Frá þessu er greint á vef BBC, en lögreglunni í Manchester bárust nýjar ásakanir á hendur Greenwood í dag þar sem hann er sakaður um líkamsárás og líflátshótanir.
Greenwood var handtekinn síðastliðinn sunnudag vegna gruns um heimilisofbeldi og nauðgun.
Lögreglan í Manchester hefur nú fengið enn lengri tíma til að yfirheyra leikmanninn, en lögreglan fékk einnig framlengingu í gær.
Knattspyrnufélagið Manchester United sendi frá sér yfirlýsingu eftir að leikmaðurinn var handtekinn þar sem kemur fram að Greenwood muni hvorki æfa né spila með liðinu á meðan rannsókn málsins stendur yfir.
Þá hefur félagið einnig fjarlægt allan varning merktan Greenwood úr verslunum sínum, íþróttavörumerkjarisinn Nike hefur rift samningi sínum við leikmanninn og tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports hefur fjarlægt leikmanninn úr tölvuleik sínum, FIFA 2022.