Bæjarstjóri Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 1. febrúar 2022 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn og bæjarstjórinn í Hafnarfirði eru á flótta frá eigin aðgerðarleysi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og kenna öllum öðrum um nema sér sjálfum. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu útskýrir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tafirnar sem hafa orðið á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár fækkaði íbúum í fyrsta skiptið árið 2020 og á síðasti ári fjölgaði þeim aðeins um nokkra tugi. Það er langt á eftir áætlunum bæjarins sem gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 334-1260 á ári. Íbúum kennt um Helsta ástæða tafanna að mati bæjarstjóra er að framkæmdarleyfi vegna rafmagnslínu sem lá yfir uppbyggingarsvæðin hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hér er bæjarstjóri að setja út á lýðræðislegan rétt íbúanna til að láta sig varða umhverfi sitt og stuðla að náttúruvernd. Ljóst er að hér hefði mátt vanda betur til verka og koma í veg fyrir tafir með því að setja rafmagnslínurnar í jörðu eins og við í Samfylkingunni lögðum til. Þá er ekki hægt að útskýra tafir á uppbyggingu í Skarðshlíð með rafmagnslínum. Það hverfi var tilbúið til úthlutunar árið 2008. Mikil íbúafjölgun í nágrannasveitarfélögum Þá vill bæjarstjóri meina að ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði megi rekja til þess að erlent vinnuafl hafi flust af landi brott. Það stenst enga skoðun, því á sama tíma fjölgar íbúum í nágrannasveitarfélögunum umtalsvert. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu hefur um langt árabil verið minnst byggt í Hafnarfirði. Íbúar og einkum ungt fólk er því ekki að finna húsnæði í Hafnarfirði og flytur úr bænum. Skipulag og þéttingaráform í Hraun-vestur hefur legið fyrir um alllangan tíma, en þar er fátt að gerast. Engin uppbygging hafin. Önnur þéttingaráform hafa velkst til í kerfinu. Það var ekki fyrr en við í Samfylkingunni þrýstum stöðugt á um að ganga til verka að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks rumskuðu og eitthvað fór að gerast. Glundroði og skortur á forystu Það er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm. Einnig að tala um allar íbúðirnar sem á eftir að byggja í framtíðinni og ylja sér við óskhyggju. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur haft uppbyggingarmálin á sinni könnu undanfarin tæp átta ár hefur skort alla forystu og framtíðarsýn. Hér þarf að gera betur. Láta verkin tala. Það gerðu jafnaðarmenn við stjórn bæjarins og nú þarf að hefja nýja sókn i bænum undir forystu Samfylkingarinnar Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Stefán Már Gunnlaugsson Samfylkingin Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og bæjarstjórinn í Hafnarfirði eru á flótta frá eigin aðgerðarleysi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og kenna öllum öðrum um nema sér sjálfum. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu útskýrir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tafirnar sem hafa orðið á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár fækkaði íbúum í fyrsta skiptið árið 2020 og á síðasti ári fjölgaði þeim aðeins um nokkra tugi. Það er langt á eftir áætlunum bæjarins sem gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 334-1260 á ári. Íbúum kennt um Helsta ástæða tafanna að mati bæjarstjóra er að framkæmdarleyfi vegna rafmagnslínu sem lá yfir uppbyggingarsvæðin hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hér er bæjarstjóri að setja út á lýðræðislegan rétt íbúanna til að láta sig varða umhverfi sitt og stuðla að náttúruvernd. Ljóst er að hér hefði mátt vanda betur til verka og koma í veg fyrir tafir með því að setja rafmagnslínurnar í jörðu eins og við í Samfylkingunni lögðum til. Þá er ekki hægt að útskýra tafir á uppbyggingu í Skarðshlíð með rafmagnslínum. Það hverfi var tilbúið til úthlutunar árið 2008. Mikil íbúafjölgun í nágrannasveitarfélögum Þá vill bæjarstjóri meina að ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði megi rekja til þess að erlent vinnuafl hafi flust af landi brott. Það stenst enga skoðun, því á sama tíma fjölgar íbúum í nágrannasveitarfélögunum umtalsvert. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu hefur um langt árabil verið minnst byggt í Hafnarfirði. Íbúar og einkum ungt fólk er því ekki að finna húsnæði í Hafnarfirði og flytur úr bænum. Skipulag og þéttingaráform í Hraun-vestur hefur legið fyrir um alllangan tíma, en þar er fátt að gerast. Engin uppbygging hafin. Önnur þéttingaráform hafa velkst til í kerfinu. Það var ekki fyrr en við í Samfylkingunni þrýstum stöðugt á um að ganga til verka að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks rumskuðu og eitthvað fór að gerast. Glundroði og skortur á forystu Það er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm. Einnig að tala um allar íbúðirnar sem á eftir að byggja í framtíðinni og ylja sér við óskhyggju. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur haft uppbyggingarmálin á sinni könnu undanfarin tæp átta ár hefur skort alla forystu og framtíðarsýn. Hér þarf að gera betur. Láta verkin tala. Það gerðu jafnaðarmenn við stjórn bæjarins og nú þarf að hefja nýja sókn i bænum undir forystu Samfylkingarinnar Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun