„Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR“ Atli Arason skrifar 31. janúar 2022 19:01 Ragnar Örn Bragason Vísir/Bára Dröfn Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann sé á leiðinni aftur í Breiðholtið. „Það eru kjaftasögur um einhverjar skiptingar hjá Þór Þorlákshöfn. Að Raggi Braga sé að fara aftur í ÍR og að Þór ætli að fylla í hans pláss með erlendum leikmanni,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, í þættinum síðastliðinn föstudag. Það hefur ringt inn tilkynningum á símanum hans Ragnars frá því að Teitur deildi þessari leigubílasögu í Körfuboltakvöldi. „Sjálfur heyrði ég þessa sögusögn fyrst í hádeginu á föstudaginn og hún kom úr ótrúlegustu átt. Svo eftir leik gegn Stjörnunni þá kom þetta fram í körfuboltakvöldi og þá fékk ég fullt af spurningum á Facebook og annars staðar,“ sagði Ragnar í viðtali við Vísi í dag. Ragnar segir þó að ekkert sé til í þessari kjaftasögu. Hann er ekki á leiðinni aftur til ÍR en félagaskiptaglugginn lokar í dag. „Nei, það er ekki staðan eins og hún er í dag allavegana. Ég hef í raun bara heyrt þessar sögusagnir í kringum mig eins og aðrir. Ég er búinn að spyrja Lalla af því hvort hann sé að selja mig og hann neitar því. Ég er ekki að fara neitt nema hann sé að ljúga af mér, það er eini möguleikinn.“ Eins greint var frá fyrr í dag þá samdi Þór við Kyle Johnson en Johnson mun þó ekki leika með liðinu gegn Vestra í kvöld. „Hann ferðaðist ekki með liðinu í gær en verður sennilega klár fyrir næsta leik sem er á móti ÍR. Það verður sennilega skemmtilegt að mæta þangað eftir allt þetta,“ sagði Rangar og hló. Eftir að Þór tilkynnti komu Kyle Johnson, þá reyndist helmingur af kjaftasögu Teits vera sönn og gaf því sögunni um brottför Ragnars byr undir báða vængi. Ragnar hefur ákveðnar kenningar yfir því hvernig hans nafn dregst inn í söguna. „Það er alltaf hægt að reyna að leggja einn og einn saman og fá þetta út en í þessari tilteknu jöfnu þá vantar samt annan ásinn þannig þetta dæmi gengur upp. Þetta er einhver uppspuni út frá mínum bakgrunni sem einhver sagði einhverjum og þessi saga fór greinilega þetta langt. Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR,“ sagði Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, að endingu. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn ÍR Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
„Það eru kjaftasögur um einhverjar skiptingar hjá Þór Þorlákshöfn. Að Raggi Braga sé að fara aftur í ÍR og að Þór ætli að fylla í hans pláss með erlendum leikmanni,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, í þættinum síðastliðinn föstudag. Það hefur ringt inn tilkynningum á símanum hans Ragnars frá því að Teitur deildi þessari leigubílasögu í Körfuboltakvöldi. „Sjálfur heyrði ég þessa sögusögn fyrst í hádeginu á föstudaginn og hún kom úr ótrúlegustu átt. Svo eftir leik gegn Stjörnunni þá kom þetta fram í körfuboltakvöldi og þá fékk ég fullt af spurningum á Facebook og annars staðar,“ sagði Ragnar í viðtali við Vísi í dag. Ragnar segir þó að ekkert sé til í þessari kjaftasögu. Hann er ekki á leiðinni aftur til ÍR en félagaskiptaglugginn lokar í dag. „Nei, það er ekki staðan eins og hún er í dag allavegana. Ég hef í raun bara heyrt þessar sögusagnir í kringum mig eins og aðrir. Ég er búinn að spyrja Lalla af því hvort hann sé að selja mig og hann neitar því. Ég er ekki að fara neitt nema hann sé að ljúga af mér, það er eini möguleikinn.“ Eins greint var frá fyrr í dag þá samdi Þór við Kyle Johnson en Johnson mun þó ekki leika með liðinu gegn Vestra í kvöld. „Hann ferðaðist ekki með liðinu í gær en verður sennilega klár fyrir næsta leik sem er á móti ÍR. Það verður sennilega skemmtilegt að mæta þangað eftir allt þetta,“ sagði Rangar og hló. Eftir að Þór tilkynnti komu Kyle Johnson, þá reyndist helmingur af kjaftasögu Teits vera sönn og gaf því sögunni um brottför Ragnars byr undir báða vængi. Ragnar hefur ákveðnar kenningar yfir því hvernig hans nafn dregst inn í söguna. „Það er alltaf hægt að reyna að leggja einn og einn saman og fá þetta út en í þessari tilteknu jöfnu þá vantar samt annan ásinn þannig þetta dæmi gengur upp. Þetta er einhver uppspuni út frá mínum bakgrunni sem einhver sagði einhverjum og þessi saga fór greinilega þetta langt. Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR,“ sagði Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, að endingu.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn ÍR Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum