Norðmenn stíga stórt skref í átt að takmarkaleysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2022 20:27 Jonas Gahr Støre er forsætisráðherra Noregs. EPA/Kay Nietfeld Norðmenn áætla að vera búnir að afnema allar takmarkanir vegna kórónuveirunnar þann 17. febrúar næstkomandi. Strax í kvöld verður stórum hluta takmarkana þó aflétt. „Miðað við allt sem við vitum í dag, þá er rétt að afnema flestar takmarkanir, með undantekningum þó,“ hefur VG eftir Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sem ávarpaði fréttamenn á fundi í dag. Klukkan ellefu í kvöld að staðartíma, tíu að íslenskum tíma, verður ýmsum takmörkunum aflétt í Noregi. Þannig falla allar fjöldatakmarkanir úr gildi, sem og fjarlægðarmörk á sitjandi viðburðum. Bann við afgreiðslu áfengis á veitinga- og skemmtistöðum fellur sömuleiðis úr gildi, og skólar hvattir til þess að taka upp fulla staðkennslu að nýju. Þá verður vinnuveitendum sjálfum gert að meta hversu mikil þörf er á heimavinnu starfsmanna sinna, en ítrekað að vinnustaðir geri ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að margir úr starfsliðinu veikist á sama tíma. Þá verður ekki lengur gerð krafa um að ferðamenn undirgangist kórónuveirupróf við komuna til Noregs. Eins metra regla og dansbann „Ég vil þó ítreka: Faraldrinum er ekki lokið. Hvorki í Noregi né úti í heimi. Það verða áfram ráðleggingar og reglur í gildi,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Eins metra fjarlægðarregla verður enn í gildi á ýmsum stöðum, og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhafa hana. Þá verður ekki leyfilegt að dansa á skemmtistöðum, sem þó geta nú haft opið inn í nóttina. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að eins metra reglan gildi áfram, en eðli málsins samkvæmt samræmist dans á skemmtistöðum ekki þeirri reglu. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
„Miðað við allt sem við vitum í dag, þá er rétt að afnema flestar takmarkanir, með undantekningum þó,“ hefur VG eftir Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sem ávarpaði fréttamenn á fundi í dag. Klukkan ellefu í kvöld að staðartíma, tíu að íslenskum tíma, verður ýmsum takmörkunum aflétt í Noregi. Þannig falla allar fjöldatakmarkanir úr gildi, sem og fjarlægðarmörk á sitjandi viðburðum. Bann við afgreiðslu áfengis á veitinga- og skemmtistöðum fellur sömuleiðis úr gildi, og skólar hvattir til þess að taka upp fulla staðkennslu að nýju. Þá verður vinnuveitendum sjálfum gert að meta hversu mikil þörf er á heimavinnu starfsmanna sinna, en ítrekað að vinnustaðir geri ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að margir úr starfsliðinu veikist á sama tíma. Þá verður ekki lengur gerð krafa um að ferðamenn undirgangist kórónuveirupróf við komuna til Noregs. Eins metra regla og dansbann „Ég vil þó ítreka: Faraldrinum er ekki lokið. Hvorki í Noregi né úti í heimi. Það verða áfram ráðleggingar og reglur í gildi,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Eins metra fjarlægðarregla verður enn í gildi á ýmsum stöðum, og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhafa hana. Þá verður ekki leyfilegt að dansa á skemmtistöðum, sem þó geta nú haft opið inn í nóttina. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að eins metra reglan gildi áfram, en eðli málsins samkvæmt samræmist dans á skemmtistöðum ekki þeirri reglu.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira