Dýraverndarsamband Íslands stendur traustum fótum Hallgerður Hauksdóttir skrifar 31. janúar 2022 16:30 Í tilefni skoðanagreinar á visir.is 31. jan um starfsemi DÍS er rétt að árétta að félagið starfar nú sem endranær að velferð dýra og samkvæmt lögum félagsins. Covid ástandið hefur hamlað okkur sem öðrum, m.a. að halda fjölmenna fundi. Miðað við afléttingar sjáum við sem betur fer fram á að geta boðið til aðalfundar í vor en félagsgjöld eru innheimt í samhengi við aðalfundi hverju sinni. Félagið stendur vel fjárhagslega enda er stjórnin ábyrg og varkár með fjármuni þess. Dýraverndarsambandið hefur einbeitt sér að þrýstingi á stofnanir, stjórnvöld og hagsmunaaðila um úrbætur varðandi dýraverndarmál fremur en kynningarstarf á störfum stjórnar. Félagsmenn hafa verið mikið í sambandi við okkur símleiðis og við finnum að við njótum almennt trausts þeirra til starfa. Okkur þykir leitt ef einstaka félagsmönnum finnst óþægilegt að við höfum ekki verið dugleg að senda tölvupósta heldur látið duga að starfseminnar sjái stað í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, en við höfum kosið að verja kröftum ólaunaðs sjálfboðastarfs okkar fremur beint í málefnin og látið verk bíða sem launuðum starfsmanni væri falið. Það er stefna stjórnar DÍS að vanda til gagnaöflunar áður en félagið tekur afstöðu. Samkvæmt lögum félagsins eigum við þar samskipti við alla mögulega aðila þ.á.m. stjórsýslu- og hagsmunaaðila. Myndbönd af illri meðferð á stóðhryssum á Íslandi hefur verið áberandi mál undanfarið og við höfum aflað gagna um það víða og á sama tíma þrýst á hagsmunaaðila og stofnanir og sent kröfu um úrbætur til stjórnvalda. Við stöndum einhuga með velferð hryssanna. Því miður hefur borið nokkuð á misvísandi upplýsingum um hag og aðbúnað þeirra. Ekki finnast heldur rannsóknir á blóðtöku eins og hún er framkvæmd út frá velferð og samhengi hryssanna sjálfra. Við höfum kallað eftir hið minnsta að strax verði rannsökuð velferðartengd áhrif þess fyrirkomulags sem hefur verið um áratugi hér á landi og teljum hryssunum betur í hag að fá að lifa heldur en að vera slátrað að órannsökuðu máli. Vísum við þar til nánari upplýsinga til umsagnar DÍS inni á vef Alþingis. Við fylgjumst áfram vel með málinu og tökum einhuga undir kröfur Félags evrópskra dýralækna og Félags evrópskra hestadýralækna um að þessari blóðtöku verði umsvifalaust hætt ef hún er í raun andstæð velferð hryssanna og almenn meðferð á þeim óboðleg. Þessi úrvinnsla er dæmigerð fyrir starfsemi DÍS, en við getum ekki lýst fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að ókönnuðu. Í áðurnefndri grein er kallað eftir ,,umsvifalausri afstöðu með frumvarpinu”, en umrætt frumvarp er um fyrirvaralaust bann. Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður. Starfsemi félagasamtaka kallar á mikla vinnu en samkvæmt lögum DÍS má ráða starfsmann til að sinna ákvörðunum stjórnar. Stjórn DÍS gengur út frá að fjármunum félagsins sé varið til eðlilegs reksturs og þ.á.m. að greiða vinnulaun. Stjórnarstörf eru hinsvegar ólaunuð og hafa alltaf verið. Það er ekki hlutverk félags eins og DÍS að safna sjóðum, en fastir styrktaraðilar standa í dag að mestu undir rekstrarkostnaði og því hefur ekki þurft að ganga á sérsjóði félagsins. Að lokum: í áðurnefndri grein er sagt að DÍS hafi ekki skilað skattframtali síðan árið 2018. Ber þetta vott um nokkra vanþekkingu. Frjáls félagasamtök um líknarmál skila ekki skattskýrslu til RSK, en ber að skila launaframtali þegar þau eru með starfsfólk á launum. Eins og greinarhöfundar benda réttilega á (en kalla skattframtal) var slíku launaframtali skilað síðast fyrir árið 2018 þegar félagið var einmitt síðast með fastan launamannn. Félagið hefur skilað verktakamiðum eins og lög gera ráð fyrir þegar ráðið er til einstaka verkefna. Félagið fer eftir landslögum og skattalögum í öllum rekstri sínum. Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra. Stjórn DÍS 31. janúar 2022, f.h. stjórnar DÍS, Hallgerður Hauksdóttir formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Blóðmerahald Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Í tilefni skoðanagreinar á visir.is 31. jan um starfsemi DÍS er rétt að árétta að félagið starfar nú sem endranær að velferð dýra og samkvæmt lögum félagsins. Covid ástandið hefur hamlað okkur sem öðrum, m.a. að halda fjölmenna fundi. Miðað við afléttingar sjáum við sem betur fer fram á að geta boðið til aðalfundar í vor en félagsgjöld eru innheimt í samhengi við aðalfundi hverju sinni. Félagið stendur vel fjárhagslega enda er stjórnin ábyrg og varkár með fjármuni þess. Dýraverndarsambandið hefur einbeitt sér að þrýstingi á stofnanir, stjórnvöld og hagsmunaaðila um úrbætur varðandi dýraverndarmál fremur en kynningarstarf á störfum stjórnar. Félagsmenn hafa verið mikið í sambandi við okkur símleiðis og við finnum að við njótum almennt trausts þeirra til starfa. Okkur þykir leitt ef einstaka félagsmönnum finnst óþægilegt að við höfum ekki verið dugleg að senda tölvupósta heldur látið duga að starfseminnar sjái stað í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, en við höfum kosið að verja kröftum ólaunaðs sjálfboðastarfs okkar fremur beint í málefnin og látið verk bíða sem launuðum starfsmanni væri falið. Það er stefna stjórnar DÍS að vanda til gagnaöflunar áður en félagið tekur afstöðu. Samkvæmt lögum félagsins eigum við þar samskipti við alla mögulega aðila þ.á.m. stjórsýslu- og hagsmunaaðila. Myndbönd af illri meðferð á stóðhryssum á Íslandi hefur verið áberandi mál undanfarið og við höfum aflað gagna um það víða og á sama tíma þrýst á hagsmunaaðila og stofnanir og sent kröfu um úrbætur til stjórnvalda. Við stöndum einhuga með velferð hryssanna. Því miður hefur borið nokkuð á misvísandi upplýsingum um hag og aðbúnað þeirra. Ekki finnast heldur rannsóknir á blóðtöku eins og hún er framkvæmd út frá velferð og samhengi hryssanna sjálfra. Við höfum kallað eftir hið minnsta að strax verði rannsökuð velferðartengd áhrif þess fyrirkomulags sem hefur verið um áratugi hér á landi og teljum hryssunum betur í hag að fá að lifa heldur en að vera slátrað að órannsökuðu máli. Vísum við þar til nánari upplýsinga til umsagnar DÍS inni á vef Alþingis. Við fylgjumst áfram vel með málinu og tökum einhuga undir kröfur Félags evrópskra dýralækna og Félags evrópskra hestadýralækna um að þessari blóðtöku verði umsvifalaust hætt ef hún er í raun andstæð velferð hryssanna og almenn meðferð á þeim óboðleg. Þessi úrvinnsla er dæmigerð fyrir starfsemi DÍS, en við getum ekki lýst fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að ókönnuðu. Í áðurnefndri grein er kallað eftir ,,umsvifalausri afstöðu með frumvarpinu”, en umrætt frumvarp er um fyrirvaralaust bann. Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður. Starfsemi félagasamtaka kallar á mikla vinnu en samkvæmt lögum DÍS má ráða starfsmann til að sinna ákvörðunum stjórnar. Stjórn DÍS gengur út frá að fjármunum félagsins sé varið til eðlilegs reksturs og þ.á.m. að greiða vinnulaun. Stjórnarstörf eru hinsvegar ólaunuð og hafa alltaf verið. Það er ekki hlutverk félags eins og DÍS að safna sjóðum, en fastir styrktaraðilar standa í dag að mestu undir rekstrarkostnaði og því hefur ekki þurft að ganga á sérsjóði félagsins. Að lokum: í áðurnefndri grein er sagt að DÍS hafi ekki skilað skattframtali síðan árið 2018. Ber þetta vott um nokkra vanþekkingu. Frjáls félagasamtök um líknarmál skila ekki skattskýrslu til RSK, en ber að skila launaframtali þegar þau eru með starfsfólk á launum. Eins og greinarhöfundar benda réttilega á (en kalla skattframtal) var slíku launaframtali skilað síðast fyrir árið 2018 þegar félagið var einmitt síðast með fastan launamannn. Félagið hefur skilað verktakamiðum eins og lög gera ráð fyrir þegar ráðið er til einstaka verkefna. Félagið fer eftir landslögum og skattalögum í öllum rekstri sínum. Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra. Stjórn DÍS 31. janúar 2022, f.h. stjórnar DÍS, Hallgerður Hauksdóttir formaður
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun