á HM í Króatíu 2009 eftir naumt tap gegn Makedóníu í umspili. Ísland tapaði reyndar gegn Bosníu í umspili fyrir HM 2015 en fékk svokallað wildcard-sæti á mótinu. Ísland þurfti ekki að fara í umspil fyrir HM í Egyptalandi þar sem að hætt var við það vegna kórónuveirufaraldursins. HM 2023 í handbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Umspilið fer fram um miðjan apríl og dróst Ísland gegn sigurliðinu úr einvígi Austurríkis og Eistlands sem fram fer í mars. Ísland hefur um árabil verið á undanþágu hjá EHF til að spila landsleiki í Laugardalshöll, þó að hún uppfylli ekki öll skilyrði fyrir mótsleiki landsliða. Laugardalshöll hefur hins vegar verið lokuð frá því í nóvember 2020, vegna mikilla vatnsskemmda, og eftir því sem næst verður komist er ólíklegt að hægt verði að spila í henni að nýju fyrr en í sumar. Því þarf að leita annað. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir í svari við fyrirspurn Vísis ekki útlit fyrir að Ísland þurfi að spila heimaleik sinn í HM-umspilinu annars staðar en á Íslandi. „Við reiknum með að fá undanþágu til þess að leika á Ásvöllum,“ segir Róbert og heimavöllur Hauka verður því væntanlega heimavöllur íslenska landsliðsins. Verið með á sex heimsmeistaramótum í röð Ísland varð í 20. sæti á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan og hefur verið með á síðustu sex heimsmeistaramótum í röð, eða frá því að liðið missti af sæti á HM í Króatíu 2009 eftir naumt tap gegn Makedóníu í umspili. Ísland tapaði reyndar gegn Bosníu í umspili fyrir HM 2015 en fékk svokallað wildcard-sæti á mótinu. Ísland þurfti ekki að fara í umspil fyrir HM í Egyptalandi þar sem að hætt var við það vegna kórónuveirufaraldursins.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira